Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 38

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 38
þeim refsað fyrir brotið ef sannað er að þeir hafi van- rækt að koma í veg fyrir það. 22. gr. Um rannsókn og meðferð mála úr af brotum á lögum þesum fer samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. IX. KAFLI Gildistaka og stjórnvaldsfyrirmæli. 23. gr. Umhverfisráðherra setur reglugerðir samkvæmt lögum þessum enda séu þær í samræmi við milli- ríkjasamninga sem Island er aðili að. Reglugerðir og önnur stjómvaldsfyrirmæli um dýravernd, sem sett hafa verið fyrir gildisttöku laga þessara, halda gildi sínu að svo miklu leyti sem þau brjóta ekki í bága við lög þessi uns ný stjómvaldsfyrirmæli hafa verið sett. 24. gr. Lög þesi öðlast gildi 1. júlí 1994. Frá sama tíma falla úr gildi lög nr. 21/1957, um dýravemd, ásamt síðari breytingum. Gjört í Reykjavík, 16. mars 1994. Vigdís Finnbogadóttir (L.S.) Össur Skarphéðinsson Minna kjöt af fullorönu fé á innanlandsmarkað Frá Fjárrœktarbúinu á Hesti 1992-1993. Frh. afhls. 558. þyngra falli en þau, sem gengu í heimalandi, ýmist á ræktuðu eða í úthaga, yfir sumarið. í sumarslátrun var fargað alls 31 lambi, 15 undan gemlingum og 16 undan ám. Ærlömbin voru eingöngu einlembingar og tvílembingar, sem gengu einir undir. Gemlingslömbin, 10 hrútar og 5 gimbrar, voru 98 daga gömul að meðaltali, 13. ágúst, er þeim var lógað. Hrútamir vógu 33,9 kg á fæti og lögðu sig með 14,2 kg falli, en gimbramar 30,2 kg með 12,8 kg falli. Meðalaldur ærlamb- anna, 9 hrúta og 7 gimbra, var 92 dagar, og vógu hrútamir 34,7 kg á fæti og lögðu sig með 14,7 kg falli en gimbramar 34,1 kg með 14,3 kg falli. Vanhöld Af 492 ám tvævetur og eldri sem settar voru á haustið 1992, fórust 42 og af 140 ásetningsgimbrum fórust 6. Alls fórust því 48 ær og gemling- ar eða 7,6%. Orsakir vanhalda ánna var eftir bestu vitneskju: 5 vantaði á heimtur, úr vanþrifum drápust 2 úr fóstureitrun 5, óviss orsök 4, þarma- lömun 4, doði 2, afvelta voru 7, 4 kviðrifnuðu, 1 af burðarerfiðleikum, 9 ofaní og 4 af slysförum. Alls misfórust 173 lömb á búinu eða 17.8% sem er 6,2 prósentum meiri vanhöld en sl. ár. Ritað í júm' 1994. Samkvæmt reglugerð nr. 472/ 1994 sem landbúnaðarráðherra gaf út hinn 23. ágúst sl„ um breytingu á reglugerð nr. 397/1993 um greiðslu- mark sauðfjárafurða á lögbýlum og beinar greiðslur verðlagsárið 1994/ 1995 skal kjöt af dilkum og full- orðnu fé hafa sama vægi við út- reikning á nýtingu greiðslumarks. Haustið 1993 var hlutfallið hins vegar þannig að magn dilkakjöts var margfaldað með stuðlinum 1,03, en Minna borðað af kjöti Heildarkjötneysla á íbúa dróst saman á árunum 1987 til 1992 um 5.2 kfló. Mest munar um samdrátt í neyslu á dilkakjöti um 7 kg en neysla á svínakjöti hefur aukist um 3.2 kg. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu íslands frá 1990 eru 4,9% af útgjöldum heimilanna í landinu vegna kaupa á kjöti og kjötvörum. Þetta hlutfall hafði lækkað frá því sem fram kom í neyslukönnun sem gerð var frá miðju ári 1985 til miðs árs 1986, en þá var það 5,7%. Sömu sögu er að segja af mjólkurafurðum og eggjum en þar hafði hlutdeildin lækkað úr 4,5% í 4,3%. Árið 1990 voru að meðaltali 22,2% útgjalda vegna matvörukaupa en í fyrri magn kjöts af fullorðnu fé með stuðlinum 0,75. í ár verður m.ö.o. óhagstæðara að leggja inn kjöt af fullorðnu fé. Að baki þessarar reglugerðar- breytingar liggur það að erfiðlega gengur að selja innanlands allt það kjöt af fullorðnu fé sem fellur undir greiðslumark og hagstæðara er að fá inn meira dilkakjöt til innanlands- sölu, en flytja út meira af kjöti af fullorðnu fé á umsýslusamningi. neyslukönnun var þetta hlutfall 23,5%. Þegar skoðuð er þróun verðs nokkurra afurða og aðfanga á árabil- inu 1981 til 1992 kemur í ljós að verð á afurðum nautgripa og sauð- fjár hefur á seinni árum hækkað minna en framfærsluvísitalan. Meiri sveiflur virðast vera á verði veiga- mestu aðfanga s.s. kjamfóðurs og díselolíu en á afurðaverði, en verð á þessum aðföngum virðist þó lfkt og afurðaverðið hafa hækkað minna en framfærsluvísitalan. Dregið hefur úr notkun kjamfóðurs fyrir jórturdýr á síðastliðnum árum. Þá hefur allt kjamfóður fyrir jórturdýr verið framleitt innanlands síðan 1986. Mest af kjarnfóðri fyrir svín og alifugla er einnig blandað innan- lands. (Hagur landbúnaðarins) MOUM 582 FREYR - 17'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.