Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 39

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 39
fitu á miðri síðu á 3. aftasta rifbeini. (Skammrif ekki talin með.) Kjöt af hrossum skal flokka, meta og merkja sem hér segir : 1. Ungfolaldakjöt UFOI Skrokka af folöldum allt að 4 mánaða gömlum, vel holdfylltum og fitulitlum. Fita allt að 5 mm. Skrokkar allt að 50 kg að þyngd. 2. Folaldakjöt. FO I-A : Skrokka af folöldum allt að árs- gömlum, vel holdfylltum og gal- lalausum í útliti. Fituþykkt allt að 20 mm FO I-B : Skrokka af folöldum allt að árs- gömlum, vel holdfylltum og galla- lausum í útliti. Fituþykkt yfir 20 mm. FOII : Skrokka af folöldum allt að árs- gömlum, mjög mögrum og vöðvarýrum. 3. Trippakjöt. TR I-A : Skrokka af trippum eins og tveggja ára, vel holdfylltum og galla- lausum í útliti. Fituþykkt allt að 25 mm. TR I-B : Skrokka af trippum eins og tveggja ára, vel holdfylltum og galla- lausum í útliti. Fituþykkt yfir 25 mm. TR II : Skrokka af trippum eins og tveggja ára, mjög mögrum og vöðvarýrum. 4. Unghrossakjöt. UHI : Skrokka af hrossum þriggja til sex ára, vel holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt allt að 30 mm. Hross á þessum aldri með meiri fituþykkt flokkast í Hr- llokka eftir fitumörkum sem þar gilda. 5. Hrossakjöt. HR I-A : Skrokkar af hrossum eldri en sex ára, sæmilega holdfylltum og gal- lalausum í útliti. Fituþykkt allt að 30 mm. HRI-B : Skrokkar af hrossum eldri en sex ára, sæmilega holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt 30 - 50 mm. HR I-C : Skrokkar af unghrossum og öllum hrossum eldri en sex ára sem eru með meiri fituþykkt en 50 mm. HR II : Skrokka af unghrossum og öllum hrossum eldri en sex ára, mjög vöðvarýra og magra. 6. Hrossakjöt með áverka : Skrokka eða skrokkhluta sem telj- ast gölluð vara vegna mars, verk- unargalla og annarra áverka skulu flokkast og merkjast í sinn flokk ásamt X eða XX . X ef um minni háttar mar eða verkunargalla er að ræða. XX ef skrokkar eru mikið marðir, limhöggnir eða með meiri háttar verkunargalla. 7. Hrossakjöt í heilbrigðisflokki 2. Kjöt af hrossum sem kjötskoðunar- læknir dæmir í heilbrigðisflokk 2 (sbr 12. gr. reglugerðar nr. 168/1970) skal merkt þannig : a. Kjöt af folöldum FO IV. b. Kjöt af eldri hrossum Hr IV. 2. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 30 38. apríl 1966 um meðferð, skoðun og mat á slátura- furðum og öðlast gildi þegar í stað. Landbúnaðarráðunevtið, 30. ágúst 1993 ‘ Halldór Blöndal Jón Höskuldsson Ammoníaktap úr búfjáráburði Við sænskar rannsóknir hefur kom- ið í ljós að ammoníaktap úr búfjár- áburði fyrstu tímana eftir dreifingu er minna því þynnri (vatnsblandaðri) sem áburðurinn er. Þetta má skýra með því að stór hluti þunna áburðar- ins sígur strax niður í jarðveginn en sá óþynnti liggur á yfirborðinu og verður fyrir áhrifum vinds og sólar. Hitastig daginn sem dreift er hefur áhrif á það, hve mikið ammoníak tap- ast. Tapið nær þrefaldast ef hitastigið hækkar um 10 stig, en loftraki hefur einnig sitt að segja. Minnst tapast í köldu og röku verðri. Dreifingaraðferðin skiptir e.t.v. mestu máli. Með því að raðdreifa áburðinum og þekja hann (fella hann niður) um leið verður tapið um 98% minna en sé áburðinum dreift jafnt yfir allt yfirborðið. (Úr JTI-rapport 172, 1994) Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 188/1988 um slátrun, mat og meðferð sláturafurða. 1. gr. I stað síðasta málsliðar 12. gr. komi þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Skipting nautgripakjöts í fjórðunga skal miðast við þá skiptingu sem opinber hcildsöluverðlagning byggir á. Huppa og síður skal fjarlægja af öllu hrossakjöti samkvæmt nánari fyrirmælum Yfirkjötmats. Þó er annars konar skipting í fjórðunga heimil ef sérstaklega er um það samið. 2. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 30 28. apríl 1966 um meðferð, skoðun og mat á slátur- afurðum og öðlast gildi þegar í stað. Landbúnaðarráðuneytið, 27. sept- ember 1993 Halldór Blöndal Jón Höskuldsson Reglur um nautgripakjöt ganga í gildi 1. september 1994; reglur um svínakjöt tóku gildi 1. júní sl. en reglur um hrossakjöt gengu í gildi 1. september í fyrra. EB þjónustan Dráttarvélaviðgerðir, sláttuvélaviðgerðir, heyvagnaviðgerðir. Allar almennar viðgerðir. Er með stóran viðgerðabíl. Góð þjónusta. Reynið viðskiptin. Smári Hólm Kristófersson Lyngási 10 A Garðabæ Sími 91-657365 Farsími 985-31657 13-14'94-FREYR 503

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.