Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 7

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 7
______________FRfl RITSTJÓRN Stéttarsambandsfundur 1994 samþykkti sameiningu Aðalfundur Stéttarsambands bænda sem hald- inn var á Flúðum dagana 25.-28. ágúst sl. sam- þykkti með yfirgnæfandi meirihluta-atkvæða sameiningu Stéttarsambandsins og Búnaðarfé- iags Islands og fari sameiningin fram um næstu áramót. Aukabúnaðarþing sem haldið var sam- tímis í Félagsheimilinu í Amesi samþykkti einn- ig ályktun sama efnis. Miklar umræður urðu um sameiningarmálið á aðalfundi Stéttarsambandsins og var þar m.a. tekist á um hvert skuli verða hlutverk búgreina- félaganna innan hinna nýju heildarsamtaka. Aðalfundurinn samþykkti að vinnulag og verkaskipting í félagskerfi landbúnaðarins verði endurskoðað ofan í kjölinn og að samið verði sérstaklega um verkaskiptingu milli heildarsam- takanna annars vegar og einstakra búgreinafé- laga hins vegar. Undirbúningur að sameiningu er nú í fullum gangi og hafa stjómir SB og BÍ skipað þriggja manna kjörstjóm til að hafa umsjón með kosn- ingu fulltrúa á Búnaðarþing í mars. Þeirri kosn- ingu á að vera lokið 10. desember. Hvert búnaðarfélag og búgreinafélag átti fyrir 1. októ- ber að kjósa fulltrúa á fulltrúafund síns búnað- arsambands er síðan kýs fulltrúa á Búnaðarþing. Mjög ítarlegar reglur um þetta eru í samkomu- lagi stjórnar Stéttarsambandsins og Búnaðar- félagsins og nákvæm fundarsköp fyrir hið fyrsta, „nýja“ Búnaðarþing sem haldið verður í mars. A aðalfundi Stéttarsambandsins gagnrýndu margir samkomulagið um sameininguna, töldu undirbúningi þess ábótavant og einstök atriði óljós í svo mikilvægu máli. Að lyktum varð þó greinilegt að fulltrúar töldu að ekki yrði til baka snúið með tilliti til þess hve eindreginn vilji bænda hafði birst í skoðanakönnun um málið. Segja má að Guðmundur Þorsteinsson bóndi á Skálpastöðum hafi meitlað í eina setningu við- horf margra sem birtist í umræðum þegar hann komst svo að orði í ræðu að bændur væru komn- ir út í ána og of seint væri að snúa við þó að óvíst væri hvemig landtakan væri á bakkanum hinu megin. Því fer fjarri að endurskoðun á félagskerfi bænda sé lokið þó að samþykkt hafi verið að sameina Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. Mikið verk er fyrir höndum, einkum við að marka búgreinafélögum stað í nýju félags- kerfi: Stéttarsambandsfundurinn gerði sér þetta ljóst og samþykkti að stofnsetja fimm manna nefnd sem vinni að þessu máli í samvinnu við stjómir félaganna. Aðalfundurinn samþykkti stefnumarkandi ályktun um umhverfismál og vistvæna fram- leiðslu. Hið sama gerði aukabúnaðarþing. Benda má á að bændasamtökin hafi þegar beitt sér fyrir átaki á þessu sviði með ráðningu sérstaks starfs- manns og nokkrum ráðstefnum um þau mál. í ályktun aðalfundar Stéttarsambands bænda er lagt til að stofnaður verði þróunarsjóður til að styrkja vöruþróun og sölu á íslenskri búvöru undir merkjum vistvænnar framleiðslu á inn- lendum og erlendum markaði. Nokkrir ræðumenn töldu að umræðan um vistvænan landbúnað hefði vakið jákvæð viðhorf í þjóðfélaginu um greinina. Nýju samtökunum hefur ekki verið valið nafn en þing þeirra heitir Búnaðarþing. Fulltrúar á því verða 39, en fulltrúar á aðalfundi Stéttarsam- bandsins og hins eldra Búnaðarþins voru saman- lagt 87. Búnaðarsambönd kjósa áfram fulltrúa á Bún- aðarþing, en 11 búgreinafélög fá hvert einn full- trúa. Stjóm hinna nýju bændasamtaka verður skipuð 9 manns. Af þeim er skilyrt að 7 komi frá hverju kjördæmanna og tveir frá búgreinafé- lögunum. Með því að sameina samtökin tvenn og fækka þingfulltrúum eru bændur að gera heildarsamtök sín einfaldari og skilvirkari og að sýna í verki vilja til að spara, en bæði á Búnaðarþingi og aðalfundi SB kom fram krafa um að spamaður næðist jafnframt í yfirbyggingu landbúnaðarins. Freyr ámar hinu nýja einingarfélagi bænda allra heilla. J.J.D. 18'94-FREYR S99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.