Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 40

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 40
Fjárvís: Forritið sem sauðfjárbœndur hafa beðið eftir eftir Jón Baldur Lorange, forstöðumann tölvudeildar BÍ Þeir fjölmörgu bændur sem hafa fært skýrslur yfir sauðfjárrækt sína og sent til Búnaðarfélags ís- lands til skráningar og uppgjörs og eiga einmenningstölvu geta nú fært sér tölvuna í nyt við þessa vinnu. Búnaðarfélag íslands býð- ur bændum forritið Fjárvís til leigu, en með notkun þess fær bóndinn góða yfirsýn yfir fjárbú sitt. Fjárvís er sérhæft afurða- og ættaforrit fyrir sauðfé og er samið með hliðsjón af skýrsluhaldi Bún- aðarfélagsins í greininni. Disklingur í stað bóka Bændur sem nota forritið þurfa ekki lengur að skila inn handskrif- uðum fjárbókum heldur skila þeir gagnaskrám á disklingi til Búnað- arfélagsins, sem lesnar eru beint inn í miðlægt tölvukerfi félagsins. I stað bókanna er sendur einn disklingur, sem inniheldur gagnaskrámar. Þess- ar gagnaskrár býr Fjárvís til þegar upplýsingar frá vori og hausti hafa verið slegnar inn. Bændur geta skil- að inn skýrslum tvisvar á ári eða einu sinni eins og tíðkast hefur. Það sem vinnst með þessum skýrslu- skilum er tvennt. í fyrsta lagi kom- ast upplýsingar milliliðalaust inn í tölvukerfi Búnaðarfélagsins, sem minnkar villuhættu, og í öðru lagi hefur hver sauðfjárbóndi upplýsing- amar úr skýrsluhaldinu við hendina allan tímann heima á búinu. Fjórvís veitir góða yfirsýn Forritið Fjárvís býr yfir ýmsum öðrum kostum fyrir sauðfjárbændur til viðbótar við þessi þægilegu skýrsluskil. Hægt er að fletta upp upplýsingum fyrir alla einstaklinga lifandi eða dauða. Reyndar fylgja upplýsingar um allar ær (sbr. ærbók) þess bónda sem fær forritið (ef hann er með í skýrsluhaldi) með forritinu Jón Baldur Lorange. í byrjun. Þetta sparar tímafrekan innslátt í upphafi. Þá er hægt að kalla fram upplýsingar um allar dætur tiltekinnar ær eða hrúts. Skýrslur forritsins eru fjölmargar, svo sem bústofnsskýrsla, skýrsla um frjósemi, þyngd lamba eftir feðrum, reiknaðan fallþunga allra lamba o.fl. Slíkum skýrslumöguleikum verður fjölgað í næstu útgáfu af forritinu. í stuttu máli sagt fær bóndinn hand- hægt hjálpartæki við búreksturinn með tilkomu Fjárvíss. Höfundur Fjórvíss bóndi og forritari Forritið er samið fyrir tilstuðlan Búnaðarfélagsins og höfundur for- ritsins er bóndinn og forritarinn Hjálmar Ólafsson frá Kárdalstungu. Búnaðarfélagið gekk til samninga við Hjálmar, en hafði þá samið drög að forriti, enda taldi félagið jákvætt að fela starfandi bónda verkið. Sam- starfið við Hjálmar hefur tekist af- burðavel og hafa tölvusamskipti verið notuð til hins ýtrasta þar sem Hjálmar hefur setið heima í Kár- dalstungu við samningu forritsins. Forrit og gögn hafa verið send með tölvupóstkerfi bændasamtakanna, Lotus cc:Mail, og einnig hefur Hjálmar tengst tölvukerfi Búnaðar- félagins beint í fjartengingu með samskiptaforriti. Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitti styrk til verks- ins. Jón Viðar Jónmundsson, sauð- fjárræktarráðunautur BÍ er faglegur ráðunautur með gerð forritsins og undirritaður hefur haft umsjón með verkefninu og séð m.a. um útsend- ingar forritsins og gagnaskráa. Grunnur lagður að öflugu forriti Á árinu 1993 komu út þrjár út- gáfur af Fjárvísum, sem voru til prófunar, og tóku um tuttugu bænd- ur þátt í þessari prófun. Þrátt fyrir ýmsa barnakvilla sem gert vart við sig á þessu bernskuári forritsins stóðst forritið prófið sem best sann- ast á því að allir þeir bændur sem upphaflega fengu forritið til próf- unar nota það enn í dag. Er vert að þakka þessum áhugasömu bændum fyrir þolimæði og áhuga, sem þeir sýndu í verki. Það var svo á fyrstu mánuðum þessa árs sem útgáfa 1,0 af Fjárvísum kom út, en með henni var lokið fyrsta áfanga við gerð for- ritsins. Þessi útgáfa innifelur yfir- gripsmikinn skráningarhluta með villuprófun innsleginna upplýsinga, samskiptahluta, sem sér um annars vegar að skrifa gagnaskrár til skýrsluhalds Búnaðarfélagsins og hins vegar að lesa inn uppgjörsskrár frá Búnaðarfélaginu, og skýrslu- gerðarhluta, sem býður notanda að kalla fram á skjáinn eða prent- ara, margvíslegar upplýsingar úr skýrsluhaldinu. Með útgáfu 1,0 má því segja að traustur grunnur hafi verið lagður að öflugu forriti í sauð- fjárrækt, sem öruggt og fljótlegt 584 FREYR - 17'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.