Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 20

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 20
Lcmdnýting og landgrœðslustörf bœnda Böðvar Jónsson, Gautlöndum Erindi flutt á „Ráðstefnu um landgrœðslu á 50 ára afmœli lýðveldisins", sem haldin var á Selfossi 12. febrúar 1994 Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og aðrir ráðstefnugestir. í þeirri miklu umræðu, sem fram hefur farið á síðustu árum, um landeyðingu og gróðurvemd á Is- landi, hefur það verið alláberandi, að landnýting og gróðurvernd væri stillt upp sem andstæðum. Það er skoðun mín, að það sé engu né engum til framdráttar og slíkt beri umfram allt að forðast. Bændasamfélagið á íslandi gerði sér snemma ljóst hversu mikilvægt beitilandið var fyrir lífsafkomu fólksins í landinu. Menn festu augun á skipulegri nýtingu þess, með því að setja reglur sem miðuðu að jafn- vægi í milli ágengni og aðgæslu á landkostum. Við nútímamenn höf- um ekki borið gæfu til að tengja sauðfjárframleiðslurétt jarða beint við hæfi þeirra til sauðfjárbúskarpar. E.t.v. á það eftir að breytast og hafa einhver áhrif á gróðurfar landsins. Á ýmsum vettvangi fara nú fram umræður um landeyðingu af völdum manna og dýra, en það mætti einnig verða mörgum íhugunarefni, hvað veðráttan hefur mikil áhrif á gróður- far og jarðvegseyðingu. Vissulega er það skylda okkar allra að kunna að bregðast við þeim vanda hverju sinni. Langt frammi á öldum og fram- undir okkar tíma var veruleg stjórn á beitamýtingu hverrar jarðar. Á sumrin, með því að hafa í seljum, þar sem landkostir voru bestir, á vetrum með útbeit frá beitarhúsum fjarri bæjum. Ýmsar jarðrir voru svo ríkar af landi og landkostum að þær gátu leigt selstöðu og koma þar toll- ur fyrir. í Jónsbók, Grágás og víðar má finna mikinn fróðleik um þetta efni. Þar kemur m.a. fram, að ekki var gert ráð fyrir því að málnytju- peningur væri rekinn í afrétt. Þar mátti ekki hafa sel og ekki heyja. Ekki mátti heldur reka svín í afrétt. Þar er einnig að finna reglur um upprekstarrétt, sem ennþá er að mestu óbreyttur. Þar er upprekstr- artími ákveðinn í 8. viku sumars, þ.e. 12. júní, en færðist í 10. viku eða um 26. júní, trúlega vegna lag- færinga á tímatali eftir 1281, og þá var skylda að reka í miðjan afrétt. Þær reglur gilda ennþá. Þegar talið var í afrétt, virðist rétt- ur hvers bónda frá upphafi hafa miðast við dýrleik jarðar, sem byggðist langmest á landstærð og hlunnindum. Fjáreigendum var bein- línis skylt að reka í afrétt í 10. viku sumars og losa heimalöndin þannig við geldfé, eins og upprekstrarréttur hverrar jarðar sagði til um þegar ítala fór fram, og það án tillits til eignarhalds á afrétti. Þetta var gert til þess að málnytjupeningur sæti Böðvar Jónsson. sem mest og best að kostum heima- landsins yfir sumartímann. Enn- fremur átti að vera búið að taka fé úr afrétt þegar fjórar vikur lifðu sum- ars, eða um 20. september. Fyrstu umræðu um fjölda fjár í sumarhögum heyrði ég sem drengur upp úr 1930. Þá skrifaði bóndinn í Hörgsdal á Mývatnsheiði bréf til hreppsnefndar Skútustaðahrepps, þar sem hann kynnti skoðanir sínar um það, hvað ein ær með Iambi þyrfti stórt sumargönguland til fullra afurða. Með tilkomu ráfmagnsgirðing- anna, á seinni árum, hefur reynst mun auðveldara fyrir jarðeigendur að girða heimalöndin og með því ráða beitarálagi og allri meðferð landsins, enda hafa ýmsir gert það með góðum árangri. Kem ég þá að reynslu minni í þeim efnum. Árið 1978 girti ég aust- asta hluta heimalandsins. Þetta afgirta land er rúmir 3 km2, eða um 300 ha. Af því er um fjórðungur uppblásnir melar. Árið 1978 hófum við að bera búfjáráburð og heymoð í vegasár og rofabörð í þessu landi og, í framhaldi af því, á þá örfoka mela, sem styst var til. Með tilkomu stórvirkari tækja hefur tekist að bera búfjáráburð á 25-30 ha. Árið 1978 var byrjað að bera áburð (tilbúinn) á þá mela, sem fjær liggja, einnig var sáldrað við og við yfir búfjáráburð- arsvæðin. Uppblásna landið tekur vel við áburðargjöf og þarf lítillar sáningar við. Augljóst er þó að land- ið, sem búfjáráburð fær, klæðist mun fyrr þéttum gróðri. Nýting þessa lands fer fram með þeim hætti, að það er notað um tíma á vorin fyrir hluta lambánna, þeirra er fyrst bera þegar þær fara úr húsi, 564 FREYR - 17'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.