Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 34

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 34
bólgnir liðir og stirðleiki. Járneitrun getur komið fram ef járninnihaldið í fóðrinu er meira en 400 mg í 1 kg af fóðurblöndu ef skortur er á E-víta- míni. I Danmörku er ekki leyfilegt að hafa meira en 1250 mg af jámi í 1 kg af fóðurblöndu. Kopar í líkamanum er kopar mikilvægur hluti í mörgum hvötum og hefur þar af leiðandi mikil áhrif á ýmis konar efnaskifti. Dýrin geta safnað forða af kopar í lifrina. Þessi forði nýtist þegar lítið er af kopar í fóðrinu. Venjulega nýtist ekki nema 5-10% af kopar úr fóðrinu. Kalsíumsölt og jámsölt hindra upp- sog á kopar. Mikið magn af kopar í fóðri getur valdið jámskorti hjá grís- um. Koparskortur er sjaldgæfur hjá svínum, en helstu einkenni kopar- skorts eru blóðleysi, fótaveiki og lítill vaxtarhraði. Kopareitrun verður þegar lifrin get- ur ekki aukið koparforða sinn. Einnig getur mikið álag eða stress leitt til skyndilegrar kopareitrunar. Helstu einkenni kopareitrunar eru blóðleysi, uppköst, svartur skítur vegna maga- sárs og blæðinga í maga og þörmum og dökkt eða brúnt þvag vegna gulu. Mangan Mangan er mikilvægur hluti af nokkrum hvötum sem sjá um nýtingu á orku og próteini. Einnig er mangan að finna í beinum dýra. Mikið magn af kalsíum og fosfór í fóðri getur hindrað uppsog á mangan og einnig getur mikið magn af mangan í fóðri hindrað uppsog af kalsíum og fosfór. Skortur á mangan í fóðri veldur litl- um vaxtarhraða, stirðleika, helti og meiri fitusöfnun en venjulegt er. Manganeitrun lýsir sér í minni átlyst, óreglulegunt beiðslum hjá gyltum og lítilli framleiðslu á blóðrauða. Eitur- áhrifin geta komið fram ef um 500 mg af mangan er í einu kg af fóðri. Zink Zink er að finna í öllum lifandi frumum og mikilvægt fyrir starfsemi frumanna. Zink er einnig nauðsynleg- ur hluti fjölda hvata sem sjá meðal annars um uppbyggingu á próteini og kjamasýrum, nýtingu á fitu og kol- hydrötum og losun kolefnistvísýring (C02) úr blóðinu í lungunum. Zink er einnig nauðsynlegt fyrir ónæmiskerf- ið, lækningu sára og bragð og lyktar- skyn. Mikið magn af zinki í fóðri dregur úr uppsogi á kopar. Mikið magn af jámi, kalsíum, folinsýru og D-víta- míni í fóðri dregur úr uppsogi á zinki. Skortur á zinki veldur lítilli átlyst, eksemi (parakeratose), minni kyngetu og lélegu sæði. Þegar svín fá eksern vegna skorts á zinki myndast fyrst rauðir rakir blettir á húðina og síðar meir breytast þessir blettir í þykkar brúnar skorpur, sem þekja mestan hluta húðarinnar. Einkenni eru svipuð einkennum kláðasýkingar, en sá er munurinn að svín sem þjást af þessu eksemi klæjar ekki. Sinkeitrun lýsir sér í minni vaxtar- hraða, liðabólgu, þarmabólgu og nið- urgangi. I Danmörku er ekki leyfilegt að hafa meira en 250 mg af zinki í I kg af fóðurblöndu. Joð í líkamanum er joð aðallega bundið í hvatanum thyroxin, sem framleitt er í skjaldkirtlinum. Thyroxinið stjómar efnaskiptum í líkamanum. Magnið af joði í fóðri úr jurtaríkinu er mjög breytilegt og meðal annars þess vegna ber að setja joð í fóður- blöndur. Mikið magn af joði í fóðri getur hindrað uppsog af járni. Svín sem þjáðst af joðskorti hafa stærri skjaldkirtil en venjulegt er, þykkri húð á haus, háls og bóg og raka húð. Gyltur, sem þjáðst af joðskorti á meðgöngutímanum eiga fleiri veik- burða grísi og dauðfædda hárlausa grísi en heilbrigðar gyltur. Joðeitrun veldur minni átlyst, minni vaxtarhraða og blóðleysi þar sem Ný ákvœði. Frh. afhls. 493. laganna. Sama gildir ef í Ijós kemur að hlutaðeigandi hefur haldið áfram sjálfstæðri starfsemi án tilskilinnar skattalegrar skráningar. 9. gr. Stjóm Atvinnuleysistryggingasjóðs skal semja viðmiðunarreglur um framkvæmd 4.-7. gr. sem hljóta skulu staðfestingar ráðherra. mikið magn af joði í fóðri getur hindrað uppsog á jámi. í Danmörk er ekki leyfilegt að hafa meira en 40 mg af joði í einu kg af fóðurblöndu. Selen Selen er nauðsynlegt fyrir starfsemi briskirtilsins, vemdar frumuhimnur og styrkir ónæmiskerfið. Selen og E-vítamín hafa að miklu leyti sömu hlutverkum að gegna í líkamanum og geta að hluta komið í hvers annars stað. Selen eykur nýtingu á zinki úr fóðrinu en zink aftur á móti dregur úr uppsogi á selen. Einnig dregur mikið magn af kopar í fóðrinu úr uppsogi á selen. Hjá slátursvínum kemur selenskort- ur fram ýmist sem skemmd í lifur, vöðvarýmun. framstandandi dökk- rauð augu og skyndilegur hjartadauði. Hjá gyltum kemur selenskortur helst fram sem kyndeyfð, endurtekin beiðsli og dauðfæddir og vanburða grísir. Mest er hættan á selenskorti hjá slátursvínum, sem vaxa hratt og eru stressuð. Einnig getur skortur á hinum lífsnauðsynlegu amínósýrum cystin og methionen og mikið magn af ómettuðum fitusýrum í fóðri aukið hættuna á selenskorti. Selen er mjög eitrað og eituráhrif koma strax í ljós ef 5-8 mg af selen er í I kg af fóðurblöndu. Seleneitrun veldur hárlosi, litlum vaxtarhraða, lít- illi frjósemi eða jafnvel dauða. Víta- mín E getur dregið úr eituráhrifum selens. I Danmörku er ekki leyfilegt að hafa meira en 0,5 mg af selen í 1 kg af fóðurblöndu. 10. gr. Reglugerð þessi sem sett er með stóð í 1. gr. laga um atvinnuleysis- tryggingar nr. 93/’993 öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi reglu- gerð nr. 389, 24. september 1993. Félagsmálaráðuneytið, 25. maí 1994 Jóhanna Sigurðardóttir Berglind Ásgeirsdóttir 498 FREYR- 13-14 94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.