Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 45

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 45
Umrœðufundur um matarœði og heilsufar Hinn 11. ágúst sl. efndu bænda- samtökin og Náttúrulækningafélag íslands til umræðufundar um mat- aræði og heilsufar á Hótel Sögu í Reykjavík. Frumkvöðull að þessum fundi var Baldvin Jónsson en hann hefur starf- að um eins árs skeið á vegum bændasamtakanna að því að kynna ísland erlendis sem land hreinleika og að kanna hvað gera þurfi til að íslensk matvæli fái gæðastimpil sem lífrænar (organic) vörur á erlendum markaði. Sem lið í þessari starfsemi hefur hann boðið erlendum sérfræðingum um þessi mál til landsins og efnt til kynningarfunda með þeim. Fyrmefndur umræðufundur var einn af þessum kynningarfundum. Frummælendur þar voru þessir: Dr. Patric Quillin. Hann starfar sem næringarfræðingur hjá banda- rísku krabbameinsstofnunum (CTOA). Þær leggja mikla áherslu á holla og lífræna fæðu í eftirmeðferð krabba- meinssjúklinga og að meðferðin fari fram í heilsusamlegu umhverfi. MOLflR | Danir selja búvörur til Austur-Evrópu Áætlað er að útflutningur Dana á búvörum til Austur-Evrópu verði á þessu ári, 1994, að andvirði tveggja milljarða dkr., og er þá komútflutn- ingur undanskilinn. Talið hefur verið að lönd í Austur- Evrópu yrðu fljót að koma búvömrn sínum á markaði eftir fall komm- únismans en í ljós hefur komið að framleiðslugeta þeirra er mjög tak- mörkuð þar sem framleiðslutæki þeirra, svo sem vélar og byggingar, em úrelt og slitin. Það mun taka mörg ár aö endumýja þau og á meðan er sú hætta yfirvofandi að íbúar þessara landa fari að sjá gamla kerfið í nýju og bjartara ljósi. Því er mikilvægt að lönd Vestur-Evrópu styðji uppbyggingarstarfið í þessum löndum. Hann taldi ísland öðrum löndum fremur geta boðið upp á þá aðstöðu. Dr. Gordon Reynolds. Hann starf- ar sem ráðgjafi við meðferðarstofn- unina La Costa í San Diego í Califomíu, sem er virt og dýr með- ferðarstofnun. Auk lífrænnar fram- leiðslu á mat fjallaði hann um möguleika á nýtingu hitaveituvatns og leirs til heilsubóta, en stofnun hans notar hvort tveggja í starfsemi sinni. Dr. Jonelle Reynolds. Hún er sál- fræðingur og hefur sérhæft sig í því hvert er hlutverk sjúklingsins sjálfs í endurhæfingunni og boðar þá kenn- ingu að máttur hugaraflsins sé mikil í baráttu við sjúkdóma. Líkami og sál séu nátengd og vellíðan sé fólgin í jafnvægi þar á milli. Dr. Shari Lieberman er næringar- fræðingur og fjallaði hún um hlut- verk næringar á meðferð hjarta- sjúkra, gigtarsjúkra og alnæmissmit- aðra. Hún telur óæskilegt að grípa til lyfjameðferðar fyrr en aðrar leiðir séu fullreyndar, þ.e. breytt og bætt fæðuval. Hún starfar í New York og ritar fasta dálka í bandarísk blöð og tímarit og er tíður gestur í sjónvarps- þáttum sem fjalla um heilsu og heil- brigðismál. Dr. James Logan er læknir. Hann hefur sérhæft sig í svokölluðum fjar- skiptalækningum, sem eru í því fólgnar að senda Iæknisfræðilegar upplýsingar, svo sem röntgenmynd- ir, og hjartalínurit og texta, með fjar- skiptatækni. Þetta sé mjög til hags- bóta fyrir sjúkrahús í dreifbýli og taldi hann þetta geta komið að góð- um notum hér á landi. Húsfyllir var á umræðufundinum og gerður góður rómur að máli framsögumanna. Á eftir fylgdu fjör- ugar umræður og fyrirspurnir. DRÁTTARVÉLA- OG VINNUVÉLA- HJÓLBARÐAR EIGUM MIKIÐ ÚRVAL HJÓLBARÐA UNDIR ALLAR GERÐIR ÖKUTÆKJA. HAGSTÆTT VERÐ GÚMMÍVINNSLAN HF. Réttarhvammi 1 - Akureyri - Sími 96-12600 (Landsbladet nr. 30/1994). 17'94 - FREYR 589

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.