Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 28

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 28
vinnustiginu í sauðfjárræktinni er eitthvert form á stuðningi við út- flutning á dilkakjöti. Skilaverð til bænda fyrir útflutt dilkakjöt er á þessu verðlagsári að meðaltali um 150 krónur á kg. Takist að þoka verðinu enn frekar upp og draga jafnframt úr kostnaði við slátrun og sölu þarf tiltölulega lítinn hvata til þess að bændur geti litið á það sem raunhæfan kost að framleiða kjöt til útflutnings. Spuming er hvort atvinnuleysis- bætur í því formi væru ekki ein- faldasta og áhrifaríkasta leiðin og jafnframt sú ódýrasta. Stéttarsam- bandið hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðherra að Þjóðhags- stofnun verði falið að meta þjóð- hagslegt gildi slíkra hugmynda. Hótel Saga - Hótel ísland. Um miðjan ágúst keypti Hagatorg hf„ sem er dótturfyrirtæki Hótel Sögu, Hótel ísland. Hótel Saga hefur undanfarin þrjú ár séð um rekstur Hótel Islands fyrir Búnaðar- bankann og hefur það samstarf verið ótvíræður ávinningur fyrir Hótel Sögu. Kaupverð Hótel íslands er samtals 800 milljónir króna og er hluti lánsins afkomutengt víkjandi lán. Hótel Island verður rekið sem sjálfstæður lögaðili. Sem fyrr segir hefur samstarf hótelanna tveggja sl. þrjú ár verið báðum aðilum hagstætt. Það var skoðun stjómar Stéttarsambandsins að það væri hagstæðara fyrir Hótel Sögu að þetta samstarf héldi áfram í einhverju formi en að óskyldur aðili tæki við rekstri Hótel íslands. Staða landbúnaðarins. Á síðustu 15 árum hafa orðið miklar breytingar á stöðu landbún- aðarins og starfsumhverfi. Hröðust hefur þessi breyting orðið á síðustu fjórum til fimm árum og ætla ég að gera það tímabil sérstak- lega að umtalsefni hér. Þróun síðustu ára hefur bæði ljós- ar og dökkar hliðar. Jákvæðu hliðamar eru tvímæla- laust heilbrigðara efnahagsumhverfi og sá stöðugleiki í verðlagi sem ríkt hefur á þessum tíma. Á sama tíma og framfærsluvísitalan hefur hækk- að um 20 % hefur verð búvara til framleiðenda hækkað helmingi minna. Slíkan stöðugleika höfum við ekki séð í marga áratugi. Fyrir landbún- aðinn og aðra þá sem framleiða matvæli er festa og stöðugleiki í verðlagi ómetanlegur kostur. Sí- felldar verðbreytingar eins og við höfum þurft að búa við undanfarna áratugi valda óánægju og öryggis- leysi meðal neytenda og draga úr eftirspum til lengri tíma litið. Ljóst er að þessi þróun hefur átt verulegan þátt í þeirri verðhjöðnum sem hér hefur orðið á síðustu árum og mun hún auðvelda bændum að mæta umsaminni lækkun tollaígilda sem kveðið er á um í nýgerðum GATT-samningi. Ætti það að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra búvara í þeirri samkeppni sem framundan er. Eg hefi áður sagt að engin at- vinnugrein hafi tapað jafn miklu á óðaverðbólgunni og bændur. Búvör- urnar voru það sem síðast hækkaði í hringrás verðbólgunnar. Þar af leið- andi voru bændur alltaf á eftir með leiðréttingu á kostnaði sínum, þeim mun hærri sem verðbólgan var þeim mun meira varð frávikið hverju sinni. Verðhjöðnun og lækkun vaxta síðustu misserin hafa komið bænd- um til góða eins og öðrum sem atvinnurekstur stunda. Almennt hef- ur stöðugleiki í efnahagsumhverfinu eflt kostnaðarvitund og aukið raun- sæi gagnvart fjárfestingum. Ég vil einnig telja til jákvæðra þátta í þróun síðustu ára að aukin tengsl og samstarf við aðila vinnu- markaðarins og ýmsa fleiri aðila í þjóðfélaginu hafa rofið þá einangrun sem landbúnaðurinn var óneitanlega kominn í. Miklu fleiri áhrifaaðilar hafa nú innsýn í málefni landbún- aðarins en áður og gera sér grein fyrir hinu mikilvæga hlutverki hans í efnahagslífi þjóðarinnar. Þessa sjá- um við glögg merki í þjóðfélagsum- ræðunni. Neikvæðu hliðarnar á þróun lið- inna ára eru hins vegar ýmsar. Þar vegur auðvitað þyngst sam- dráttur í atvinnulífinu og það at- vinnuleysi sem nú blasir við. Sveitimar hafa ekki farið varhluta af þessari þróun sem komið hefur til viðbótar þeirri ntiklu skerðingu sem orðið hefur í sauðfjárræktinni. í kjölfar þessa hefur fylgt tekjutap og atvinnuleysi sem áður var nær óþekkt í sveitum. Því fylgir minna svigrúm í búrekstrinum sem leiðir til þess að eignir ganga úr sér til lengri tíma litið. Heilbrigðara efnahags- umhverfi. Þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem mætt hafa bændum á síðustu fjórum árum vegna aðlögunar að þrengri markaði álít ég að heilbrigðara efna- hagsumhverfi hafi mjög mikið mikið gildi fyrir landbúnaðinn. Reynslan sýnir að fólk í sveitum mætir þeirri stöðu sem upp er komin vegna þrengri atvinnumöguleika af miklu raunsæi. Um allt land eru í gangi atvinnuskapandi verkefni, jafnt á vegum sveitarfélaga, búnað- arfélaga, hópa og einstaklinga. í þessari þróun sjáurn við m.a. árang- ur af þeim fjármunum sem Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins hefur veitt til atvinnuuppbyggingar í sveit- um á undanfömum árum og því starfi sem atvinnufulltrúi Stéttar- sambandsins hefur unnið sl. 3'A ár. Mér fannst mikil upplifun að koma á handverkssýninguna sem haldin var á Hrafnagili í Eyjafirði í júní sl. Þar sýndi fólk úr öllum landshlutum handverk, jafnt nytja- muni sem listmuni. Það var mikil uppörvun að sjá hve mikið var þama af vönduðu handverki en ekki síður að kynnast þeim þrótti og bjartsýni sem einkenndi það fólk sem þama sýndi framleiðslu sína. Með starf- semi handverksfólksins hefur göml- um hefðum og handbragði verið lyft til vegs á ný og sköpuð skilyrði til þess að gera verðmæti úr ýmsu hrá- efni sem til fellur í landbúnaðinum og náttúrunni. Með þessu starfi hefur einnig verið bætt úr því smá- narlega ástandi sem ríkt hefur að undanförnu þegar ferðamönnum á íslandi eru boðnir til kaups minja- gripir sem framleiddir eru í Taivan og Hong Kong. Yfirleitt virðist mér að fólk í dreif- býli sé hvarvetna að leita fyrir sér um nýjar tekjuöflunarleiðir. Þetta er gleðilegur vottur um kjark og út- sjónarsemi bændafólks sem ekki lætur deigan síga þótt á móti blási. Framkvœmd búvöru- samningsins. Þegar rætt er um þróun síðustu 572 FREYR - 17'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.