Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 27

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 27
Þrír varafulltrúar, talin frá frá vinstri: Ólafur Eggertsson, Berunesi, S.-Múl.; Ragnar Guömundsson, Brjánslœk, V.-Barö. og Sigurlaug Gissurardóttir, Arbœ, Mýrum, A.-Skaft. sveitum séu að öllum bændum sé gert skylt að taka þátt í starfseminni. Þá tillögu treystir nefndin sér hins vegar ekki til að leggja fram og telur ekki ástæðu til að hafa sérstök lög um starfsemi sem hægt er að segja sig frá. Nefndin leggur því til að lögin um forfallaþjónustu í sveitum verði felld úr gildi. Þessi niðurstaða kallar á það að skoðað verði hvort og þá með hvaða hætti megi fella forfallaþjónustu að afleysingakerfi með frjálsri aðild bænda og/eða einstakra búgreina. Ég tel afar mikilvægt fyrir framtíð landbúnaðarins að þeir sem við hann starfa eigi kost á aðstoð í veikinda- og slysatilfellum og að þeir sem bundnir eru við búfjárhirðingu og önnur fastbundin störf eigi kost á afleysingum vegna orlofs og reglu- bundinna frídaga. Það mun í fram- tíðinni verða ákveðnum greinum landbúnaðarins fjötur um fót ef ekki tekst að leysa þessi mál og losa um þá miklu bindingu sem fylgir bú- fjárhirðingu o.fl. störfum í landbún- aðinum. Ef til vill er fyrirmyndar- innar að leita í því skipulagi af- leysingahringja sem kúabændur hafa byggt upp að undanfömu. Stofnlán í landbúnaði. Á síðasta aðalfundi var frestað afgreiðslu tillagna um hækkun á vöxtum Stofnlánadeildar landbúnað- arins, helmings lækkun á gjaldtöku til deildarinnar og fleiri málum sem hana snerta. Landbúnaðarráðherra skipaði í febrúar sl. þriggja manna nefnd til þess að gera úttekt á stöðu Stofnlánadeildar, en hún hefur ekki enn lokið störfum. Afstaða stjórnar Stéttarsambands- ins til þessa máls er óbreytt; að óeðlilegt sé í því rekstrarumhverfi sem landbúnaðurinn nú býr við að halda óbreyttu því fyrirkomulagi á niðurgreiðslu vaxta sem nú er. Ég tel hins vegar að það geti verið eðli- legt að greiða niður bústofnskaupa- lán og jarðakaupalán enda séu þau til langs tíma. En ég vil undirstrika það að markmið með tilfærslu fjár- muna verða ávallt að vera mjög skýr. Sú vaxtalækkun sem orðið hefur í þjóðfélaginu að undanförnu veldur því að vextif stofnlána í landbúnaði eru nú einir þeir hæstu í landinu þegar allir þættir málsins eru skoð- aðir. Þannig getur þetta ekki gengið áfram. Ég tel að þetta mál þurfi á ný að taka til skoðunar af fyllsta raunsæi. Atvinnuleysisbœtur fyrir bœndur. Lög um atvinnuleysisbætur sjálf- stætt starfandi einstaklinga tóku gildi 1. október 1993. Hörð gagnrýni kom fram á það hversu þröngt bótarétturinn var skil- greindur í reglugerð við lögin. Ein- ungis var um almenn ákvæði að ræða, en engin sérákvæði voru fyrir bændur. Samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í febrúarmánuði sl. höfðu þá innan við 20 bændur sótt um atvinnuleysisbætur og mjög fáir fengið jákvæða afgreiðslu. Svipað var að segja um aðra hópa sjálfstætt starfandi, svo sem vörubifreiðastjóra og trillusjómenn. í lok maímánaðar var síðan gefin út ný reglugerð. Þar eru ýmis ákvæði rýmkuð nokkuð frá því sem áður var og virðast sum þeirra geta aukið möguleika bænda á því að fá atvinnuleysisbætur. Stéttarsambandið hefur lagt áherslu á þá sérstöðu landbúnaðarins að at- vinnuleysi bænda er að stórum hluta í þvf fólgið að vegna samdráttar í framleiðslu eru bændur bundnir yfir of smáum framleiðslueiningum til þess að þær geti skapað þeim full- nægjandi vinnu og tekjur. Það sem áður nægði tveimur til framfæris dugir nú í sumum tilfellum vart fyrir einn. Það, hvemig þetta er metið, er samkvæmt hinum nýju ákvæðum á valdi stjómar Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs ásamt fjölmörgum öðrum atriðum sem snerta mat á bótarétti. Reynslan ein mun skera úr um það hvemig þessi nýju ákvæði duga bændum. I umræðum um atvinnuleysisbæt- ur hafa komið fram vangaveltur um það hvort aðrar leiðir en hefðbundn- ar atvinnuleysisbætur séu hugsan- lega færar að því er bændur varðar. Ljóst er að fallandi atvinnustig í landbúnaði er ekki að öllu leyti mælanlegt með sömu aðferðum og gert er á almennum vinnumarkaði. Ég er ekki í vafa um það að fljót- virkasta leiðin til þess að lyfta at- 17'94-FREYR 571

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.