Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 43

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 43
BR€F TIL BLBÐSINS Sjálfs er höndin hollust Árin kringum fimmtugt eru mörg- um erfið. A 50 ára afmæli lýðveld- isins samþykkti Alþingi að selja frumburðarrétt íslendinga til þeirra gæða sem ísland á til sjós og lands. Að sjálfsögðu voru þeir sviknir um greiðsluna. Þegar fimmtugsafmæli Stéttar- sambands bænda nálgaðist eru - skv. „Frey“ - flestir íslenskir bændur orðnir leiðir á sínum stéttarsam- tökum, sem þeir stjóma. í stað þeirra manna sem þeir kjósa sjálfir á tveggja ára fresti, biðja þeir deild í landbúnaðarráðuneytinu að taka við. Sú deild er kostuð af ríkinu og er eingöngu skipuð æviráðnum emb- ættismönnum. Það verður að segjast eins og er að tvo síðustu áratugina hefur sú deild verið bændum til lít- illa heilla og erfið þó hennar menn hafi til þessa aðeins setið við aðra hlið borðsins - en kjömir fulltrúar okkar við hina. Einhvem tíma sagði ég í yfirlits- ræðu á aðalfundi Stéttarsambandsins að okkur vantaði menn eins og Sigurgrím í Holti og Bjama á Laugarvatni sem ruddu brautina frá Búnaðarfélagi íslands - og formann eins og Gunnar á Hjarðarfelli - sem þorðu að standa á eigin fótum og treystu bændum sjálfum best til að stjóma eigin málum en hlupu ekki undir pilsfald æviráðinna embætt- ismanna þó éljadrög sæjust til fjalla. Ég sagði líka að Stéttarsambandið yrði hvorki betra né verra en bændur ættu skilið, því þeir kysu fulltrúana á tveggja ára fresti. Búnaðarfélag íslands er gömul og virðuleg stofnun, sem gerði mikið gagn þegar afburðarmaður var þar við stjórn. Verksvið Búnaðarfélags íslands er allt annað en Stéttar- sambandsins. Stéttarsambandið á eingöngu að sinna kjaramálum bænda, án tengsla við ríkisstjóm. Búgreinafélögin eiga að einbeita sér að sölumálum og leiðbeiningastarfi og vera í sambandi við Bún- aðarfélag íslands. Auðvitað hafa stundum verið gerð mistök í félags- málum bænda og þá oftast af ævi- ráðnum embættismönnnum ríkisins. Stærstu og afdrifaríkustu mistökin eru þau að Búnaðarfélag íslands skyldi ekki vera lagt niður um leið og menn riðu heim frá erfisdrykkju Halldórs Pálssonar. Með kveðju til gamalla félaga. Halldór Þórðarson. Höfundur er bóndi á Laugalandi við Isa- fjarðardjúp. ALLT TIL RAFHITUNAR! IIIIIIIIIIIIMIHmil lUIIMilíHMimiMI œ:ip lll Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. ELFA-VORTICE Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. ELFA-VARMEBARONEN Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir Hitatúba / rafketill 12kw, 230v. 30-300 lítra, útvegum aðrarstærðir 1 fasa. Útvegum aðrar stærðir allt frá 400-10.000 lítra. að 1200kw. Elfa rafhitunarbúnaðurinn erþrautreyndur við íslenskaraðstæður. HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMALAR. ///' Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 - “S 622901 og 622900 17'94 - FREYR 587

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.