Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 14

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 14
Islenski hesturinn Stiklaö á stóru um stöðu hans og framtíð Þórir Magnús Lárusson, kennari, Bœndaskólanum á Hólum Fyrirlestur haldinn á Sauðárkróki 10. júní 1994 Inngangur íslenski hesturinn er eitt af fjöl- mörgum hestakynjum á jörðinni. Hann er ekki stór á mælikvarða er- lendra hestakynja, en er hins vegar talinn sterkur, nægjusamur og þol- góður, borinn saman við önnur hestakyn. Hann er notaður og virtur af háum sem lágum, ungunr sem öldnum hvar sem er í heiminum. Um hann hafa verið ort ljóð og samdar sögur sem færa menn í annan heim. Umhverfis hestinn er einhvers konar rómantík eða dulúð, sem ekki má hrófla við. Annað hvort ertu fæddur hestamaður og veist og kannt þar af leiðandi það sem þarf eða þú ert ekki hesta- maður. Það er ekki hægt að læra að verða hestamaður, maður hefur það einfaldlega í blóðinu. Eða hvað? Oft er sagt að reynslan sé besti skólinn, þannig eflist þekking og vitneskja best. Reynslan er ekki slæm í sjálfu sér, en oft er hún tímafrek, kostnaðarsöm og jafnvel bitur. Reynsla mín, reynsla þín og reynsla okkar allra af einhverjum ákveðnum hlut eða atburði er ekki sú sama. Við upplifum hlutina mis- munandi. Með upplýsingaöflun og rannsóknum er hægt að stytta reynslutímann og jafnframt að ná fram víðtækari þekkingu og kostn- aðarminni, skipulagðri og fljótvirk- ari en með reynslunni. Rannsóknir í hrossarækt og hesta- mennsku á íslandi eru litlar. Hér hefur reynslan ráðið ríkum að mestu. Hvar skal bera niður til að bæta úr? Notkun/hlutverk hrossa Hross eru nýtt til kjötframleiðslu, kynbóta og framleiðslu brúkunar- hrossa, en þau eru aftur notuð sem: - reiðhestar - smalahestar Þórir Magnús Lárusson. - keppnishestar - ferðahestar - hestaleiguhestar - reiðskólahestar - tómstundahestar Mörg hrossanna geta tilheyrt flest- um flokkunum og ef til vill má flokka þau flest í þann síðasta. Þannig hefur hlutverk hestsins breyst á fáum áratugum. Einnig má segja að aukaafurð hestsins á allra síðustu árum sé að breytast í aðalafurð, en það hlutverk er: - að njóta náttúru landsins - að eyða streitu nútímamannsins - að kynna Island, bæði innan- lands og utan. Það er sama hvert horft er, það þarf kunnáttu og þekkingu til að fara með og halda hross. Fjöldi nýrra notenda hestsins bætist við á hverju ári og þá þarf að uppfræða og kenna þeim. Hér má ýmislegt betur fara. Rœktun Fjöldi hrossa á Islandi er talinn vera um 75.000. Þau eru flest í eigu íslendinga, bæði þéttbýlis- og dreif- býlisbúa. Markmiðin með þessari eign eru sjálfsagt jafnmörg eigend- unum. Hið opinbera hefur sett fram sitt markmið sem er í stuttu máli að rækta falleg, sterk og hraust hross með allan gang. Hið opinbera legg- ur einnig til fé, sem fer til skýrslu- halds (grunnskráning), leiðbeininga- þjónustu, kynbótadóma, útreikninga á kynbótamati, útgáfu dóma og nið- urstöður kynbótamats svo að það helsta sé nefnt. Búnaðarfélag íslands er ábyrgðar- aðili þessa starfs og fær ýmsa aðila til að sjá um einstaka verkþætti. Um 3/4 ræktanda taka þátt í skýrsluhald- inu, þ.e. eru með sín hross grunn- skráð. Þar af er mikill fjöldi þétt- býlisbúa sem eiga fá hross hver, allt niður eina hryssu, en fjölmargir stóðbændur eru fyrir utan skýrslu- haldið. 1.200-1.500 hross hafa kom- ið til kynbótadóms árlega undan- farin ár. Boðið er upp á kynbóta- dóma tvisvar á ári, fyrri hluta sum- ars (maf og júní) og síðsumars (ágúst) í hverju héraði. Talið er að allt að einn þriðji hluti hrossanna sé virkur í ræktunarstarf- inu. Við útreikninga á kynbótamati hrossana er notað hið svonefnda BLUP-kerfi, sem hefur hlotið viður- kenningu sem ein besta aðferðin við útreikning á kynbótamati. Dómamir og kynbótamatið fyrir hvert ár er gefið út að jafnaði einu sinni á ári í ritinu Hrossaræktin, sem BI gefur út. Breytileiki íslenska hrossa- stofnsins er mjög mikill, fyrir t.d. sköpulag, stærð, lit og reiðhesta- kosti. Erfðabreytileikinn í hrossa- stofnunum er nokkuð þekktur hvað varðar þá eiginleika sem dæmdir eru í kynbótadómi. Kerfisbundnum um- 518 FREYR- 15-16'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.