Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 24

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 24
þeirra yfirleitt jákvæðar. Hins vegar eru lömb tilkomin við sæðingu yfir- leitt fædd í upphafi sauðburðar og oft áður en venjulegur sauðburður hefst af fullum krafti á vorin. Þetta leiðir til að þessi lömb eru oft ekki að öllu vel samanburðarhæf við önnur lömb á búinu og þungaupp- lýsingar þeirra ekki jafn áreiðan- legar og margar aðrar upplýsingar. Af hyrndu hrútunum fær Durgur 87-939 gífurlega háa einkunn fyrir lömb sín frá síðasta hausti, eða 110, en hann féll áður en kom að notkun í vetur. Galsi 88-929 er einnig fallinn en hann átti fremur fá afkvæmi, en fær 108 í einkunn fyrir þau. Margir kollóttu hrútanna virðast hafa skilað gríðarlega þroskamiklum lömbum síðasta haust. Þannig er Tumi 90- 936 með 113 í einkunn, Fannar 88- 935 hefur 111, Reki 89-925 108 og þeir Brúskur 89-932, Valur 90-934 og Vaskur 90-937 hafa allir 106 í einkunn. Flestir þessara hrúta eru af Ströndum og valdir til notkunar á stöðvunum, m.a. á grunni afkvæma- rannsókna þeirra sem unnar eru í fjárræktarfélögunum þar. Eins og margoft hefur verið bent á eru lang traustustu upplýsingar úr skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna einkunnir fyrir dætur hrútanna. Fyrir eldri hrútana er eins og vænta má yfirleitt um litlar eða engar breyt- ingar að ræða frá fyrri árum. I töflunni eru birtar einkunnir þeirra hrúta sem fallnir eru úr notkun fyrir allmörgum árum en eiga enn stóra dætrahópa í framleiðslu. Ljóst er að ætternisupplýsingar um slíka gripi munu enn vera mjög áhugaverðar í fjárvalinu. Heildarmynd hrútanna á stöðvunum er að þetta eru gífurlega öflugir ærfeður þegar á heildina er litið þó að munur þeirra á milli í þeim efnum sé samt verulegur. Frjósemiserfðarvísir úr Suðursveit. Eins og áður eru hrútar með mikil- virkan frjósemiserfðavísi í miklum sérflokki. Það sem ef til vill vekur athygli með þá elstu af þessum hrút- um (Svepp 78-821, Skúm 81-844 og Þrist 83-836) er að hjá dætrum þess- ara hrúta virðist koma fram gíf- urlega góð ending dætra þrátt fyrir mjög mikið framleiðsluálag ánna vegna marglembuburða. Þetta er hins vegar í fullu samræmi við þá reynslu sem fyrir hendi er á þessu fé á upprunaslóðum þess, í Suðursveit. Síðastliðinn vetur voru tveir arf- blendnir synir Svepps í notkun á stöð, Vísir 85-918, sem nú er kom- inn, með reynslu eftir dætur til- komnar við sæðingu, sem staðfesta vel eiginleikann hjá honum, og Sveppur 85-941 frá Haugi í Mið- firði, sem var fyrsta skipti á stöð, en samkvæmt gífurlega mikilli reynslu á dætrum hans í heimafélagi eru þær með eindæmum frjósamar. Notkun á þessum hrútum á stöðvunum hlýtur öðru fremur að vera í þeim tilgangi að gefa þeim bændum sem þess óska möguleika á að koma sér upp hópi mjög frjósamra áa. Margir af þeim hrútum sem áður voru vel þekktir sem miklir ærfeður liafa enn styrkt stöðu sína. Búi 91- 880 hefur 115 í einkunn, Gígur 81- 993 110, Lómur 82-876 112, Kaldi 82-899 115, Óðinn 83-904 110, Prúður 84-897 1 11 og Broddi 85- 892 114, en hann er sá eini úr hópi þessara framantöldu hrúta sem er kollóttur. Ekkert vafamál er á því að marga tugi mjög álitlegra hrúts- mæðra er að finna í hópi dætra hvers og eins af þessum hrútum. Þó að hrútarnir frá fjárræktarbúinu á Hesti hafi nær allir komið það ungir til notkunar á stöðvunum að val þeirra sem ærfeður hefur orðið að byggja á ætternisupplýsingum. þá 528 FREYR- 15-16'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.