Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 8

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 8
leitað mikið til mín og það er hringt til mín hvaðanæva af landinu. Það virðist fljótt myndast tengsl meðal kvenna í þessum hópum sjálfbjargarviðleitni sem ég vil kalla svo. Þær vita fjótlega hver af annari. Amaldur M. Bjamason, fyrrverandi atvinnumálafulltrúi bændasamtakanna, byrjaði í sínu starfi um svipað leyti og ég í mínu, og við höfum alla tíð átt mjög gott samstarf. Það hefur verið mér stuðningur og hefur orðið til þess aó ég hef beint starfskröftum mínum út í sveitimar, en að sjálfsögðu hef ég unnið með fyrirtækjum bæði kvenna og karla hér í þéttbýlinu. Getur þú sagt eitthvað frá þeim fyrirtœkjum og verkefnum? Já, ég hef t.d. unnió af og til með Draumableiuna hjá henni Hugrúnu Marinósdóttur á Dalvík og það fyrirtæki er að komast í mjög góðan farveg. Hún hefur verið mjög dugleg og þolgóð í sínu starfi og það er farið að skila góðum árangri. Eg hef unnið á annað ár með fyrirtæki hérna á Hauganesi sem fór að framleiða saltfisk og selja í neytendapakkningum. Það gen- gur mjög vel, og nú er verið að þreifa fyrir sér með útflutning. Þar hafa þrjár konur verið að vinna við pökkun. Ég hef líka af og til unnið með Leðuriðjunni Tem á Grenivík. Þar er verið að gera skemmtile- ga hluti. Tera hefur verið að reyna að koma framleiðslu sinni á markað fyrir sunnan, þar em meiri möguleikar og stærri markaður. Svo hef ég verið í sambandi við átaksverkefnin, t.d. þróunarverkefni í vistvænni ræktun á kartöflum í Grýtubakkahreppi og Hálshreppi Kort af byggðum svœðum við Eyjafjörð. Svarf- aðardalur sést ógreinilega vegna galla í myndinni. Samstarfshópurinn Kaðlín á Húsavík framleiðir m.a. íslenska þjóðbúninga. Elín Antonsdóttir tók þessa og nœstu tvœr myndir á hand- verkssýningunni á Hrafnagili í sumar. Er mikil eftirspurn eftir þeim kartöflum hér? Já, þær hafa selst ágætlega; þetta er verkefni til reynslu. Hvaða aðferðum er beitt við þá rœktun? Það er mikið dregið úr notkun tilbúins áburðar en búfjáráburður notaður í staðinn og kartöflumar em ekki úðaðar eftir að þær hafa verið teknar upp. Alls vinna sjö bændur að þessu á vegum átaks- verkefnisins. Einn hópurinn í átaksverkefninu hefur verið að athuga möguleika á bleikjueldi úti í Grýtubakkahreppi í landi jarðarinnar Grýtubakka. Þar er heit uppspretta og á rennur þar skammt frá og eftir því sem sérfræðingar segja er þar rétti hallinn og að mörgu leyti óska aðstaða fyrir bleikju- eldi. Við gemm okkur vonir um að geta komið þama af stað bleikjueldi til reynslu til þess að sjá hvort unnt sé að stunda hana þama að marki. Hlutverk Þróunarsetursins héma frammi á Laugalandi er að aðstoða fólk sem vill fara út í handverk og smáiðnað. Fólk getur fengið þar aðstöðu til þess að vinna upp fmmhugmyndir og fengið ýmiss konar hjálp í byrjun. En það er erfitt að segja til um hvort eitthvað af því verður langlíft eða ekki. Það er aukin aðsókn þangað. Þróunarsetrið hefur starfað skamma hríð, þaó var farið að undirbúa starfið þar um áramót. Við höfum fengið styrk úr Jóhönnusjóðnum og líka úr 60 milljóna Kvennasjóðnum í fyrra og einnig frá styrk frá Framleiðnisjóði í stofnbúnað. Rekur Iðnþróunarfélagið Þróunarsetrið? Já. Er það ekki nokkuð dýrt? Þegar sparsamar konur eiga í hlut er margt hægt að gera. Reksturinn er erfiður eins og er en við væntum þess að sú starf- semi geti staðið undir sér í framtíðinni. En það er spuming um að Þróunarsetrinu verði gefinn tími til að koma undir sig fótunum. Mér finnst líka að þess megi geta að þær tvær handverkssýningar sem hafa verið haldnar hér við miklar vinsældir hafa verið haldnar á vegum átaksverkefnisins Vaka. Getur þú sagt nánar frá þeim? Það var haldin sýning bæði í fyrra og sl. vor þar sem íslenskt handverksfólk kom saman og sýndi og seldi vömr sínar. Og það kom allstaðar af landinu. 552 FREYR- 17'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.