Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 21

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 21
Gunnar Bjarnason ruddi brautina Ávarp Jóns Helgasonar, formanns Búnaðarfélags íslands, á afmœlisfundi FEIF, félags eigenda íslenskra hesta erlendis, sem haldinn var í Reykjavík 4. júlísl. Jón Helgason. Gunnar Bjarnason. F.h. Búnaðarfélags íslands er mér mikil ánægja að bjóða ykkur fulltrúa á ársfundi FEIF velkomna til þessa hádegisverðar. Það er heiður fyrir íslendinga að ársfundurinn skuli haldinn hér í tilefni þess að FEIF á 25 ára sögu að baki. Samtökin voru stofnuð til að tengja saman einstak- linga í mörgum löndum, sem höfðu eignast íslenska hesta. Að sjálfsögðu gerist stofnun slíkra samtaka ekki af sjálfu sér heldur á sér langan að- draganda. Það var eðlilegt að hesturinn fengi nafnið þarfasti þjónninn, því að fram á þessa öld var hann eini kosturinn til ferðalaga á landi og einnig til flutninga og við heyskap. En skyndilega kemur tæknibylting og menn horfa fram á að hlutverki hestsins sé að verða lokið á flestum sviðum. Við þessar aðstæður verður Gunn- ar Bjamason ungur að árum hrossa- ræktarráðunautur Búnaðarfélags Is- lands. Það var fjarri skapi hans að leggja árar í bát og horfa aðgerðar- laus á slíka þróun. Honum voru vel ljósir hinir fjölþættu kostir íslenska hestsins og lagði því ótrauður á nýjar brautir. Gunnar Bjamason lagði sig því allan fram við að kynna þessa kosti ekki aðeins á íslandi heldur einnig í mörgum öðrum lönd- um. Og árangurinn af starfi eld- hugans var ótrúlegur, þó að sigrast þyrfti á ýmsum hindrunum. Um leið og ég vil f.h. Búnaðarfé- lags Islands nota þetta tækifæri til að þakka Gunnari Bjamasyni hans árangursrfka starf vil ég bera fram þá ósk að innan FEIF verði jafnan fyrir hendi sá brennandi áhugi um MOLRR 1 Fœkkun nauðungar- uppboða í dönskum landbúnaði Á fyrrihluta þessa árs voru 473 jarðir boðnar upp á nauðungarupp- boðum í Danmörku. Það er 26% færri uppboð en á síðari hluta ársins 1993. Uppboðum hefur einkum fjölgað á jörðum 30-50 ha að stærð. íslenska hestinn og hestamennsku, sem einkennt hafa störf Gunnars Bjamasonar. Þá mun þeim halda áfram að fjölga, sem njóta þess yndis, sem samskiptin við hestinn veita öllum þeim, sem það kunna að meta. Fátt veitir manninum betra tæki- færi til að komast í samband við náttúruna en hestamennskan. En þeim fjölgar nú óðum, sem verður það ljóst að maðurinn verður að skilja lögmál náttúrunnar og koma í veg fyrir að raska því jafnvægi sem þar verður að ríkja til að varðveita lífsskilyrðin. Sérstaklega teljum við íslendingar að strjálbýlið á Islandi veiti gott tækifæri til að öðlast slíkan skilning. Við bjóðum því alla velkomna í heimsókn til íslands sem hafa áhuga og aðstæður til að koma hingað í þessu skyni. Jafnframt væntum við þess að geta haldið áfram að vinna að ræktun og kynbótum íslenska hestastofnsins, þó að vel þurfi að gæta þess að framfarir á einhverjum kostum verði ekki á kostnað annarra svo að íslenski hesturinn haldi eðli sínu. Ég vil bera fram þá ósk að þessi afmælisfundur FEIF verði árang- ursríkur og styrki samtökin í störf- um sínum á komandi árum. Vissir þú að Gallagher framleiðir sjö gerðir rafgirðingaspennu- gjafa sem ganga fyrir veitu- rafmagni og átta gerðir fyrir rafgeyma og rafhlöður. byggingavörur Sauðárkróki. Sími: 95-35200 15-16*94 - FREYR 525

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.