Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 31

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 31
Fundarstjórar voru þeir Pétur Helgason, Hranastöðum t.v., og Eggert Pálsson á Kirkjulœk. Reglur um framkvæmd þessara ákvæða hafa enn ekki verið settar en miklar vonir eru bundnar við að þau geti orðið lyftistöng fyrir matvæla- iðnaðinn í landinu. Cohisionslistinn. Ekki verður skilist við EES-samn- inginn án þess að nefna tollfrjálsan innflutning blóma og grænmetis skv. svokölluðum Cohisionslista. Með tilkomu EES samningsins og þessa sérstaka samnings tengdum honum um tollfrjálsan innflutning garðyrkjuafurða, er garðyrkjan sett í beina samkeppni við tollfrjálsar erlendar vörur á ákveðnum tímum ársins. Þetta gerist á sama tíma og garðyrkjubændur hafa með notkun rafljósa og öðrum tækniframförum lengt nýtingartíma gróðurhúsanna og skapað þannig grundvöll til auk- innar hagkvæmni og lækkunar verðs. Því er Cohisionslistinn eins og hann lítur út í dag tímaskekkja og alvarleg ógnun við ylræktina í land- inu. Benda má á í þessu sambandi að um Cohisionslistann var samið til að örva hagvöxt á Spáni og í Portúgal og kvað hann á um að tollfríðindin væru einskorðuð við lönd Evrópu- bandalagsins. Hingað til hefur hins vegar nokkur hluti þeirra ylræktar- afurða sem fluttar eru til landsins í samkeppni við innlenda framleiðslu komið frá Columbíu og Marokkó. Cohisionslistinn er ekki hluti EES-samningsins heldur er hann tví- hliða samningur einstakra EFTA- landa við ESB. Það vekur athygli í þessu sam- bandi að aðrar Norðurlandaþjóðir innan EFTA sömdu ekki um toll- frjálsan innflutning helstu gróður- húsaafurða sinna í samningum við ESB, eins og gert var hérlendis. Þvert á móti var samið um aukna útflutningsmöguleika á grænmeti til ESB, svo sem í Noregi. í því sam- bandi er rétt að benda á að garð- yrkjubændur innan ESB njóta veru- legs stuðnings til rekstrar og fjár- festinga úr sjóðum Evrópubanda- lagsins. Það er þvi krafa Stéttarssambands bænda að stjórnvöld beiti sér fyrir nauðsynlegum aðgerðum til að bæta samkeppnisstöðu ylræktarinnar, þannig að greinin geti keppt við inn- fluttar vörur á eðlilegum grunni. Cohisionslistann þarf að taka upp, m.a. varðandi þau tímabil ársins sem tollfrjáls innflutningur er heimill. Ræða þarf upprunaákvæði Cohis- ionslistans. Ekki þarf nú að skila upprunavottorðum vegna sendinga sem eru að verðmæti undir ca. kr. 500.000. Þetta þýðir að ákvæðið er óvirkt, þvf að flestar sendingar sem til landsins koma eru undir þessari upphæð. Taka þarf upp ákvæði um gagn- kvæmni í Cohisionslistanum þar sem möguleikar kunna að vera á út- flutningi ómengaðs grænmetis til ESB svæðisins, m.a. til framleiðslu á bamamat. Gera má ráð fyrir að í kjölfar væntanlegrar inngöngu Norður- landaþjóðanna í Evrópusambandið hefjist viðræður milli íslands og ESB um framkvæmd EES-samn- ingsins og hugsanlega breytingu hans í tvíhliða samning. I því sambandi eru nokkur atriði sem snerta landbúnaðinn sem nauð- synlegt er að taka til skoðunar. * í fyrsta lagi að ákvæði í EFTA- samningnum um landbúnaðarvör- ur, m.a. um tollfrjálsan kvóta fyrir kindakjöt, flytjist yfir á ESB svæðið við væntanlega inngöngu EFTA-landa í ESB. í því sambandi þarf að ræða hækkun á hlutfalli fersks kjöts/ lifandi fjár sem nú má einungis vera 15% af innflutningskvótan- um í ESB * I öðru lagi að tollkvóti á hrossum í Svíþjóð færist yfir til ESB. Jafnframt þarf að reyna að lækka toll af hrossum í ESB sem nú er 25%. * í þriðja lagi þarf að ræða um framkvæmd bókunar III. Ekki hefur náðst samkomulag um ýmis atriði sem varða framkvæmd hennar eins og áður er bent á. EES og ESB. Sú pólitíska togstreita sem orðið hefur um framkvæmd EES-samn- ingsins og sú fjölmiðlaumræða sem henni fylgdi hefur án efa skaðað málstað landbúnaðarins og var vægast sagt lítillækkandi fyrir at- vinnuveginn í heild. Með tilliti til þess hvemig haldið hefur verið á málum landbúnaðarins í samningum við ESB hingað til tel ég einsýnt að bændasamtökin hljóti að krefjast þess að fá aðild að þess- 17'94-FREYR 575

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.