Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 37

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 37
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 188/1988 um slátrun, mat og meðferð sláturafurða, með síðari breytingum. !• gr. 4. tl. 17. gr. reglugerðarinnar orðist svo: 4. Um mat á kindakjöti utan venju- legrar sláturtíðar. Lambhrútar sem fæddir eru að vori og slátrað er á tímabilinu frá 15. október til 1. mars skulu metnir í H II, séu þeir ógeltir. Gimbrar og geldingar flokkast sem lömb, uns eins árs aldri er náð. 2. gr. 18. gr. reglugerðarinnar orðist svo: Nautgripakjöt. Skilgreining á fituþykkt: Þykkt fitu yfir bakvöðva mælist frá yfirborði hryggjar að bakvöðva á milli 10. og 11. rifbeins. Skrokka af nautgripum skal meta og merkja sem hér segir: 1. Ungkálfakjöt. Skrokka af kálfum yngri en þriggja mánaða: MK, séu þeir með hvítt kjöt og vel holdfylltir. UK I, séu þeir vel holdfylltir, kjötið ljóst og fallegt og ekki léttari en 30 kg- UK II, séu þeir svipaðir að útliti og UK I og vegi 15-30 kg. UK III, séu þeir af nýfæddum kálf- um og vegi innan.við 15 kg eða af kálfum allt að þriggja mánaða aldri, sem vegna rýrðar og útlits komast ekki í UK I eða UK II, þótt þyngd leyfi. 2. Alikálfakjöt. Skrokka af kálfum þriggja til tólf mánaða: AK I, séu þeir vel holdfylltir, einkuin læri og bak, kjötið ljóst og fíngert og vegi a.m.k. 85 kg. Fita sé ljós og myndi sem jafnastan hjúp um skrokkinn. AK II, sé holdafar og útlit sæmilegt og þeir vegi a.m.k. 40 kg. AK III, skrokkar sem ekki fara í AK I eða AK II vegna rýrðar, útlits- galla eða þyngdar. 3. Ungneytakjöt. Skrokka af nautum, uxum og kvíg- um 12 til 30 mánaða. Ungneytakjöt skal flokkað eftir vaxtarlagi og vöðvafyllingu annars vegar og fitu- stigi hins vegar. Vaxtarlagsflokkar eru þrír, Úrvalsflokkur, I. flokkur og II. flokkur. Fituflokkarnir eru fjórir M, A, B og C. Yfirkjötmatið skal gefa út skýringarmyndir af þessum flokkum: a. í Úrvalsflokk skal meta þétt- vaxna og vel vöðvafyllta skrokka, einkum á lærum og baki. í I. flokk skal meta þokkalega vöðvafyllta skrokka, einkum á lærunt og baki. í II. flokk skal meta illa vöðva- fyllta og rýra skrokka. b. Fituflokkun skal byggjast á sjón- mati og skulu mælingar á fitu- þykkt yfir bakvöðva hafðar til viðmiðunar. Fitumörk fara eftir þyngd skrokka samkvæmt eftir- farandi töflu. í M fituflokk eru metnir skrokk- ar nteð litla eða enga fituhulu. í A fituflokk eru metnir skrokkar með jafna þunna fituhulu. í B fituflokk eru metnir skrokkar með mikla fituhulu. í C fituflokk eru metnir skrokkar ineð mjög mikla fituhulu. c. Við mat og merkingu á skrokk- um skal þyngdarflokkur vera skráður samkvæmt eftirfarandi töflu: Þungi skrokka. Fitumörk. kg. Millimetrar. M A B C < 140 0-1 2-5 6-10 11 + 141 - 160 0-1 2-5 6-10 11 + 161 - 180 0-2 3-6 7-11 12+ 181 -200 0-2 3-6 7-11 12+ 201 -220 0-3 4-8 9-12 13+ 221 -240 0-3 4-8 9-12 13+ >240 0-4 5-9 10-13 14+ 4. Bolakjöt. Skrokka af nautum og uxum 30 mánaða og eldri: Þeir skulu merktir Vinnslukjöt N. 5. Kýrkjöt. Skrokka af kúm skal meta og merk- ja eftir holdafari, fitustigi og aldri. Flokkamir K I, K II og K III skulu merktir sem vinnslukjöt. K I U, séu þeir vel holdfylltir og af 30 - 48 mánaða gömlum kúm. Vinnslukjöt K I, séu þeir vel eða sæmilega holdfylltir. Vinnslukjöt K II, séu þeir rýrir og magrir. Vinnslukjöt K III, séu þeir mjög rýrir og þunnholda. Fituflokkar í K I U og K I eru A, B HJOLBARÐAR DRATTARVELA- OG VINNUVÉLA- HJÓLBARÐAR EIGUM MIKIÐ ÚRVAL HJÓLBARÐA UNDIR ALLAR GERÐIR ÖKUTÆKJA. HAGSTÆTT VERÐ GÚMMÍVINNSLAN HF. Réttarhvammi 1 - Akureyri - Sími 96-12600

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.