Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 20

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 20
síðasta aðalfundi SB. Þeir væru mjög meðvitaðir um markaðinn og hvað ferðamenn sæktust eftir. Þeir væru stöðugt að laga sig að mark- aðnum. Nú vildu menn hreinar og ferskar afurðir og ferðaþjónustu- bændur færu eftir því. Hann taldi að vel hefði gengið í þessari atvinnugrein í sumar. Valgeir vakti athygli á að bændur ættu aðstöðu til flestrar afþreyingar í landinu og ættu skipuleggjendur ferða að taka mið af því. Guðmundur Lárusson taldi ekki gott að hluti fulltrúa væri bundinn við nefndarstörf meðan aðalfundur stæði og átti þar við félagsmála- nefnd sem hafði verið að störfum lengi dags. Hann kvað það vera hlutverk aðalfundar að fara yfir gang kjara- mála frá síðasta fundi og marka stefnu í þeim fyrir næstu framtíð. Leit að útflutningsmörkuðum og umræða um ávinning væri e.t.v. að gefa nokkrar falsvonir. Ekki væri hægt að láta atvinnu- greinar í landbúnaði bera uppi byggðastefnu á sama tíma sem krafist væri stórlækkaðs vöruverðs. Ekki væri heldur nóg að bændur hagræddu, hagræðingu þyrfti að ná fram á sviði afurðastöðva. Hann kynnti tillögu aðalfundar LK um að myndaður verði sant- eiginlegur kjötmarkaður. Án þess hefðu íslenskir framleiðendur enga von í samkeppni við innflutning. Samstaða sláturleyfishafa færi enn heldur versnandi með vaxandi und- irboðum og afsláttarkerfi. Önnur helsta tillaga aðalfundar LK hafi verið um hagræðingarþörf í mjólkuriðnaði. Guðmundur kvað þessar tillögur snúast um raunveru- leg kjaramál og ætti erindi til umræðu á aðalfundi SB. Þórólfur Sveinsson taldi að þegar hefði orðið nokkur hagræðing innan mjólkuriðnaðarins þó að ekki hefði enn átt sér stað veruleg úrelding samlaga eins og talað hefði verið um. Hann ræddi síðan sölumál kjöts og taldi nokkuð liafa unnist í sölu- málum nautakjöts sem hefði heldur hækkað í verði á ný upp á síðkastið. Ennþá væri óvissa um afgreiðslu afurðalána í haust enda birgðastaðan óljós fyrr en í lok verðlagsársins. Þórólfur taldi að bændur þyrftu að 612 FREYR - 18'94 Hákon Sigurgrímsson, framkvœmdci- stjóri St.b., leggur fram reikninga Stétt- arsambandsins og Bœndahallar. komast í þá stöðu að ráða yfir kjöt- inu og hann áleit að það yrði ekki gert nema með því að koma á fót einni kjötsölu. Ef framleiðendur verða jafn sundr- aðir og nú standist þeir ekki sam- keppni við innflutning. Stefán Á. Jónsson þakkaði ræður og ávörp. Hann taldi að aðalmál fundarins væri staða bænda og land- búnaðarins. Hann óttaðist raun- verulega fátækt ýmissa bænda ef ekkert væri að gert. Stefán tók undir orð ráðherra um að nauðsynlegt væri að endurskoða búvörusamninginn á tveggja ára fresti og hann framlengdist um jafn- mörg ár í hvert sinn. Landbúnaðar- umræðan hefði færst í betra horf og vel færi á að bændur væru geröir gróðurverðir landsins. Hann tók undir framkomnar hug- myndir um að réttur bænda til at- vinnuleysisbóta verði nýttur til þess að styðja við útflutning og auka atvinnu í sveitum og víðar í kjöl- farið. Hann vildi frá skýringu á því hvers vegna bændur ættu áfram að framleiða mjólk umfram greiðslu- mark fyrir aðeins 20 kr. á lítra til að fullnægja vaxandi próteinþörf mark- aðarins. Karl Björnsson kom að stöðu sauðfjárbænda þar sem tekjusam- dráttur væri orðinn 40%. Hann varpaði fram þeirri hugntynd hvort rfkið vildi taka ábyrgð á erlendu láni til að veita afurðalán til þess að ekki þyrfti að sæta afarkjörum íslenskra banka. Útflutningur á vörum gengi aldrei til lengdar ef verð væri undir fram- leiðslukostnaði. Þó gæti gengið að selja á kynningarverði tímabundið. Kristján Ágústsson spurði hvers vegna ekki væri pláss fyrir Lífeyrissjóð bænda í Bændaltöllinni. Hann lýsti vonbrigðum með stöðu forfallaþjónustunnar. Kristján fagnaði því að raddir væru uppi um það að allir kjötfram- leiðendur sameinuðust um sölu- málin. Landbúnaðarráðherra, Halldór Blöndal, ræddi forfallaþjónustu og taldi eðlilegt að bændur sjálfir réðu þeim málaflokki þar sem þeir stæðu alfarið undir honum. Varðandi hug- mynd sína um heimasölu afurða vildi hann ítreka að gefnu tilefni að þar ætti hann ekki við sölu af heimaslátruðu. Fjölmargir aðrir möguleikar væru til. Búið væri að ákveða lágmarks- aðgang og lágmarkstolla á inn- flutning. Tilkoma GATT-samnings ntyndi óhjákvæmilega auka sam- keppnina á markaði og tryggja þyrfti betri samstöðu framleiðenda og slát- urleyfishafa við afurðasölu innan- lands og utan. Vilji aðalfundar LS urn óbreytt beingreiðslukerfi hlyti að verða leið- andi fyrir stjómvöld. Mikill munur væri á efnahagslegri stöðu afurðastöðva innan mjólk- uriðnaðarins, annars vegar, og af- urðastöðva kjötgreina, hins vegar. Haukur Halldórsson svaraði ýmsu er til stjómar var beint. Hann fullyrti að samábyrgð væri á sölu kindakjöts. Meðan sú ábyrgð væri yrði að taka verðskerðingargjald af framleiðslunni árið eftir, þegar birgðir fyrra árs lægu fyrir. Enn virtist samstarf milli slátur- leyfishafa um sölu ekki vera nægi- legt og birgðir því misjafnar. Við yrðum að geta sagt bönkunum að um fulla samábyrgð sé að ræða, þess vegna væri nauðsyn á heimild til hækkunar verðskerðingargjalds. Haukur skýrði frá því að greiðslu- mark mjólkur væri reiknað 75% út frá próteini og 25% út frá fitu. Það er sama hlutfall og mjólk er greidd eftir til bænda. Hann sagði einnig að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.