Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 14

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 14
Tafla 7. Meðalþungi og þyngdarbreytingar lembdra og geldra gemlinga, kg. Þungi, kg Þyngdarbreytingar,. kg Tala 25/9 22/10 20/11 9/1 17/2 23/3 23/4 25/9- 22/10 22/10- 20/11 20/11- 9/1 9/1- 17/2 17/2- 23/3 23/3- 23/4 25/9- 23/4 Valdir 45 41,5 43,9 43,4 46,1 52,6 59,0 63,5 2,4 -0,5 2,7 6,5 6,4 4,5 22,0 Afkvæmar 33 37,9 41,0 40,7 43,0 48,0 54,8 60,3 3,1 0,3 2,3 5,0 6,8 5,5 22,4 Blendingar 36 37,0 40,2 40,9 42,9 49,5 54,8 60,4 3,2 0,7 2,0 6,6 5,3 5,6 23,4 Kollóttir 8 39,2 42,0 39,6 43,0 49,0 54,1 59,2 2,8 -2,4 3,4 6,0 5,1 5,1 20,0 Kindurnar komar í nýju fjárhúsin á Hesti á fjórða í jólum 1993. Ljósm. Ingi Garóar. komu út, töðu að vild og 300 g af hráprótínblöndu. Um mánaðamót maí-júní var allri gjöf hætt enda kominn nægur gróður á túnum. Taðan sem gefin var gemling- unum var gæðamikil og lystug. Meðalleifar yfir veturinn voru 13,9% og hefur því meðalát geml- inganna verið 1,25 kg af töðu á dag, sem er 0,20 kg meira át á gemling en sl. vetur. í septemberlok var meðalþungi 140 lambgimbra 39,0 kg, sem er 2.6 kg meiri þungi en ásetningsgimbr- anna haustið áður. Á haustbeitinni þyngdust gimbrarlömbin um 2,8 kg, stóðu í.stað, eins og oft áður, fyrsta ntánuðinn eftir hýsingu, en þyngdust um rúm tvö kíló í desember til fengitímaloka, eftir að hafa lært átið og náð sér eftir rúninginn í október- lok. Frá áramótun til maívigtunar þyngdust lembdu gimbrarnar jafnt og þétt og yfir veturinn nam þyng- ing þeirra 22,4 kg, sem er 0,6 kg minni þynging en veturinn áður. Geldu gimbrarnar þyngdust um 17,6 kg að meðaltali á sama tíma. Reynslan á Hesti hefur sýnt að þyngdarbreytingar eftir áramót gefa nokkra vísbendingu um, hvaða gemlingar hafa fest fang og hverjir ekki, og við marsvigtun (um 20. mars) má segja, með miklum líkum, að sá gemlingur, sem ekki hefur þyngst um 5 kg eða meira frá áramótum, sé geldur. Alls festu fang 123 gemlingar af þeim 138, sem lifandi voru í byrjun sauðburðar, eða 89,0%. Einn geml- ingur lét einu fóstri. Af þeim 122 gemlingum sem báru, voru 50 tvílembdir (41,0%) og 72 (59,0%) einlentbdir. Alls fæddust því 172 lömb eða 1,41 lamb á gemling sem bar, en 1,25 lamb á hvem gemling. sem lifandi var í byrjun sauðburðar. Fyrir rúning misfórust 29 lömb, þar af fæddust 7 dauð, 3 dóu í fæð- ingu og 19 drápust á húsi og eftir að þau komu út. Á heimtur vantaði alls 14 lömb, og var vitað um afdrif 5 þeirra, en 9 hurfu sporlaust. Alls misfórust 43 lömb eða 25,0%. Meðalfæðingarþungi gemlings- lambanna var sem hér segir (sviga- tölurfrá 1992): 44 tvíl. hrútar 56 tvíl gimbrar 35 einl. hnítar 37 einl.gimbrar 2,69 kg (2,84 kg) 2,67 kg (2,57 kg) 3,29 kg (3,68 kg) 3,24 kg (3,48 kg) Lömbin voru nú fædd léttari en sl. vor enda þótt þynging gemlinganna væri nærfellt sú sama þessa tvo vetur, en rétt er að benda á að nú í vetur þyngdust gemlingamir um einu kílói minna síðustu 6 vikumar fyrir burð og er það líklegasta skýr- ingin á þessum mismun fæðing- arþungans. Vöxtur lamba, afurðir gem- linganna og sumarslátrun. Vöxtur heilbrigðra gemlingslamba var í heild góður og jafn yfir sumarið, einkum þeirra, sem gengu á tjalli og nam vaxtarhraði þeirra 251 g/dag frá fæðingu til hausts að meðaltali, en þeirra, sem heima voru 220 g/dag. Til haustvigtunar komu 129 lömb undan gemlingum. Eitt gemlings- lamb var sett á heima, 18 voru vanin undir ær og 15 lömbum fargað í sumarslátrun 13. ágúst. Þungi 96 lamba á fæti, sem gengu undir geml- ingum til haustvigtunar reyndist 34,1 kg til jafnaðar og lögðu þau sig (95) með 14,0 kg meðalfalli. Lömb, sem gengu á fjalli og var slátrað í fyrstu slátrun, lögðu sig með 0,96 kg Frh. á hls. 582. 558 FREYR- 17'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.