Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 17

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 17
Færeyskur lambhrútur í grösugum högum sem einkenna eyjarnar þótt vt'ða séu þœr hrjóstugar. Reyndar er flest féð mislitt, mikið um flekkótt, svart, grátt og mórautt, mikil litafjölbreytni líkt og hér á landi. (Ljósm. Björn Sörensen). Hin vinalega byggð í Mykjunesi, mörg húsanna með torfþökum eins og algengt er í Fœreyjum. í hlíðunum hafa verið rœktuð tún en að öðru leyti er eyjan nýtt til fjár- beitar. (Ljósm. Asmundur Poulsen). varðveita gömul búfjárkyn og sér- stæða eiginleika og hefur auk þess menningarsögulegt gildi. Ómsjármœlingar. All mörg erindi voru flutt um kyn- bætur sauðfjár í hinum ýmsum aðildarlöndum. Verið er að efla skýrsluhald og skráningu upplýsinga um afurðasemi fjárins. Nýlega fóru Norðmenn að beita BLUP kynbóta- mati í fjárræktinni og gefur það góða raun. Þar í landi er talið að of mikil áhersla á lífþunga fjárins við úrval hafi leitt til þess að ærnar séu orðnar óþarflega stórar og þungar. Nú skal leggja rfkari áherslu á móðureiginleika á borð við frjósemi og mjólkurlagni og halda þunganum í skefjum eða jafnvel draga úr honum. Mikið var fjallað um kjöt- gæði og kjötmat líkt og á fundinum 1992 (sjá Frey 20. tbl. 1992, bls. 792-795). Þar bar hæst erindi um þá ágætu reynslu sem fengist hefur af notkun ómsjáa en mælingar með þeim hafa verið all víðtækar um nokkurra ára skeið, ekki síst hér á landi. Stefán Scheving flutti erindi um þær niðurstöður sem hann hafði samið í samvinnu við þau Jóhannes og Ólöfu Björgu en öll hafa þau góða þekkingu og mikla reynslu á þessu sviði. I umræðum um túlkun niðurstaðna frá hinum ýmsu löndum kom fram ágætt samræmi. Sér- staklega var mikið líkt með rann- sóknum Ólafar Bjargar og sænsku rannsóknunum. Var það almennt álit að mikils mætti vænta af notkun ómsjáa í rannsókna- og leiðbein- ingarstarfi við að bæta kjötgæði í samræmi við óskir neytenda. í sátt við náttúruna. í ýmsum erindum og umræðum á fundinum kom fram sú skoðun að sauðfjár- og geitfjárrækt á Norður- löndum væru þær búgreinar sem í flestu tilliti væru stundaðar í sátt við náttúruna. Leggja ætti áherslu á að gera þær sem vistvænstar og fram- leiða aðeins hágæðaafurðir án hor- móna og lyfja. Svíar töluðu um „náttúruvemdarbeit- en þar í landi fá fjárbændur veglega styrki fyrir að beita fé sínu á ákveðin landsvæði til þess að viðhalda æskilegu gróðurfari samkvæmt áætlunum vistfræðinga. I þessu sambandi var rætt um menn- ingarlandslag og atvinnu í sveitum, svo sem í tengslum við heimilis- iðnað með ull. Fjárbúskapur í Fœreyjum. Sauðfjáreign er mjög almenn í Færeyjum bæði í sveitum og bæjum. Sauðfjárrækt hefur alltaf verið mik- ilvæg atvinnugrein á eyjunum. Féð er af sama norræna stofninum og hið íslenska, margt mislitt, hrútarnir hymdir en flestar æmar kollóttar. Féð er smávaxnara og grófbyggðara en hið íslenska. Víða gefur að líta fé á beit, sums staðar er greinileg ofbeit enda algengt að fé gangi úti eða liggi við opið og er þá lítið gefið. I viðtölum við bændur og ráðunauta kom fram að þeir sem hafa bætt fóðrun og meðferð fái meira tvílembt og þannig sé unnt að auka afurðasemi fjárins verulega. Þeir töldu ráðlegt að fækka fénu nokkuð og auka frjósemi til þess að auka afurðasemina. Við heimsóttum tvö bú þar sem byggð hafa verið ágæt fjárhús, 220 kinda hjá Sverri Patursson í Kirkjubæ og 150 kinda hjá Dánjal Joensen í Kjalnesi. Þeir og fjölskyldur þeirra sýndu okkur mikla gestrisni. Allt fé er eyrnamark- að líkt og hér á landi og eru marka- heitin annað hvort sömu eða svipuð þeim íslensku enda af sama uppruna. Athygli vekur að í Fær- eyjum eru engin viðurkennd sauð- fjársláturhús. Slátrun fer því fram heima og er mest af framleiðslunni þurrkað sem skerpikjöt. Slátur og innmatur er vel nýtt, ekki síður en hér á landi. í lok fundarins var farið með okkur í nokkurra klukkustunda siglingu á kútter út á Vestmanna- sund, norðvestantil á eyjunum, og þaðan til afskekktrar eyju, Mykju- ness. Náttúrufegurð er víða mikil, Frh. á bls. 583. 17'94 - FREYR 561

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.