Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 30

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 30
allt að 15% af FES í fóðri smágrísa frá 3 til 5 vikna aldurs. Sólblómamjöl Sólblómamjöl er aukaafurð frá framleiðslu á sólblómaolíu. Sól- blómamjöl hefur mikið af trefjum og þar af leiðandi góð áhrif á meltinguna. Mjölið inniheldur lítið af amínósýrunum lysín og treonín en hins vegar mikið af amínósýrunni methionín. Ekki er talið ráðlegt að gefa smágrísum yngri en 3-ja vikna sólblómamjöl vegna hins háa trefja- innihalds. I fóðri handa gyltum má vera allt að 15% af FEss af sól- blómamjöli, allt að 5% af FES handa smágrísum eldri en 5 vikna, allt að 10% af FES handa sláturgrísum undir 40 kg þyngd og allt að 15% af FES handa sláturgrísum yfir 40 kg þyngd. Rapsmjöl Rapsmjöl og rapskökur eru aukaafurð frá framleiðslu á rapsolíu. I rapsmjöli á fitumagnið að vera minna en 3% af þurrefninu, en í rapskökum á fitumagnið að vera minnst 3% af þurrefninu. Rapskökur hafa hátt trénisinnihald, eða ca 12%, en lítið af amínósýrunni lysín. Fyrir 5-10 árum var raps, eða smjörkál, almennt talið óhæft handa svínum, vegna þess að þær tegundir sem þá voru ræktaðar innihéldu tals- vert magn af glúkósíðum, tannín og erucasýru, sem draga úr vexti og átlyst grísa. Nú er að mestu leyti ræktaðar tegundir af rapsi, eða smjörkáli, sem innihalda lítið sem ekkert af áðurnefndum efnum og búast má við að notkun á rapsmjöli og rapskökum aukist mikið erlendis á næstu árum. Kókoskökur Kókoskökur er aukaafurð frá framleiðslu á olíu úr kókoshnetu- kjörnum. í kókoskökum á hráfitan að vera minnst 11% af þurrefninu. Meltanleiki hrápróteins í kókoskök- um er lítill en trénisinnihaldið er mikið. Kókoskökur hafa lága J-tölu, eða fitu með lítið af ómettuðum fitu- sýrum, þar af leiðandi auka kókos- kökur gæði fitunnar. í fóðri handa gyltum má vera allt að 20% af FES kókoskökur, allt að 5% af FES handa smágrísum 5 vikna og eldri og allt að 10% af FES handa sláturgrísum. Undanrenna og áfir Þetta eru líkar fóðurtegundir, aðal- munurinn sá að áfimar hafa nokkru meiri fitu en minni mjólkursykur og prótein. Mönnum hættir oft við að ofmeta fóðurgildi nýmjólkur en van- meta fóðurgildi undanrennu og áfa. Raunin er þó sú að áfir og undan- renna eru síst verra fóður, því að nýmjólkin hefur aðeins mjólkurfeit- ina fram yfir. Mesta fóðurgildi mjólkur og mjólkurafurða liggur í próteininu og steinefnum. Undan- renna er eitt allra besta svínafóður sem þekkist. Undanrenna er auð- meltanleg og bragðgóð og eykur mjög ályst svínanna. Undanrennan er próteinrík og próteinið er í hæsta gæðaflokki hvað varðar lífsnauðsyn- legar amínósýrur. Auk þess er mikið magn af nauðsynlegustu steinefnun- um og vatnuppleysanlegum vítamín- unum, einkum ríbóflavín í undan- rennu. Ef þurrefnisinnihald undan- rennu er 8,7% þá þarf 8,7 kg af undanrennu í hverja FES. Ef undan- renna er notuð sem svínafóður er nauðsynlegt að setja í hana mjólk- ursýrugerla til þess að koma í veg fyrir að hún verði blásúr. Blásúr undanrenna virkar sem eitur á smá- grísi og veldur niðurgangi og öðrum meltingartruflunum hjá eldisgrísum og gyltum. Reynslan hefur sýnt að grísir sem fá aðeins 1 kg af undan- rennu á dag þrífast og dafna betur en ella, sérstaklega þar sem aðbúnaður og húsakynni eru léleg. Ef hægt er að fá undanrennu á hagstæðu verði þá er vel forsvaranlegt að gefa eld- issvínum 2,5-3 kg, fangfullum gylt- um 2-3 kg og gyltum með smágrís- um 6-9 kg á dag. Undanrennuduft Undanrennuduft er eitt besta próteinfóður sem völ er á. Einkum handa smágrísum og eldissvínum fyrri hluta eldisskeiðsins. Undan- rennuduft inniheldur ca 30% hrá- prótein, þannig að ca 100 g af undanrennudufti hefur sama næring- argildi og 1 kg af undanrennu. Ef undan- rennuduft fæst á hagstæðu verði þá má undanrennuduft vera allt að 25% af FES handa gyltum, smágrísum og sláturgrísum Mysa Mysan er þurrefnasnautt fóður og við venjulegar aðstæður er þurrefn- 534 FREYR- 15-16'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.