Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 44

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 44
kosningar sl. vor fór fram könnun á afstöðu bænda til sameiningar Stétt- arsambandsins og Búnaðarfélagsins og varð niðurstaðan eftirfarandi: Á kjörskrá voru 5.170 Atkvæði greiddu 4.207 eða 81,4% Jásögðu 3.513 eða 83,5% Nei sögðu 492 eða 11,7% Auðir seðlar voru 185 eða 4,4% Ógild atkvæði voru 17 eða 0,4% Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 87,7% já en 12,3% nei í samræmi við þessa niðurstöðu hefur sameiningamefndin í sumar undirbúið samkomulag sem lagt verður fyrir komandi aðalfund Stétt- arsambands bænda og auka Bún- aðarþing sem haldið verður á sama tíma, um sameiningu Stéttarsam- bands bænda og Búnaðarfélags ís- lands í ein heildarsamtök frá og með 1. janúar 1995 og kosningu fulltrúa á stofnfund nýrra samtaka sem hald- inn verði í mars 1995. 1.2. Ályktun um forfallaþjónustu. Málefni forfallaþjónustunnar hafa verið mikið til umfjöllunar á síðasta starfsári. Engin lausn hefur fundist á því hvemig unnt er að framkvæma ákvæði hinna nýju laga um forfalla- þjónustu í sveitum, nr. 35/1992. Öll búgreinafélögin önnur en félög loð- dýrabænda og sauðfjárbænda hafa sagt sig frá forfallaþjónustunni. Að beiðni Búnaðarþings skipaði landbúnaðarráðherra nefnd hinn 10. maí sl. til þess að endurskoða lögin. í nefndinni áttu sæti Bjami Guð- ráðsson í Nesi, tilnefndur af Búnað- arfélaginu, Hörður Harðarson í Lax- árdal, tilnefndur af Stéttarsamband- inu, og Sveinbjörn Eyjólfsson frá Landbúnaðarráðuneytinu. Nefndin kannaði afstöðu búgreinafélaganna til áframhaldandi starfsemi af þessu tagi og er niðurstaðan sú að félögin áréttuðu þá afstöðu sína að vilja standa utan við þessa þjónustu. Undantekningar frá því eru samtök loðdýraræktenda, sem ekki svöruðu, og Landssamtök sauðfjárbænda sem enn er aðili að forfallaþjónustunni. Þó kom fram í bréfi sauðfjárbænda að stjómin stefni að því að leggja fyrir aðalfund í sumar tillögu um að segja sauðfjárbændur frá forfalla- þjónustunni. Áberandi var í svörum búgreinafélaganna að þau telja hags- munum sínum betur borgið með því að kaupa tryggingar eða að bændur sjái sjálfir um sín mál á annan hátt. Niðurstaða nefndarinnar er sú að hún telur forsendu lögbundinnar þátttöku í forfallaþjónustu í sveitum þá, að öllum bændum verði gert skylt að taka þátt í starfseminni. Þá tillögu treystir nefndin sér ekki til að leggja fram og telur ekki ástæðu til að hafa sérstök lög um starfsemi sem hægt er að segja sig frá. Nefndin leggur því til að lög nr. 35/1992 um forfallaþjónustu í sveit- um verði felld úr gildi. Nefndin telur hins vegar fulla þörf fyrir áframhaldandi starf forfalla- og afleysingaþjónustu í sveitum og beinir því til samtaka bænda að taka þetta mál upp á sínum vettvangi og stofna sem fyrst til samstarfs um þessa þjónustu, þar sem aðild yrði frjáls. Það verði að gera áður en lögin verða felld úr gildi. Gangi það ekki sé eðlilegt að bændasamtökin leiti annarra leiða til að tryggja áframhaldandi forfallaþjónustu í sveitum. 1.3. Ályktun um Bjargróðasjóð. í ályktuninni er krafist tafarlausrar endurskoðunar á gildandi lögum um Bjargráðasjóð. Á undanfömum árum hafa trygg- ingamál landbúnaðarins verið mjög til umfjöllunar, einkum að því er varðar möguleika á lækkun þessa kostnaðarliðar í rekstri landbúnað- arins. Viðræður við tryggingafélög um heildarlausn á tryggingamálum landbúnaðarins hafa ekki að svo komnu skilað árangri og hafa því augu manna beinst að endurskoðun þeirrar tryggingarverndar sem Bjargráðasjóður veitir. Rétt er í þessu sambandi að vekja athygli á því að lögum samkvæmt er Bjarg- ráðasjóður sjálfstæð stofnun í sam- eign Stéttarsambands bænda, rík- isins og sveitarfélaganna. Á aðal- fundi Stéttarsambands bænda 1991 skilaði áliti nefnd sem unnið hafði að athugun á tryggingamálum land- búnaðarins. Trygginganefndin taldi líklegt að með deildarskiptingu á rekstri Bjargráðasjóðs mætti veita fullnægjandi tryggingarvemd vegna nautgripa og sauðfjár með hóflegum kostnaði, enda séu einingar í þessum búgreinum flestar smáar og dreifing áhættu því mikil. Hugsanleg lausn varðandi þessar búgreinar væri því að viðhalda skylduaðild þeirra að Bjargráðasjóði sem bæti aðeins stóráföll. Líklegt væri að við þessa breytingu mætti lækka gjaldtöku þessarra búgreina til Bjargráðasjóðs um a.m.k. helming. Ljóst væri að aðrar búgreinar hlytu vegna færri eininga og í mörgum tilfellum stærri að eiga litla möguleika á nægilegri tryggingarvemd í deildaskiptum Bjargráðasjóði og því þyrftu einstök búgreinafélög að meta hvort þau kjósi að vera áfram í sjóðnum eða hvort samið yrði við tryggingafélög um sérstakar tryggingar fyrir þau sem tækju mið af mismunandi tryggingarþörf einstakra greina. Þegar hafa tvö búgreinafélög ákveð- ið að hætta þátttöku í Bjargráðasjóði og leysa tryggingamál sín á annan hátt. Síðla árs 1992 skipaði félags- málaráðherra nefnd til þess að end- urskoða lögin um Bjargráðasjóð. Tillögur nefndarinnar eru nú á loka- stigi og gert er ráð fyrir að frumvarp um breytingar á lögum sjóðsins verði lagt fram á haustþingi. Með lögum sem samþykkt voru í desember sl. náðist sá áfangi að það gjald sem innheimt er til Bjarg- ráðasjóðs af búvöruframleiðslunni var lækkað um helming, eða úr 0,60% í 0,30%. í febrúar sl. var gefin út reglugerð fyrir sjóðinn. 1.4. Ályktun um atvinnu- leysisbœtur. Lög um atvinnuleysisbætur sjálf- stætt starfandi einstaklinga tóku gildi 1. október 1993. Grundvallar- reglan er sú að menn fái bætur vegna þeirrar vinnu sem þeir hafa sannanlega misst. Við umfjöllun um málið á vorþingi Alþingis 1993 gerði Stéttarsambandið grein fyrir sérstöðu bænda hvað þetta varðar. Einnig áttu formaður og fram- kvæmdastjóri fund með nefnd þeirri sem samdi reglugerð við lögin og komu á framfæri viðbótarupplýs- ingum. Bent var á að ekki væri í ölum tilfellum tök á að mæla at- vinnuleysi í landbúnaði á sama hátt og í annarri atvinnustarfsemi. Að- stæður í landbúnaði væru svo ólíkar því sem gerðist í öðrum atvinnurek- 636 FREYR - 18'94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.