Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 39

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 39
Nýtt fyrirtœki flytur út œöardún Nýlega hóf fyritækið Atlantic Trading á íslandi hf. útflutning æð- ardúns en útflutningurinn er í sam- vinnu við markaðs- og sölufyrir- tækið Atlantic Trading S.á r.l. í Lúx- embúrg. Fyrirtækin ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en sala æð- ardúns, og þá sér í lagi útflutningur, hefur átt undir högg að sækja síðastliðin ár sem kunnugt er. Heildarútflutningur æðardúns hefur farið snarlega minnkandi, úr 2,5-3 tonnum þegar best var árin 1987-’90 niður í um 1,6 tonn árin 1991, 1992 og 1993. Margvíslegar kenningar eru á lofti um ástæður erfiðleikanna; efnahags- kreppa heimsins, erfiðari samkeppni við annan dún og önnur fyllingar- efni, ónógri áherslu á sölu- og mark- aðsmál o.fl. Líklegast má álykta að efnahagsástand heimsins valdi hér mestu um, svo og samverkun allra þessara þátta. Útflutingur æðardúns er vonandi á batavegi með batnandi efnahag en víða sjást jákvæð teikn um að svo sé. Frá því síðla árs 1993 hafa fyr- irtækin undirbúið útflutning æðar- dúns en á söluskrifstofu Atlantic Trading í Lúxembúrg starfa 2-3 manns við markaðssetningu fs- lenskra sjávar- og landbúnaðar- afurða. Markaðsstjóri Atlantic Trad- ing S. á r.l. er Gígja Birgisdóttir en hún útskrifaðist frá háskólanum í San Diego sem rekstrarfræðingur með markaðsfræði sem aðalfag. Æðarræktarbændur sem telja sig geta boðið fyrsta flokks æðardún, og hafa áhuga á að komast í viðskipti við þessi fyrirtæki, er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra þess hér á landi, Þórð Eyfjörð Hall- dórsson, á mánudögum á milli kl. 8:00-11:00 í síma 92-12200 og far- síma 989-60365. Einnig má skrifa til Atlantic Trading á íslandi hf„ Lang- holti 23, 230 Keflavík. (Fréttalilkynning) Fundur um sauðfjárrœkt á Norðurlöndum. Frh. afhls. 582. MOlflR Dýrt hvíldarland Ein af þeim leiðum sem notaðar eru til að draga úr búvörufram- leiðslu er að bændum er fyrirlagt að nýta ekki hluta af ökrum sínum. Þetta er m.a. gert í löndum ES. Það er hins vegar ekki gefið að láta land standa ónotað, eða hvfla það, eins og kallað er. Einkum er það dýrt fyrir danska bændur sem búa við ströng- ustu reglumar um meðferð slíks lands. Það kostar danska bændur að jafnaði dkr. 1.060 á hektara en breska og franska bændur dkr. 580 á ha. Skýringin á þessu er sú að í Danmörku er algjört bann við því að sprauta illgresiseyðingarefnum á þetta land, en í öðrum ES-löndum eru reglur ekki eins strangar. í Hollandi, Belgíu, Spáni, Frakklandi og Italíu eru engar hömlur á þessum efnum. Afleiðingin af þessu er sú að danskir bændur verða að sá grasfræi í hvíldarlandið og síðan að slá það allt upp í fjórum sinnum yfir sum- arið. I Bretlandi t.d. má sprauta og eftir það nægir einn sláttur. (Landsbladet) brött fjöll og hamrar í sjói fram og sauðfé á beit upp um allar hlíðar. Smalamennskur eru því erfiðar og jafnvel áhættusamar. í Mykjunesi var áður töluverð byggð. Nú sækja þangað ferðamenn, aðeins 12 manns eiga þar fasta búsetu og þar eru 1200 fjár. íbúum Færeyja fer fækk- andi, eru nú um 47.000, og atvinnu- leysi er um 20%. Mikil áhersla hefur verið lögð á að bæta samgöngur, m.a. með því að leggja ágæta vegi og grafa jarðgöng auk þess að við- halda samgöngum á sjó. Frá Reykja- víkurflugvelli er tveggja stunda flug til Vágaflugvallar en þaðan er tveggja stunda ferð með bílum og ferju til Þórshafnar á Straumey. Til Færeyja er gott að koma. Um leið og ég slæ botn í þennan pistil um vel heppnaðan fund um sauðfjárrækt á Norðurlöndum og Færeyjaferð, sem var í senn ánægju- leg og fróðleg, læt ég þess getið að 24. INTERNORDEN fundurinn verður haldinn í Danmörku sumarið 1996. Reykofnar Staðlaðir eða sérsmíðaðir Vandaðir íslenskir reykofnar fyrir kjöt og fisk, fáanlegir ýmist staðlaðir eða sérsmíðaðir. Ofnarnir eru þægilegir í uppsetningu og notkun. Kennsla og ráðgjöf ef óskað er. Hentar sérstaklega fyrir: Bændur - IHÐfitBÐfl- 6 Veiðifélög TRE.fi](tt>]ÓNUSTftN Fiskvinnslur vlw Þórir örn Garðarsson ‘ Laxak''ísl 3 110 Reykjavík • Sími 91 -673104 Matvælafyrirtæki. g j[ ^ Boðiæki 984 60325 17'94 - FREYR 583

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.