Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 15

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 15
23. Internorden 1994 Fundur um sauðfjárrœkt á Norðurlöndum Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur Dagana 6.-8. júlí sl. funduðu norrœnir sauðfjárrœktarráðunautar og fleira áhugafólk um sauðfjár- og geitfjárrœkt í Þórshöfn í Fœreyjum. Var það í fyrsta skiptið sem slíkur fundur var haldinn þar. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson. Ágœt fundarsókn. Fundarsókn var meiri en nokkru sinni áður, 50 manns auk nokkurra maka þátttakenda. Auk ráðunauta voru þama rannsóknarmenn, bænda- skólakennarar, dýralæknar og bænd- ur, flestir frá Noregi og Færeyjum, og nú kom í fyrsta skipti fulltrúi frá Grænlandi. Frá íslandi voru auk greinarhöfundar þau Jóhannes Rík- harðsson ráðunautur í Skagafirði, Ólöf Björg Einarsdóttir kennari á Hvanneyri og Stefán Sch. Thor- steinsson tilraunastjóri á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Fund- urinn var haldinn í íþróttasal Lýðháskólans í Þórshöfn og í heimsvist skólans voru flestir þátt- takendumir í fæði og húsnæði. Reyndar var fundurinn settur með ræðu landbúnaðarráðherra Færeyja, Bergs Jacobsen, í hinu vistlega Norræna húsi í Þórshöfn, og þar voru haldin yfirlitserindi fyrsta daginn. Þar hafði verið sett upp fróðleg sýning á margvíslegum ullarvörum og heimilisiðnaði og um kvöldið sóttum við færeyska menn- ingarvöku með fjölbreyttu efni. Allt skipulag fundarins var til sóma en það hvíldi mest á Áma T. Brattaberg, bónda á Suðurey, en honum til aðstoðar var Trygve Skjevdal landsráðunautur Norð- manna í sauðfjár- og geitfjárrækt sem hefur verið formaður INTER- NORDEN samstarfsins um nokk- urra ára skeið. Þess má geta að bún- aðarmálastjóri Færeyja, Jóannes Dalsgarð sat fundinn. Staða sauðfjárrœktarinnar. í yfirlitserindum koma fram marg- víslegar upplýsingar um fjárbúskap- inn í öllum aðildarlöndum INTER- NORDEN sem eru Danmörk, Finn- land, Færeyjar, Grænland, Island, Noregur og Svíþjóð. Það féll í minn hlut að greina frá stöðunni hér á landi. Lagði ég áherslu á samdrátt- inn í sauðfjárframleiðslunni hér og þann byggðavanda sem steðjar að, gaf yfirlit yfir kvótakerfið, markaðsmálin og kynbótastarfið, og vék nokkuð að öðrum þáttum svo sem rannsóknar- og þróunar- verkefnum í sauðfjárrækt, útrým- ingu riðuveiki og geitfjáreign í land- inu. Staðan í hinum ýmsu löndum er mjög breytileg. Minnst er kinda- kjötsneyslan í Finnlandi, um 0,3 kg en mest á íslandi um 32 kg á mann, svipuð og í Færeyjum. Aðeins íslendingar og Norðmenn hafa fram- leitt meira en nemur þörfum innan- landsmarkaðar. Aðeins ísland flytur út kindakjöt því að Norðmenn hafa náð jafnvægi á milli framleiðslu og innanlandssölu vegna aukinnar neyslu síðust árin, reikna jafnvel með minni háttar innflutningi í ár. í öllum hinum löndunum er tölu- verður innflutningur kindakjöts, m.a. frá íslandi. Hvað ull og gærur varðar er markaðsstaðan erfið í öllum löndunum. Þó má geta þess að Finnar hafa áhuga á að fjölga mislitu fé, einkum mórauðu. Norð- menn viku að hugsanlegum áhrifum aðildar að Evrópusambandinu sem Lýðháskóli Fœreyja í Þórhöfn þar sem 23. INTERNOKDEN fundurinn var haldinn. (Ljósm. Ólafur R. Dýrmundsson). 17'94 -FREYR 559

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.