Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 33

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 33
auðugt af vítamínum og steinefnum. Nýslegið gras, velverkað hey og vothey er einnig mjög gott fóður handa mjólkandi gyltum. Mikilvægt er að einungis sé notað snemmslegið og næringarríkt gras í vothey sem nota á handa svínum. Gyltum á meðgöngutíma og fullorðnum göl- tum má auðveldlega gefa 6-7 kg af góðu votheyi eða nýslegnu grasi á dag. Ekki er talið ráðlegt að gefa gyltum, sem smágrísir ganga undir, meir en 3-4 kg af góðu votheyi eða nýslegnu grasi á dag, því þá er næringarþörfin oft mikil miðuð við átlyst og stærð gyltunnar. Ekki er mælt með að gefa slátugrísum vot- hey eða nýslegið gras vegna lit- breytinga á fitunni. Gott vothey eða nýslegið gras má vera allt að 50- 70% af FES handa fangfullum gylt- um og allt að 10-15% af FES handa gyltum, sem grísir ganga undir. Grasmjöl Grasmjöl úr snemmslegnu grasi I MOLfíR | Stór svínabú í ES Svínabúum í löndum Evrópusam- bandsins fækkar á sama tíma og þau stækka. í Danmörk eru 43% svína- búanna með yfir 1000 ásetningsdýr. í Hollandi er þetta hlutfall 45%, Belgíu 46%, Bretlandi 71%, Portú- gal 38%,^ Spáni 46%, Grikklandi 53% og í Ítalíu 64%. Það er fyrst og fremst í Þýskalandi sem svínabúin eru smá, en þar eru einungis 9% búanna með yfir 1000 svín. Ástæða þess að þar í landi eru bújarðir að jafnaði litlar er sú að byggðin er víða í litlum þorpum sem eiga land allt í kring. Talið er að samkeppnis- staða þýskra svínabúa muni versna á næstu árum af þessum sökum. Hollendingar kaupa jarðir í Danmörku Árið 1993 keyptu hollenskir ríkis- borgarar 50 jarðir í Danmörku, 30 ha eða stærri. Það er einkum jarðir þar sem aðstaða er til nautgripa- ræktar, sem eru eftirsóttar. Ástæðan fyrir þessum kaupum er einkum sú að bújarðir, þ.e. bæði landverð og verð á byggingum, er lægri í Dan- mörku en Hollandi. inniheldur mikið af karótíni, E-víta- mínum og B-vítamínum. Trénisinni- hald er allhátt og fer að sjálfsögðu eftir þroskastigi grasanna. Grasmjöl er ekki eins mikilvægt í fóðurblönd- ur og áður þar sem tekist hefur að framleiða flest öll vítamín í efna- verksmiðjum á ódýran hátt. Mikið magn af grasmjöli í fóðri getur haft áhrif á lit fitunnar þannig að hún verður dökkgul. En með hliðsjón af því hve trénissnauð komvara (maísgrits, afhýtt bygg) er, er vel athugandi að nota gott grasmjöl að hluta í fóðurblöndur til að tryggja heilbrigða meltingarstarfsemi. Gott grasmjöl má vera allt að 10% af FES handa gyltum. Túnbeit Víða erlendis er gyltum beitt á meðgöngutímanum. Hæfilegt er tal- ið að gefa gyltum 1/2-1 kg af fóður- blöndu með beitinni ef nóg er af ungu og næringarmiklu grasi. í stað fóðurblöndu má alveg eins gefa gyltunni með beitinni 2-4 kg af soðnum kartöflum, ásamt 50-100 g af góðu fiskimjöli á dag. Komið hefur í ljós að gyltur sem gengið hafa á beit eru hraustari en þær sem hafa verið inni allt sumarið. Ekki er talið ráðlegt að beita gyltunum fyrr en 1 til 2 vikur eru liðnar frá fang- degi. Athuganir hafa sýnt að frjóvguð egg festast ekki í legi gylt- unnar fyrr en 1-2 vikur eru liðnar frá fangdegi og þess vegna er mikilvægt að gyltur verði ekki fyrir neinu óþarfa hnjaski á þessu tímabili. I stað beitar má allt eins gefa gyltun- um 5-6 kg af grænfóðri eða 6-7 kg af velverkuðu votheyi. Heimildir: 1) Ökonomisk svineforing 1987. 2) Driftsledel.se 1 Svineholdet 2: Foder, Landsudvalget for svin, DS 1992. 3) Formidler og Forkonserverving, Knut Breirem og Thor Homb 1970. 4) Foderstoffer til svin, Landsutvalget for svin 1991. í hestvagni á hringferð um landið Ovenjulega sjón bar jyrir augu 22. maí sl. á þjóðveginum í Holtum í Rangárvalla- sýslu þegar blaðamaður Freys ók þar um: Tveir menn í hestvagni með íslenskum hestum fyrir. Þarna voru á ferð þjóðverjar tveir, Dieter H. Kolb, tannlœknir og fé- lagi hans á ferðalagi í kringum landið. Ferð þeirra lauk á landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum og kvað tannlœknirinn ferðina hafa gengið mjög vel í alla staði. Freysmynd JJ.D. 15-16*94 - FREYR 537

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.