Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 31

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 31
Tafla 1. Fita (% af þurrefni) og J-tala helstu fóðurtegunda. Fóðurtegund Fita, % af þurrefni Joð-tala_ Fóðurtegundir Fita % af Þurrefni Joð-tala Dýrafita 100.0 65 Bygg 3,3 120 Blönduð fita 100,0 65 Hafrar 4,4 110 Svínafita 100,0 61 Hveiti 2,7 105 Jurtafita og olía 100,0 110 Hveitiklíð 4,2 105 Fiskimjöl 9,3 159 Kókoskökur 12,0 10 Kjötbeinmjöl 11,0 63 Maís 4,5 120 Rapsmjöl 1,9 116 Maísglútenfóður 4,3 120 Undanrennuduft 0,5 34 Míló, dúrra 3,5 115 Sojabaunir 20,8 130 Palmolíukökur 9,5 20 Sojamjöl 2,2 130 Rúgur 1,8 105 Sólblómamjöl 2,4 130 Baunir 1,5 130 Heimild: "Foderstoffer til svin”, bls 7.3, Landsutvalget for svin, 1991. isinnihald mysu aðeins 5%. Pró- teinið í mysu er í mjög háum gæðaflokki hvað varðar innihald af lífsnauðsynlegum amínósýrum og einnig er mysan auðug af B-víta- mínunum ríbóflavín og pantóten- sýru, sem eru mjög verðmæt efni sérstaklega fyrir smágrísi og eld- issvín. Ef þurrefnisinnihald mysunnar er 5% þá þarf 20,0 kg af mysu í 1 FES. Vegna þess hversu þurrefnissnauð mysan er, verður öll notkun hennar sem fóður mjög dýr, nema því aðeins að svínabúið sé staðsett nálægt mjólkurbúi. Mysuna er hægt að nota bæði súrsaða og í fersku formi. Ef súrsa á mysuna, sem er sjálfsögð varúðarráðstöfun ef gefið er mikið magn, þá er talið nægilegt að blanda 1-2 lítrum af maurasýru í eitt tonn af mysu. Hægt er að auka þurrefnisinnihald mysunnar úr 5% í um 20-25% með svokallaðri öfugri ósmósu-aðferð og er sú aðferð tiltölulega ódýr. Ef auka á þurrefnisinnihald mysunnar meira en 20-25% verður að gera það með eimingu, eða þurrkun, sem er mjög orkufrek aðferð og varla hagkvæm til framleiðslu á dýrafóðri, nema við sérstakar aðstæður. Ef flutningskostnaður og annar kostnaður við að nota mysu sem fóður er lágur, iðað við verð á fóður- blöndum, þá má mysa vera allt að 25% af FES handa fangfullum gylt- um, allt að 15% af FES handa gylt- um á mjólkurskeiðinu, allt að 10% af FES handa smágrísum frá 5 vikna aldri, allt að 15% af FES handa slát- urgrísum undir 40 kg þyngd og allt að 25% af FES handa sláturgrísum yfir 40 kg þyngd. Rétt er að taka skýrt fram að svín sem fóðruð eru á mysu verða að hafa frjálsan aðgang að vatni. Ýmsar fóðurtegundir Fóðurfita A síðari áratugum hefur notkun á dýrafitu og jurtafitu stóraukist við gerð fóðurblanda handa svínum þar sem fitan er góður orkugjafi og eykur átlyst og vöxt smágrísa og slátursvína. Samsetning fitusýra og magn ómettaðra fitusýra er mjög breytilegt í hinum ýmsu tegundum fóðurfitu. Nauðsynlegt er að vera á varðbergi gagnvart fóðurfitu með miklu magni af ómettuðum fitusýrum þar sem þær geta haft áhrif á bragðgæði afurðanna. Svokölluð J-tala er notuð sem mælikvarði um magn ómettaðra sýra í fitu, en J-talan sýnir hve mörg grömm af joði bindast 100 g af fitu. Því hærri sem J-talan er því meira er af ómettuðum fitusýrum í fitunni. J-talan má ekki vera hærri en 65- 70 í fitu sláturgrísa því annars getur gæði og geymsluþol afurðanna rým- að. Til þess að koma í veg fyrir rýmandi gæði og geymsluþol af- urðanna ber að forðast mikið magn af fitu með háa J-tölu. í dýrafitu er mest af palmitínsýru, stearinsýru og olíusýru, eða allt að 80-85%, og J-talan er oftast á bilinu 40-60%. í tólg af nautgripum er J- talan á bilinu 32-47, svínafeiti á bil- inu 46-66 og í mjólkurfitu á bilinu 32-42. Jurtafita inniheldur oftast minna af palmitinsýru og meira af línolsýru og línolensýru en dýrafita. Línolsýra og línolensýra eru ómettaðar og geta þar af leiðandi haft áhrif á bragð- gæði afurðanna og leitt til þess að fitan verður lin og slepjuleg. J-talan í jarðhnetuolíu er á bilinu 85-98 og í bómullarfræolíu er J-talan 103-111. Fita fiska og sjávarspendýra inni- heldur mjög mikið af ómettuðum sýrum og er þar af leiðandi óhæf sem fóðurfita handa svínum. Þorskalýsi hefur J-tölu á bilinu 130- 150 og hvallýsi á bilinu 110-150. 1 Danmörku er eftirfarandi fóður- fita á markaðnum: 1. „Teknisk svinefedt“ - hrein svínafita, gott fóður handa svínum, en tiltölulega dýr. 2. „Teknisk animalsk fedt“ - fram- leidd úr fitu og sláturhúsaúrgangi nautgripa, svína og kjúklinga, gott fóður handa svínum. 3. „Blandet fedt/Restfedt“ - jurta- fita ásamt úrgangsdýrafitu frá fitusýruframleiðslu, misjöfn að gæðum, ódýrt fóður en áhættu- samt. 4. „Vegatabilsk fedt“ - margar teg- undir jurtafitu allt frá rapsolíu til sojaolíu, mjög misjafnar að gæð- um. Orkuinnihald áðumefndar fóður- fitu: „Teknisk svinefedt“- 3,18 FEs/kg - fitusýruprósenta 91. „Teknisk animalskfedt“ - 3,06 FEs/kg - fitusýruprósenta 88. „Blandet fedt/Restfedt“ - 2,94 FEs/kg - fitusýruprósenta 85. „Vegatabilsk fedt“ - 3,26 FEs/kg - fitusýruprósenta 93. Meltanleikarannsóknir á fóðurfitu með misjafna fitusýrusamsetningu hafa sýnt að hægt er að reikna út orkuinnihaldið með eftirfarandi for- múlu: FEs/kg fitu = 2,94 + 0,04 (fitusýruprósenta 85). I „Teknisk svinefedt“ er fitusýru- prósentan 91 og FE$/kg 3,18, eða: FEs/kg fitu = 2,94 + 0,04 (91-85) = 2,94 + 0,04 x 6 = 29,94 + 0,24 = 3,18 FEs/kg. Þegar keypt er fóðurfita af óþekkt- um uppruna verður fitusýruprósent- an að vera tilgreind til þess að hægt sé að reikna orkuinnihaldið, eða FEs/kg fóðurfítu. Þeir svínabændur sem blanda fóð- 15-16'94-FREYR 535

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.