Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 22

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 22
Fundarritarar, Birkir Friðbertsson, t.v., og Stefán A. Jónsson, t.h., að störfum. Lengst til vinstri á myndinni sér í Eggert Pálsson, varafundarstjóra. dir um verkaskiptingu við bú- greinasamtökin og fleiri atriði svo sem hlutverk fagráða. Þórólfur vildi ekki taka ákveðna afstöðu til frest- unar um nokkrar vikur, en tók jafn- framt fram að nást þyrfti víðtæk samstaða um afgreiðslu. Hrafnkell Karlsson taldi að fé- lagsmálanefnd hefði unnið alltof lít- ið starf til þess að hægt væri að samþykkja málið með góðu móti. Hann taldi þó að ekki væri hægt annað en ljúka málinu. Betra væri að fella málið en fresta því, þó að illa væri unnið. Ekki þurfi að koma að sök þó að nýr aðalfundur dragi dám og nafn af núverandi Búnaðarþingi og sam- þykktum BÍ. Hann kvaðst þess fullviss að SB myndi verða fyrir álitshnekki ef málið væri ekki afgreitt á þessum fundi. Sigurður Þráinsson undraðist hve lítil urnræða hefði farið fram um þetta mál á þessu ári. Hann taldi að tengsl sinnar litlu búgreinar - garðyrkjunnar - við bændasamtökin væru óviðunandi. Fjárhagsleg staða verulegs hluta garðyrkjubænda væri mjög slæm samkvæmt úttekt í vetur. Sigurður vildi fá betra kerfi og teng- ingu við hin nýju samtök en gert væri ráð fyrir í fyrirliggjandi drög- um. Hann sagðist ekki hafa skilið þá flokkun sem gerð væri á búgreina- 614 FREYR • 18'94 mönnum og öðrunr og taldi óeðlilegt að draga bændur þannig í dilka. Páll Ólafsson sagði að mat ein- stakra fulltrúa á sameiningarhug- myndum verði að taka mið af reynslu og umhverfi þeirra. Taka þyrfti þannig á málinu að vel tækist til, fyrir framtíð bænda. Hann sagði að útkoma úr skoðanakönnun hefði sýnt vilja bænda til ein- földunar og spamaðar við félags- kerfið. Hann taldi að ekkert búgreinafélag gæti afsalað sér þeim rétti að fara með hagsmunabaráttu sinna sam- taka. Framlagt skipurit yrði því að tengja stjómir búgreinafélaga við deild markaðs- og kjaramála. Hann fullyrti að stjóm SB hefði gleymt fóðurframleiðendum við gerð búvörusamnings en þeir hefðu greitt kostnaðinn við hann. Einnig deildi hann á fyrirliggjandi hugmyndir í kosningakafla sam- þykktanna. Auka þyrfti lýðræðið í þeim breyt- ingum félagskerfisins sem hugsan- lega verði ákveðnir á fundinum og hafnaði því skipuriti sem fyrir lægi, en treysti fundinum til að ná góðri niðurstöðu. Kristján Theódórsson taldi að það þyrfti að skoða betur 7. grein- ina. Einnig vildi hann að málið væri afgreitt á fundinum en því ekki frestað. Einar Þorsteinsson taldi Fram- Pétur Helgason, fundarstjóri. leiðsluráð vanta inn í skipuritið. Hann spurði hvort ætlunin væri að flytja leiðbeiningaþjónustuna til bú- greinafélaganna og ræddi í því sam- bandi um fagráð sem ákvæði eru um í 11. grein. Einar taldi sig hafa þá reynslu eftir setu á Búnaðarþingi og Stéttarsambandsfundum að þar væri fjallað um býsna aðgreind málefni. Hann velti því fyrir sér hvort hin nýju samtök héldu framlagi frá ríkinu til leiðbeiningarþjónustunnar sem nú er um 70 milljónir króna. Guðmundur Lárusson taldi ekki fullt samhengi milli orða og athafna. Ekki væri hægt annað en samþykkja ákveðna leið fyrir sameiningar- nefndina til að ganga frá ýmsum atriðum áður en samruni gæti átt sér stað og fengið sitt fylgi. Félagsmálanefnd þyrfti að vinna að ákveðnum málum. Hann harmaði þau vinnubrögð sameiningamefndar að stilla mönn- um upp eins og gert hefði verið gagnvart málinu þannig að ekki væri hægt annað en samþykkja sam- runann á fundinum. Umræðu var frestað kl. 23:40. Föstudaginn 26. ágúst kl. 08:00 var helgistund f umsjá sr. Halldórs Gunnarssonar í Holti. Kl. 09:05 var fundi framhaldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.