Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 16

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 16
A höfðubóliiui Kirkjubæ. Fremst á myndinni er reykstofan, 900 ára gamalt bjálka- hús, þar sem þátttakendur fengu að borða ýmiss konar fœreyskan mat, jvo sem skerpikjöt, rúllupylsu, og harðfisk. Við sjóinn sést endurbyggð Olafskirkja sem vígð varfyrir nær 900 árum. (Ljósm. Ólafur R. Dýrmundsson). Við fjárhúsin í Kirkjubœ. Talin frá vinstri: Jóhannes Ríkharðsson, Ólöf Björg Einarsdóttir, Sverri Patursson kóngshóndi í Kirkjuhæ, Stefán Sch. Thorsteinsson og Tórður Patursson, sonur Sverris. Þeir feðgar eru búfræðingarfrá Hvanneyri. (Ljósm. Ótafur R. Dýrmundsson). I fjárhúsunum í Kirkjubœ. Þau eru byggð að íslenskri fyrirmynd en atlar milligerðir með hliðum eru stáleiningar frá Noregi. Undir húsunum er vélgengur kjallari, í hlöðunni er súgþurrkun, í enda hennar er eldhús og herbergi sem nýtast vel á sauðburði en í kjallara undir hlöðu er ágæt aðstaða til heimaslátrunar. (Ljósm. Olafur R. Dýrmundsson). myndi rýra stórlega tekjur sauðfjár- bænda og þó væri reiknað með að sú búgrein yrði í sterkari stöðu en aðrar búfjárgreinar þar í landi ef til aðildar kæmi. í árslok 1993 var fjárfjöldi á Norðurlöndum sem hér segir: Danmörk Finnland Færeyjar Grænland ísland Noregur Svíþjóð 74.000 79.000 70.000 16.200 489.000 1.092.000 205.000 Samtals 2.025.000 Staða geitfjárrœktarinnar. Fram til þessa hefur einkum verið um að ræða geitfjárrækt í Noregi, aðallega til mjólkurframleiðslu og ostagerðar. Þar eru nú 63.000 mjólkurgeitur, meðalársnyt er um 550 kg og á liðnu ári voru framleidd 8600 tonn af geitaostum. Geitum hefur fjölgað mikið í Danmörku síðustu árin og eru þær orðnar á 9. þúsund að tölu, bæði mjólkur- og móhairgeitur. Móhairgeitur eru klipptar tvisvar á ári og er einnig áhugi á þeim í Noregi og jafnvel víðar. Á öðrum Norðurlöndum er lítil sem engin geitfjárrækt nema helst í Finnlandi. í október verður haldið norrænt námskeið um geit- fjárækt í Árósum í Danmörku og getum við útvegað upplýsingar um það sé þeirra óskað. Verndun erfðaefnis. Að morgni annars dags var fjallað um verndun og notagildi fomra nor- rænna sauðfjár- og geitfjárkynja. Þau er að finna í öllum löndunum, eru vel aðlöguð náttúrulegum að- stæðum og því ákjósanlegur efnivið- ur í lífrænan og vistvænan land- búnað sem nú er að eflast á Norð- urlöndum og víðar. Vikið var að ýmsum afurðaeiginleikum, svo sem frjósemi, og útlitseinkennum á borð við fjölbreytni í litum. í stuttu erindi sagði ég frá íslensku geitfé og forystufé og sýndi nokkrar myndir til skýringar. Forystueiginleikarnir vöktu mikla athygli en þess má geta að ekki eru til skráðar heimildir um sérstakan stofn forystufjár annars staðar í heiminum en á íslandi, eftir því sem best er vitað. Það telst að sjálfsögðu til náttúruvemdar að 560 FREYR - 17'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.