Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 28

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 28
Fóðurtegundir handa svfnum Pétur Sigtryggsson. Inngangur Hér á eftir verður reynt að gera grein fyrir helstu fóðurtegundunum sem notaðar eru handa svínum. Til hægðarauka er þessum fóðurtegund- um skipt í þrjá flokka; kornfóður, próteinfóður og annað fóður. Korn- fóðrið hefur yfirleitt lágt prótein- innihald. Próteinið í kornfóðri hefur einnig lágt líffræðilegt gildi. Af lífs- nauðsynlegum amínósýrum er það einkum lysín sem lítið er af í pró- teini kornfóðurs. Nota verður því þessa tvo flokka fóðurtegunda sam- an í fóðri svína. Til þess að geta borið saman fóð- urgildi mismunandi fóðurtegunda er nauðsynlegt að hafa ákveðna við- miðun varðandi orkugildi, eða ákveðna orkueiningu. Þessi orkuein- ing er norræna fóðureiningin (FE) sem byggð er á þeirri orku sem er í 1 kg af byggi með 85% þurrefni, eða í 850 g þurrefni byggs. 1 FE = 6,897 MJ eða 1650 kcal nettóorka. Fóðureining (FE) tilgreinir það magn fóðurtegunda sem gefur jafn- mikla virka orku og 1 kg af byggi með 85% þurrefni. Þar sem norræna fóðureiningin, eða FE, var upphaflega miðuð við jórturdýr, en ekki við einmaga dýr, kom fljótlega í Ijós að hún passaði ekki alls kostar fyrir svín. Það er einkum trénisríkar fóðurtegundir, svo sem klíð, gras, vothey, grasmjöl og ýmsir rótarávextir (kartöflur, róf- ur, næpur), sem hafa lægri meltan- leika hjá einmaga dýrum en jórtur- dýrum. Þess vegna var talið nauð- synlegt að hafa sérstaka orkuein- ingu, eða fóðureiningu, fyrir svín (FES). A sama hátt og norræna FE er miðað við þá orku sem jórturdýr fá úr 1 kg af byggi, er 1 FES einnig miðuð við þá orku sem svín fá úr 1 kg af byggi, þ.e.a.s. miðuð við I kg af byggi með 85% þurrefni, eða 850 g þurrefni byggs. 1 FEs = 7,719 MJ eða 1845 kcal nettóorka. Ef bornar eru saman norræna fóð- ureiningin (FE) og fóðureining fyrir svín (FES) sést munur milli þessara orkumatskerfa upp á 195 kcal nettó- orku í I kg af byggi eða 11,8%. Kornfóður: Bygg Bygg er sú korntegund sem reynst hefur best sem svínafóður. Helsti ókosturinn við bygg sem svínafóður er hið lága lysíninnihald. Bygg frá hinum ýmsu hlutum heims er mjög breytilegt að gæðum, þess vegna er nauðsynlegt að fóðursölufyrirtæki séu vel á verði í þessum efnum. Ef byggið er gott að gæðum þá er hægt að nota það sem einu korntegundina í fóðri eldissvína. I gyltufóðri er talið hagkvæmt að nota bygg allt að 90% af FES og allt að 70% af FES handa smágrísum og sláturgrísum. Bygg það sem notað hefur verið hér á landi undanfarin ár hefur að miklum hluta verið afhýtt og valsað. Þar er um að ræða trénissnauðari vöru en heilt bygg. Hafrar Hafrar eru trénisríkari og fiturfkari en hinar korntegundirnar. Ekki er talið heppilegt að hafrar séu meira en 20% af kornfóðrinu handa eldisgrísum. Komið hefur í ljós að mikið magn af höfrum í fóðri eldis- grísa hefur óheppileg áhrif á fituna og dregur úr átlyst grísanna. Þar sem hafrar eru trénisríkir eru þeir hent- ugir í fóðurblöndur handa gyltum. Einnig eru hafragrjón oft notuð í smágrísafóður einkum til að auka innihaldið af lífsnauðsynlegum fitusýrum. í gyltufóðri er talið að hægt sé að nota hafra allt upp í 80% af FES, 30% af FES handa smágrísum fram að 5 vikna aldri og 50% af FE^ handa smágrísum frá 5 vikna aldri og sláturgrísum. Hveiti Hveiti er gott fóður handa svínum. Hveiti er orkuríkt, lystugt og með lágt trénisinnihald og er þess vegna hentugt í fóðurblöndur, einkum handa smágrísum og sláturgrísum. Varað er við að nota fínmalað hveiti handa svínum. Hveiti hefur aðeins minna af lysín í en bygg. Þar sem trénisinnihald hveitis er lágt geta komið fram melt- ingartruflanir ef notað er mikið af hveiti í fóðurblöndur. I gyltufóðri má hveiti vera allt að 50% af FES og allt að 70% af FES í fóðri smágrísa og sláturgrísa. Hveitiklíð Hveitiklíð er gott svínafóður. Hveitiklíð er trefjaríkt og þess vegna hentugt með fínmöluðu og trefjalitlu korni. Hveitiklíð hefur hátt fosfórin- nihald og er auðugt að B- vítamínum. í gyltufóðri er talið að hægt sé að nota hveitiklíð allt upp í 20% af FES, allt að 10% af FES handa smágrísum fram að 5 vikna aldri, allt að 20% af FES handa smá- grísum 5 vikna og eldri og allt að 20% af FES handa sláturgrísum. Rúgur Rúgur er ágætt svínafóður ef hann er óskemmdur. Rúgur er aðallega framleiddur sem brauðkorn og úr- gangurinn, sem oft er mjög lélegur að gæðum, er seldur til fóðurs. Hafa verður í huga að í rúgi er lítið af amínósýrum og B-vítamínum. í fóðri gylta getur óskemmdur rúgur verið allt að 30% af FES, allt að 20% af FES handa smágrísum og sláturgrísum fram að 40 kg þyngd og allt að 40% af FES handa slátur- grísum yfir 40 kg þyngd. Maís Maís hefur lægra líffræðilegt gildi en hinar korntegundirnar vegna þess að í maís er minna af amínósýrunum lysín og tryptófan. Tilraunir hafa sýnt að nota má maís sem einu korn- tegundina í fóðri eldissvína, ef gefin er aukaskammtur af próteini til þess að bæta upp hið lága innihald maís- ins af áðurnefndum amínósýrum. Maís inniheldur lítið af tréni og er því auðmeltanlegur. Maísinn inni- 532 FREYR- 15-16'9«

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.