Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 26

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 26
Bœndur grœða landið Eftirfarandi ávap flutti Böðvar Jónsson, bóndi á Gautlöndum í Mývatnssveit á hátíðarfundi sem Áburðarverksmiðan efndi til hinn 5. júní sl. í tilefni af 40 ára afmœii verksmiðjunnar, en þar tók hann á móti gjafabréfi fyrir hönd íslenskra bœnda fyrir 250 tonnum af áburði til verkefnisins „Bœndur grœða landið Ágætu samkomugestir. Ég óska okkur öllum til hamingju á þessum hátíðisdegi. Ég vil lýsa einlægri gleði minni vegna þeirrar ákvörð- unar stjórnar Áburðarverksmiðju ríkisins og stjórnar Landsvirkjunar, að minnast 50 ára lýðveldis á Islandi með því að velja þennan fertugasta afmælisdag Áburðarverksmiðunnar til að kynna þá höfðinglegu ákvörðun, sem gjafabréfið segir til um. En í þeirri ákvörðun felst fram- lag 250 tonna af áburði til upp- græðslu á orfoka landi undir verkefnisheitinu „Bændur græða landið“. „Blessað veri grasið, sem blíðkar reiði sandsins, grasið, sem græðir jarðarmein" (Snorri Hjartarson). Við þetta tækifæri finnst mér við- eigandi að minnast á það farsæla samstarf um uppgræðslu heimalan- da, sem Landgræðsla ríkisns bauð bændum á uppfokasvæðum landsins vorið 1990, og hófst þá þegar. Samstarf þetta nýtur mikilla vin- sælda og virðingar allra, er að því koma, þó að þess hafi ekki verið getið sem skyldi t.d. f fjölmiðlum. í meginatriðum er samstarf á þann veg, að Landgræðslan hefur lagt fram áburð til uppgræðslunnar til helminga á móti viðkomandi bónda og þar að auki tekið þátt í flutnings- og dreifingarkostnaði. Landgræðsl- an leggur enn fremur til fræ, þar sem þess þarf við. Lagt hefur verið til að dreifa 6-8 pokum á ha, þegar um nýsáningu er að ræða, en 3-4 pokum á eldri uppgræðslum. Árlega er gerður samstarfssamningur um verkefnið. Árið 1993 gerðu 120 bændur slíka formlega samninga við Landgræðsl- una og landið, sem tekið var til upp- græðslu með þessum hætti, er a.m.k. 1000 ha. Fulltrúar Landgræðslunnar tjá mér, að áhugi bænda sé geysi- mikill, og mundi auðveldlega hægt að tvöfalda þátttökuna, ef fjármunir væru fyrir hendi. Enn fremur telja þeir, að víðast hvar hafi náðst mjög góður árangur og leggja áherslu á, að öll vinnubrögð bænda séu til fyrirmyndar. Með því rausnarlega framlagi til samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið", sem gjafabréfið greinir frá, verður trúlega hægt að tvöfalda, jafnvel þrefalda það landsvæði, sem tekið verður til uppgræðslu með þessum hætti, frá því sem nú er, eða úr 1000 ha í 2-3 þúsund ha. Þetta framlag markar því ný tímamót í uppgræðslustarfinu. Éyrir hönd landgræðslubænda veiti ég þessu dýrmæta framlagi viðtöku með miklu stolti og þakklæti. Ég mun afhenda land- græðslustjóra þetta gjafabréf og fela honum alla framkvæmd varðandi gjöfina. Böðvar Jónsson flytur ávarp sitt. Freys- mynd. Stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins og öðrum, þeim aðilum, sem styðja þetta verkefni, en þeir eru, eins og áður hefur komið fram hér í dag, Landsvirkjun, Landgræðsla ríkisins og Eimskipafélag Islands, þessum aðilum öllum flyt ég ómældar þakkir fyrir stuðning við þetta verkefni og það vinarþel til landsins, sem býr að baki gjöfinni. Hafið þið heiður og þökk að launum! í tilefni 40 ára afmælis Áburðar- verksmiðjunnar langar mig til að bæta hér við fáeinum orðum. Fyrsta vitneskja, sem ég veit um áburðarnotkun hér á landi, er síðan fyrir u.þ.b. 1000 árum, og þótt þá tíðum sæta, þegar sú fregn barst húsfreyjunni á Hlíðarenda í Fljóts- hlíð, með förukonum, komnum neð- an úr Landeyjum, að bóndinn á Bergþórshvoli bæri skarn á hóla til að auka grasvöxt. Þá varð Hallgerði húsfreyju að orði: „Misvitur er Njáll“ o.s.f. Þrátt fyrir þennan dóm Hallgerðar um Njál, þá hygg ég að hús- dýraáburði muni hafa verið dreift á hóla í einhverjum mæli, trúlega alla tíð síðan, og gefist vel við þeirra tíma aðstæður. Það þótti ekki síður tíðindum sæta fyrir jörðina og jarðarbúa þegar þessi mannvitsskapaði áburður kom til sögunnar. Þegar tókst að virkja náttúruna, sjálfri sér til viðhalds og uppbyggingar, að breyta efnum lofts og láðs í vaxtarörvandi vefni, áburð fyrir gróður jaðar. Með stofnun Áburðarverksmiðj- unnar hér í Gufunesi fyrir 40 árum hófst ræktunarbylting á íslandi. Því megum við aldrei gleyma. Bændur fundu, að með stofnun hennar var nýtt vor að hefjast í íslenskum land- búnaði. En byrjunarár verksmiðjunnar voru ekki hnökralaus. Eftirá að hyggja telst það þó ekki óeðlilegt. 530 FREYR- lS-16'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.