Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 7

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 7
Hugmyndirnar fœðast ekki síður í fámenninu Elín Antonsdóttir markaðsfrœðingur í viðtali við Frey Elín Antonsdóttir er œttuð frá Dalvík og er búin að vinna hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar í þrjú ár, hún var ráðin þar fyrst í sérstakt verkefni sem ráðgjafi kvenna í atvinnusköpun. Hún fór í nám í markaðsfræði til Bandaríkjanna á dálítió óvenjulegum tíma, miðað við almennt ferli í námi. Þegar hún var þrítug, tók hún stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri. Næstu árin var hún hér heima á Islandi, meðal annars við kennslu, en fór síðan til Bandaríkjanna og lauk BS prófi í markaðsfræðum frá University of North-Carolina. Svo hélt hún heim til Islands. - Eg hélt að ég mundi ekki vera lengi að fá vinnu, segir Elín, og á námstímanum var ég að reyna að heimfæra námið upp á íslenskar aðstæður. En svo gekk það ekki upp, ekki hér fyrir norðan, en ég vil helst ekki vera annarsstaðar. Ég kenndi því hér einn vetur í 10. bekk í Glerárskóla. Síðan gerist það að hér var sótt um styrk til þess að aðstoða konur. Aðdragandinn að því var sá að hér hafði verið haldið námskeið í atvinnusköpun á vegum verkefnisins „Brjótum múrana“, og þá var farið að kanna hvemig konum gengi. Þær kvörtuðu helst undan því að markaðsmálin væm sér erfið. Þess vegna kom upp sú hugmynd að ráða hér ráðgjafa til starfa í markaðsmálum, og Iðnþróunarfélagið sótti um styrk í Jóhönnusjóðinn. Hvaða sjóður er það? Það er sjóður sem Jóhanna Siguróar- dóttir, félagsmálaráðherra stofnsetti fyrir konur á landsbyggðinni meó 15 milljón króna framlagi frá ríkinu. Þannig kom þetta til. Ég var kona og hafði lært mark- aðsfræði og mér bauðst þessi vinna og þetta tímabundna verkefni sem átti að standa í sex mánuði. Og hér sit ég enn eftir tæp þrjú ár. A þessum tíma hef ég verið með fleiri verkefni, m.a. verið verkefnisstjóri við átaksverkefni og er að ljúka því núna. Fyrir hvaða svœði? Það er fyrir fjóra hreppa, það er Eyja- fjarðarsveitin og svo hreppamir héma austan við sem einnig em á starfsvæði Iðnþróunarfélagsins; Svalbarðsstrandar-, Grýtubakka- og Hálshreppur. Því verkefni lauk í lok maí, en ég er ráðin hér áfram í vinnu hjá Iðnþróunarfélaginu. Hvaða viðfangsefni hefa verið efst á baugi? Ég hef mikið verið að vinna með fólki í sveitum, og sannast sagna er, að þó að ráðgjafahlutverki mínu við konur sé form- lega lokið þá hef ég verió í því allan tímann. Ráðgjöf við konur hefur alltaf verið mikill hluti af mínu starfi; það er Elín Antonsdóttir. Freysmynd. 17'94 - FREYR 551

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.