Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 18

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 18
Feröapjónusta er það aö selja upplifun. (Ljósm. P.R.). Frá Mýrdalsjökti. Ferð a jökul er mikil upplifun. (Ljósm. P.R.). tekjurnar af þeim. Menn spyrja alltof sjaldan um kostnað á móti, um arðsemi fjárfestinga og hvað gerast muni ef nýting stórra fjárfestinga, svo sem í flugvélum, tlugvöllum, vegum, hótelum og öðrum mann- virkjum, verði ekki nægjanleg til þess að standa undir sér. I þessu samhengi er rétt að benda á að þó svo að spáð sé rúmlega 20% aukningu í komum erlendra ferða- manna í ár miðað við sl. ár, kom það í ljós við síðustu athugun að gjaldeyristekjur höfðu minnkað það sem af er árinu. Nú er talað um byggingu íþróttahúss í Reykjavík, m.a. með þátttöku aðila í ferða- þjónustu og það er rætt um bygg- ingu ráðstefnumiðstöðvar. Það yrði ekki í fyrsta skipti á íslandi sem menn byggðu hraðar en markað- urinn gefur tilefni til. Þegar það gerist eru það ríkisbankar sem punga út fé og á endanum er það auðvitað almenningur sem borgar brúsann. Það eru margar ástæður fyrir því að ferðaþjónustan hefur ekki vaxið eins og skyldi úti um landið. A póli- tískum vettvangi er helsta ástæðan sú livað dreifbýlisþingmenn og sveitarstjórnarmenn hafa verið seinir að viðurkenna í verki að fiskvinnsla og landbúnaður dugi ekki ein sér til þess að blómleg byggð geti haldist í kjördæmum þeirra. Þetta hefur hins vegar almennt verið viðurkennt í orði síðan á sjöunda áratugnum. Auk þess hafa þingmenn verið helst til heillaðir af „stóru vinningunum" svo sem loðdýrarækt, fiskeldi og stóriðju og hafa fæstir stjómmála- manna gefið sér tíma til þess að kanna eðli ferðaþjónustunnar sem er þó nokkuð margslungin grein. Ferðaþjónusta er eins og keðja, það er að segja aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Sumir hlekk- irnir eru býsna sterkir, eins og flugsamgöngur, bæði við önnur lönd og svo hér innanlands. Hótel í Reykjavík eru almennt góð. Ferðaskrifstofur eru virkar í sölu- starfsemi. Reykjavíkurborg hefur styrkt stöðu sína verulega sem ferðamannastaður undanfarin áratug með margvíslegum hætti. Þar má nefna sérstaklega hve margir góðir matsölustaðir eru í borginni, og hversu mikið hefur verið gert til þess að gera borgina meira aðlað- andi undanfarin ár. Hafnaraðstaða fyrir skemmtiferðaskip er gott dæmi, annað er fjöiskyldu- og hús- dýragarðurinn í Laugardal. Þetta eru dæmi um framkvæmdir sem skila sér óbeint til ferðaþjónustuaðila þegar fram líða stundir. Það lætur sér t.d. enginn detta í hug að gera þá kröfu að aðgangseyrir í fjölskyldu- garðinn standi undir byggingar- kostnaði og rekstri garðanna. Veiki hlekkurinn í ferða- þjónustunni. En hvar er veiki hlekkurinn? Hann er rekstrargrundvöllur ferðaþjónustu í dreifbýli. En einmitt þar er mesti vaxtarbroddur ferðaþjónustunnar í landinu. Aðal ferðamannatíminn í dag er aðeins um 45 dagar á ári. Það gefur augaleið að ekki þarf mikiö að fara úrskeiðis til þess að slíkur rekst- ur geti orðið mjög þungur. Enda hefur sú orðið raunin með flest hótel í dreifbýli, en fjölskyldufyrirtæki eins og t.d. á bændabýlum og í þorp- um hafa frekar geta dafnað í þessum hrjóstruga jarðvegi. Fyrir ferða- þjónustu á Islandi er þessi veikleiki afdrifaríkur. Óhætt mun að fullyrða 522 FREYR - 15-16 94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.