Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 32

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 32
5. Framleiðslunefnd. 6. Jarðræktamefnd. 7. Umhverfisnefnd. 8. Verðlags- og kjaranefnd. Heimilt er að kjósa aðrar nefndir til að kanna einstök mál eða mála- flokka. í hverri nefnd skulu sitja 3-5 þing- fulltrúar. Enginn þeirra má eiga sæti í fleiri en einni nefnd. Formaður samstarfsnefndar er undanþeginn setu í starfsnefndum. 15. grein. Öll mál, sem send eru þinginu til meðferðar, skulu komin í hendur formanni samstarfsnefndar að minnsta kosti fjórtán dögum fyrir þingsetningu. Þó getur þingið sam- þykkt að taka fyrir mál er síðar koma fram. í þingbyrjun skal leggja fyrir þingið drög að nýjum samþykktum fyrir hin nýju samtök ásamt drögum að þingsköpum fyrir Búnaðarþing. Jafnframt skal leggja fram í þing- byrjun skýrslur starfsmanna, svo og ársreikninga Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda fyrir árið 1994. Á sama hátt skulu í þingbyrj- un lögð fram þau mál sem þinginu hafa borist. Þá skal samstarfsnefnd kanna, áður en þingið hefst, hvaða mál liggja fyrir Álþingi, er landbún- aðinn og bændastéttina varðar, og hlutast til uin að þau verði öll lögð fyrir þingið í þingbyrjun. 16. grein. Nefnd lætur uppi álit sitt og skal fjölrita það og útbýta því meðal 624 FREYR-18*94 þingfulltrúa áður en málið er tekið til umræðu á þinginu. Nefndarálit skal undirritað af nefndarmönnum og tilgreint hver sé framsögumaður. Samstarfsnefnd getur falið ein- stökum starfsmönnum hinna nýju samtaka að aðstoða einstakar nefnd- ir við störf þeirra. 17. grein. Forseti stýrir umræðum á þinginu og kosningum þeim er þar fara fram. Skal hann færa mælendaskrá og gefa þingfulltrúum og þeim öðrum, er málfrelsi hafa, færi á að taka til máls í þeirri röð sem þeir beiðast þess. Þó má hann víkja frá þeirri reglu er sérstaklega stendur á. Nú vill forseti taka þátt í umræðum, frekar en forsetastaða hans krefur, víkur hann þá úr forsetastóli, en varaforseti tekur við fundarstjóm á meðan. 18. grein. í byrjun hvers þingfundar skal útbýta dagskrá fundarins. Forseti getur tekið mál út af dagskrá og tekið ný mál á dagskrá er sérstak- lega stendur á. Fimm þingfulltrúar geta, m.a. meðan á umræðum stend- ur, krafist þess að mál verði tekið út af dagskrá eða nýtt mál tekið á dagskrá og sker þingið úr ef forseti neitar að verða við slfkri kröfu. 19. grein. Samstarfsnefnd tilnefnir einn af starfsmönnum hinna nýju samtaka til þess að færa fundargerð þingsins . undir umsjón forseta. Fundargerð síðasta fundar liggi frammi a.m.k. í tvær klukkustundir áður en nýr fundur er settur. Skal hún í fundarbyrjun borin upp til samþykktar og síðan undirrituð af forseta. Heimilt er þó, sé þess óskað, að fresta samþykkt fundargerðar til næsta fundar telji forseti það rétt- mæta ósk. 20. grein. Málum, sem lögð eru fram á þing- inu, skal vísa til nefndar umræðu- laust, þó er forseta heimilt að leyfa flutningsmanni að reifa málið með stuttri ræðu. Eftir að nefndir hafa skilað áliti, skulu fara fram tvær umræður um hvert mál. Heimilt er forseta að ákveða eina umræðu um einstök mál, ef enginn mælir því gegn. Komi fram fyrir- spumir til samstarfsnefndar eða starfsmanna hinna nýju samtaka má forseti ákveða eina umræðu um þær. Sá, sem fyrirspum er beint til, hefur sama rétt til ræðutíma og framsögu- menn nefnda. 21. grein. Framsögumaður meiri- og minni- hluta nefnda og flutningsmenn mála mega taka þrisvar til máls við hverja umræðu. Öðrum er ekki heimilt að tala oftar en tvisvar. Þó er auk þess heimilt að gera stutta athugasemd um atkvæðagreiðslu, um gæslu þingskapa og til þess að bera af sér sakir. Stjórnarmenn Búnaðarfélags ís- lands og Stéttarsambands bænda hafa málfrelsi og tillögurétt eins og hinir kjömu þingfulltrúar. Starfsmönnum hinna nýju sam- taka er heimilt að tala einu sinni við hverja umræðu í þeim málum er snerta starfssvið þeirra sérstaklega. Auk þess er þeim heimilt að gefa stuttar upplýsingar, ef þingfulltrúi óskar þess, eða gera stuttar athugasemdir til þess að bera af sér sakir. Forseti getur beint því til ræðu- manna að þeir stytti mál sitt og dragist umræður úr hófi fram getur hann úrskurðað að ræðutími hvers þingfulltrúa skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. Einnig getur forseti lagt til að umræðu sé hætt. Sama rétt hafa fimm þingfulltrúar. Um slíka tillögu fer atkvæðagreiðsla fram umræðulaust. Frá setningu aðalfunciar St.b. 1994, gestir hlýða á rœðu formanns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.