Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 35

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 35
Frá Stéttarsambandi bœnda í maímánuði sl. voru samþykkt á Alþingi ný lyfjalög sem reynast hafa í för með sér verulega þrengingu á heimild dýralækna til lyfjasölu. Nokkur umræða hefur orðið um þetta mál og vill Stéttarsamband bænda að gefnu tilefni gera grein fyrir afskiptum sínum af því. Frumvarp til nýrra lyfjalaga var sent Stéttarsambandinu til umsagnar í marsmánuði sl. og var lagt fram á stjórnarfundi 23. mars. í umsögn Stéttarsambandsins um 20. og 21. grein frumvarpsins segir: „1 20. gr. kemur fram að engiim megi stunda lyfsölit nema að hafa til þess leyfi ráðherra. Eitt af skil- yrðum þeim sem sett eru til að fá lyf- söluleyfi er að viðkomandi Itafi starfað sem lyfjafrœðingur í a.m.k. þrjú ár Hliðstœtt ákvœði kemurfram í 21. grein þar sem kveðið er á um að dýralœknar megi ekki vera eigend- ur, lilutliafar eða starfsmenn lyfja- húða. Ef þessi ákvœði þýða að dýra- lœknar komi ekki lengur til með að hafa leyft til að selja lyf beint til hœnda eins og verið hefur til þessa, þá vill Stéttarsamhand hœnda mót- mcela þeirri skipan mála“. í viðtölum við þingmenn á meðan umfjöllun um málið fór fram á Al- bændum á víðum beitilöndum. Hver veit nema með og jafnvel í stað aldagamalla eyrnamarka komi ör- merkingar fjárins, sem tengdar ger- fitunglum og nútíma staðsetn- ingartækni, megi nota til þess að fylgjast með hverri einustu kind. Við það kynnu að opnast ýmsir möguleikar, m.a.: - nákvæmlega er vitað hvar féð heldur sig hverju sinni; - fylgjast má með beitarálagi og hlutast til um landnýtingu; - smalamir og eftirleit yrðu til muna auðveldari; - létta mætti fjárrag og sundur- drátt með vélvæddum búnaði... Talsmenn opinbers eftirlits kynnu einnig að gleðjast, því nú mætti frá sölu dýralyfja þingi var fullyrt að ekki stæði til að breyta gildandi fyrirkomulagi varð- andi sölu dýralyfja. í byrjun júní, eftir aðlögin höfðu verið samþykkt ræddi undrritaður við yfirdýralækni og kom þá enn fram sama túlkun og fyrr að um óbreytt ástand væri að ræða. I bréfi Heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins dags. 29. júní sl. þar sem svarað er fyrirspum Dýra- læknafélags Islands um það hvemig túlka beri ákvæði hinna nýsam- þykktu laga kemur hins vegar eftir- farandi fram: „Dýralœknar geta framvegis afhcnt gegn gjaldi öll dýralyf skv. ofangreindum reglum. Með lyfja- afhendingu er átt við nauðsynlegt magn af lyfjum til að mœta með- ferðarþörf þar til tök eru á að út- vega lyfí lyfjahúð". Þegar þessi túlkun lá fyrir ritaði Stéttarsambandið Heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis eftirfarandi bréf (dags. 30. júnf)- „Heilbrigðis- og Trygginganefnd Alþingis bt. Gunnlaugs Stefánssonar, for- manns Þórhamri 150 Reykjavík. Stéttarsamband hœnda hefurfeng- ið í liendur túlkun Heilbrigðis- og einum stað á landinu fylgjast með öllum fjárstofni landsmanna og hrossum líka, því sömu tækni mætti vafalítið nota á þau. Með þessari nýju fjárgæslutækni hefði Bjartur í Sumarhúsum getað sparað sér langa haustgöngu eftir henni Gullbrá hér um árið og vel má vera að Steingrímur Thorsteinsson hefði hagað smalavísu sinni ögn öðruvísi en hann gerði: Ut um grœna grundu gakktu hjörðin mín; yndi vorsins undu ég skal gceta þín: Horfi á skjáinn hljóða; hugarrór ég verð: - gervitunglið góða greinir hvert þúferð ... tryggingaráðuneytisins á ákvœðum 30. greinar nýsamþykktra lyfjalaga að því er varðar sölu dýralyfja. Samkvœmt túlkun ráðuneytisins geta dýralœknar framvegis einungis selt lyf til þess að mœta meðferð- arþörf þar til tök eru á að útvega lyf í lyfjahúð. Hér er um mjög mikla þrengingu að rœða þar sem dýralœknar hafa getað selt bœndum lyf vegna framhaldsmeðferðar að lokinni að- gerð og vegna fyrirbyggjandi að- gerða. Við meðferð málsins á Alþingi sl. vetur var fullyrt að hin nýju ákvæði þýddu óhreytt ástand livað þetta varðar og kemur því túlkun ráðu- neytisins mjög á óvart. Stéttarsamhand bœnda telur þá hreytingu sem túlkun Heilhrigðis- og tryggingaráðuneytisins mun hafa í för með sér með öllu óviðunandi fyrir bcendur. Mikið óhagrœði fylgir því að þurfa að sœkja öll lyf til fram- haldsmeðferðar og fyrirbyggjandi aðgerða í lyfjahúð og í nokkrum landshlutum er slík þjónusta ekki fyrir hendi. Stéttarsamhandið telur að það fyrirkomulag sem gilt hefur í þessum efnum hafi reynst vel og eigi þátt í því að lyfjanotkun í land- búnaði er minni hér en víða annars staðar. Veruleg hœtta er á því að hreytt fyrirkomulag valdi því að los komist á eftirlit með lyfjanotkun og notkun lyfja sem seld eru án lyfseðla aukist. Stéttarsamhandið skorar á hœst- virta Heilhrigðis- og trygginganefnd að heita sérfyrir þeim hreytingum á nefndum ákvœðum lyfjalaga að öllu tvímœli séu tekin af um að dýra- lœknar geti áfram veitt hœndum sömu þjónustu og verið hefur." A fundi stjórnar Stéttarsambands bænda 20. júlí sl. var samþykkt að ræða málið við Heilbrigðisráðherra og hafa samráð við Dýralæknafélag Islands urn frekari aðgerðir. 25. júlí 1994, Hákon Sigurgrímsson. 15-16'94-FREYR 539

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.