Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 38

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 38
afurðanna hefur lœkkað mikið af þeim sökum og bœndur þar af leið- andi orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni. Verðhrun á nautakjöti hefur vald- ið nautakjötsframleiðendum miklu fjárhagslegu tjóni. Það nemur að líkindum hundruðum milljóna kr. á síðasta ári. Verð á ungneytakjöti lœkkaði til framleiðenda úr 380 kr./kg niður í tœpar 200 kr./kg, þegar það fór lœgst. Viðlík þróun varð hjá svínabœndum þar sem verð á besta grísakjötinu hrapaði úr 340 kr./kg niður í um 200 kr./kg. Það mœtti rekja fleiri dœmi um þar sem framleiðendur hafa misst verðþróun afurðanna úr böndunum og tapað á því stórfé. Fjölmargir bændur fóru að selja kjötið upp á eigin spýtur og undirbuðu framleiðsluna hver fyrir öðrum. Afurðastöðvarnar lœkkuðu verð afurðanna og lengdu greiðslu- fresti. Þeirri skoðun hefur verið haldið fram að staðgreiðslukerfi í sauðfjár- rœktinni sé úrelt fyrirkomulag sem ekki falli að markaðshugsun nútím- ans. Seljandinn eigi samkvœmt því ekki að fá vöruna greidda fyrr en hún hefur verið seld. Fyrir þessari skoðun má fcera ákveðin rök, en til að það geti gengið upp þurfa að vera fyrir hendi þœr aðstœður að bœndum sé tryggt ákveðið skilaverð. Samstaða sé milli söluaðila og af- setning skipulögð. Því er óásœttan- legt að taka upp umsýslufyrirkomu- lag fyrr en tryggt hefur verið eðlilegt samstarf afurðastöðva, m.a. með eðlilegu afurðalánakerfi. Stað- greiðslukerfið byggir á því að af- urðastöðvum sé gert kleift með afurðalánum að greiða bœndum verð afurðanna á tilsettum tíma. Bankarnir lánuðu á síðastliðnu ári ekki nema sem svaraði um 66% af heildsöluverði. Smásöluverslun hefur verið að þróast á þann veg á undanförnum árum að verslunin hefur verið að safnast á œ fœrri hendur. Fákeppni er því orðin veruleg innan smásölu- verslunarinnar. Sundraðir og ósam- stœðir framleiðendur og afurða- stöðvar sem eru í innbyrðis baráttu eru kjörstaða fyrir smásöluna. Með sundrungu og ósamlyndi innan landbúnaðarins er verið að leggja grunn að sjálftöku þeirra sem við landbúnaðinn skipta. Til að bregðast við þeirri þróun sem hefur orðið á smásölumark- aðnum á undanförnum árum hafa kjötframleiðendur ekki um annað að velja en að standa saman um af- setningu afurða sinna. I þeim lönd- um sem við berum okkur gjarna saman við, hafa bœndur gríðarlega sterka stöðu við afsetningu afurð- anna. Afurðastöðvar í eigu fram- leiðenda (samvinnufélög á Norður- löndum) eða framleiðendasamtök um slátrun og afsetningu (fyrir- komulagið á Nýja Sjálandi) eru þœr aðferðir sem beitt er í þessu skyni. Til að eiga von um að halda uppi verði afurðanna verða íslenskir bœndur að beita hUðstœðum að- ferðum og bœndur í nálœgum lönd- um. A Norðurlöndum og t.d. í Eng- landi er kjöt bœði markaðssett sam- eiginlega og síðan sérstaklega eftir tegundum. A þann hátt nýta fram- leiðendur sameiginlegan styrkleika til að neytendur velji kjöt fram yfir önnur matvæli, en síðan er hver kjöttegund markaðssett í Ijósi eigin- leika sinna og sérstöðu eins og gefur að skilja. A þennan máta standa þeir saman um ákveðin grun- nverkefni í þeim tilgangi að auka kjötneyslu meðal almennings þannig að stœrri „kaka“ sé til skiptanna milli einstakra búgreina". Til máls tóku: Þórólfur Sveins- son, Hörður Harðarson, Hrafnkell Karlsson, Aðalsteinn Jónsson, Sig- urður Þórólfsson, Rögnvaldur Ólafs- son, Sturlaugur Eyjólfsson og Arnór Karlsson. Samþykkt samhljóða. 2. Tillaga um afurðalán til loð- dýraræktar. Framsögumaður: Guðmundur Þor- steinsson. „Aðalfundur SB 1994 krefst þess að afurðalán til loðdýrarœktar verði hœkkuð nú þegar í samrœmi við hækkandi skinnaverð. Greinargerð Eftir þær hremmingar verðfalls og gjaldþrota sem loðdýrarœktin hefur gengið í gegnum er fjárhagur þeirra fátt, sem enn þrauka, afar bágur, og eru margir þeirra að komast í þrot. Nú hefur skinnaverð hœkkað til muna og ættu því lánastofnanir að geta hœkkað lán út á vœntanlegar afurðir án þess að auka áhættu sína“. Til máls tóku: Viðar Magnússon og Agúst Gíslason. Samþykkt samhljóða. 3. Tillaga um afurðalán. Framsögumaður Öm Bergsson. „Aðalfundur SB 1994 telur mjög brýnt að bankar og afurðastöðvar geri sér Ijóst að sameiginleg ábyrgð bænda og afurðastöðva á birgðum kindakjöts er afdráttarlaus og rými til verðskerðinga til að fullnœgja samábyrgð er nægjanlegt. Þess vegna felur fundurinn stjórn SB að krefjast afurðalána sem nægja til fullnaðaruppgjörs við bœndur samkvæmt búvörulögum “. Til máls tók: Haukur Halldórs- son. Samþykkt samhljóða. 4. Tillaga um Stofnlánadeild land- búnaðarins. Framsögumaður: Þórólfur Sveins- son. „Aðalfundur SB 1994 ályktar um málefni Stofnlánadeildar landbún- aðarins: 1 Deildin verði gerð að sjálf- stæðum lánasjóði í eigu ríkis og bænda. 2. Bændum verði gefinn kostur á að breyta lausaskuldum íföst lán. 3 Vextir á nýjum lánum til bænda verði 5%, nema jarðakaupalán sem beri 3% vexti og bústofnskaupalán sem beri 4% vexti. 4. Sjóðagjöld (Neytenda- og jöfn- unargjald) til Stofnlánadeildar lækki eins og fært þykir. Gjöldin lœkki 50% meira á svína- og alifuglacjfurðum en öðrum afurð- um. 5. Gerð er krafa um að vextir í verðlagsgrundvelli búvara verði endurmetnir, þannig að rauntekjur bœnda lækki ekki vegna þessara aðgerða. “ Til máls tóku: Stefán Eggertsson, Einar Þorsteinsson, Þórólfur Sveins- son, Hörður Harðarson, Viðar Magn- ússon. Einar Þorsteinsson lagði fram svohljóðandi breytingatillögu. „Nið- urfalli 3. liður tillögunnar." Sigurður Þráinsson bar upp frávís- unartillögu við breytingatillögu Ein- ars. 630 FREYR ■ 18'94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.