Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 25

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 25
fá þeir nær allir mjög jákvæðan dóm fyrir dætur. Kokkur 85-870 hefur nú verið meira notaður við sæðingar en nokkur annar hrútur og ending hans er með fádæmum góð þannig að allt bendir til að hann verði enn í notkun á stöð á komandi vetri, þegar hann fer á 10. vetur. Dætrahópur hans er orðinn fádæma stór og stækkar enn. Haustið 1993 hafa komið til upp- gjörs í fjárræktarfélögunum upplýs- ingar fyrir rúmlega 700 dætur hans og fær hann 112 í einkunn fyrir þær sem er frábær niðurstaða. Ástæða er til að minna á að í þessari einkunn telur samt ekki að neinu leyti einn mikill kostur afkvæma hans sem er hvít og góð ull. Eini hrúturinn frá Hesti sem aðeins hefur brugðist vonum sem ærfaðir er Krákur 87- 920, en nú virðist að fullu staðfest að dætur hans eru í tæpu meðallagi með frjósemi. Krákur gaf hins vegar fádæma mikla vöðvasöfnun hjá afkvæmum sínum. Fóli 88-911 er kominn með mjög traustan dóm um dætur og virðist koma fram sem mjög góður ærfaðir, fær 108 í dætraeinkunn, þannig að þar er vafalítið um að ræða einn allra efni- legasta kynbótahrút landsins í dag sem komin er mjög traust reynsla um. Ástæða er til að vekja athygli á að Oddi 85-922 frá Hjarðarfelli virðist skila hjá dætrum sínum úr sæðingu þeim gífurlegu yfirburðum í frjó- semi sem fram höfðu komið áður á Hjarðarfelli. Á grunni upplýsinga um 129 veturgamlar dætur hans frá haustinu 1993, sem haldið var vet- urinn 1992-93, fær hann 116 í einkunn fyrir dætur sem verður að teljast nánast einstök niðurstaða. Hröð endurnýjun hrúta á sœðingarstöðvum. Veturinn 1993 komu til notkunar á sæðingarstöðvunum fleiri nýir hrútar en dæmi eru unt í meira en áratug. Þetta var m.a. afleiðing óvenju mikilla vanhalda á hrútum á stöðvunum árið áður. Þess vegna eru þar nú færri hrútar en oft áður sem hafa mikla reynslu á grunni af- kvæma tilkominna við sæðingar. Fyrir þessa nýju hrúta eru birtar þær upplýsingar sem fyrir hendi eru í skýrslum fjárræktarfélaganna. Fyrir örfáa af þessum hrútum er enn ólok- ið, þegar þetta er skrifað, uppgjöri á skýrslum frá heimabúum þeirra frá haustinu 1993 eins og einhverjir glöggir lesendur munu ef til vill veita athygli. Hér er ekki ástæða til að fjölyrða um þær niðurstöður heldur láta tölurnar tala. Að lokum skal samt á það bent að í hrútavali fyrir stöðvarnar má á allra síðustu árum greina breytingu á þann veg að þar kemur til notkunar meira af mjög efnilegum ungum hrútum en áður var. Þetta er tví- mælalaust rétt og jákvæð þróun. Til að tryggja sem mestan ræktunar- árangur er mikilsvert að hefja mikla notkun úrvalsgripanna strax og þeir finnast. Omsjáin á enn að geta auð- veldað okkur þessa leit að ungum úrvalsgripum. Til að tryggja góðan árangur þess skiptir t.d. máli að nokkuð almenn þátttaka verði í því formi afkvæmasýninga á hrútum sem byrjað var að vinna eftir á síðasta hausti og þá var kynnt hér í blaðinu. Með þessari breytingu í hrútavalinu verður hins vegar að búast við því að munur á milli hrúta á stöðvunum sem ærfeður geti á næstu árum orðið en meiri en verið hefur vegna þess að ekki liggja eins miklar upplýsingar að baki um þann þátt við val hrútanna á stöð eins og var meðan þeir voru eldri. Þegar á heildina er litið virðist samt allt benda til að hrútastofn stöðvanna sé nú öflugri en nokkru sinni. Það sem öðru fremur er ástæða til að benda á er að nú má flytja hrúta frá fjárræktarbúinu á Hesti að lokinni afkvæmarannsókn þeirra þar. Einnig hefur á tveim síðustu árum komið til notkunar á stöðvunum stærri hópur mjög álit- legra kollóttra hrúta en þar hefur verið að finna nokkru sinni áður. Veðurfar og lífsafkoma. Frh. afbls. 510. rétt að minna á það, sem mönnum hefur lærst á undanfömum áratugum, að hungursneyð verður ekki til frambúðar afstýrt með stórfellum flutn- ingi matvæla milli heimshluta. Hvert land eða landsvæði verður að tryggja eigin fæðuöflun. Þær þjóðir, sem treysta að verulegu leyti á heimsverslun til að sinna frumþörfum sínum fyrir fæðu, geta lent í meiri erfiðleikum en aðrar, ef uppskerubrestur verður. Ég tel einnig ástæðu til að víkja að því, að loftslagsbreytingar munu ekki síður hafa áhrif á náttúruleg vistkerfi en á landbúnað. Víða getur skort skilyrði til þess að þau aðlagist ört. Þannig er t.d. spáð stórfellum skógardauða. Reyndar er aðlögun skógræktar sérstaklega erfið, vegna þess hve tré eru lengi að vaxa. I Bretlandi er þegar farið að vara við því að gróðursetja sitkagreni, vegna þess að það muni ekki þrífast í hlýrra lofftslagi.“ Hér má bæta því við að í erlendum búnaðar- blöðum er á þessu sumri víða fjallað um slæm áhrif hita og þurrka á gróður. Þannig var í finnska blaðinu Landsbygdens Folk greint frá því á forsíðu hinn 5. ágúst sl. að víða þar í landi væri nú enga beit að hafa fyrir mjólkurkýr, fyrri sláttur væri í húsi en síðari sláttur biði haustsins, ef þá yrði eitthvað að slá. Að mörgu er að hyggja og þótt hagur íslenskra bænda sé erfiður má hið sama einnig segja um stéttarbræður þeirra víða erlendis. Ef þurrkar í Evrópu í ár eru forboðar um aukinn gróður- húsaáhrif á andrúmslofti jarðar er hins vegar enn meira alvörumál á ferð. 15-16'94 - FREYR 529

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.