Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 46

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 46
ríkissjóðs miðað við það að greiða einungis fyrir mjólk og kindakjöt yrði ekki verulegur. Hins vegar myndi það fyrirkomu- lag sem stjóm Stéttarsambandsins leggur til tryggja jafnræði milli bænda. Tillaga stjómar um greiðslu mót- framlagsins var send fjármálaráð- herra og fjárlaganefnd Alþingis. Málinu var fylgt eftir með viðræð- um við þingnefndir en án árangurs. í bréfi Fjármálaráðuneytisins til Landbúnaðarráðuneytisins í apríl sl. lýsir það sig reiðubúið til viðræðna um málið. Niðurstaða er ekki fengin í þær viðræður þegar þetta er ritað. Misræmi í innheimtu iðgjalds og mótframlags. Engin niðurstaða hefur fengist varðandi innheimtu mótframlags hjá þeim bændum sem þurfa nú sjálfir að standa skil á mótframlaginu. Samkvæmt lögum sjóðsins skal mótframlagið innheimt sem hlutfall af framleiðsluverðmæti búsins og ekki er kveðið á um endurgreiðslu þess sem innheimtist umfram eðli- legt mótframlag m.v. iðgjald við- komandi bónda. Eru þessi mál í algjörum ólestri. Endurskoðun á lögum sjóðsins. í ársskýrslu 1993 kemur fram að Fjármálaráðuneytið hafnaði á sl. ári beiðni stjómar Stéttarsambandsins um endurskoðun á lögum sjóðsins á þeirri forsendu að ákveðið hefði verið að hefja heildarendurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu. í áðurnefndu bréfi til stjórnar líf- eyrissjóðsins telur ráðuneytið hins vegar ekki óðeðlilegt að stjóm sjóðsins vinni að undirbúningi laga- breytingar. Á fundi stjómar Stéttarsambands bænda 27. apríl var rætt um þau atriði sem endurskoða þyrfti og á fundi stjórnar 8. júní var eftirfarandi bókað um þau atriði sem m.a. þyrfti að taka til endurskoðunar í lögum sjóðsins: * Greiðsla ríkissjóðs á mótframlagi til sjóðsins 50% álag á samanlögð iðgjöld bænda. * Mótframlag ríkisins nýtist öllum bændum jafnt, óháð því hvaða búgrein þeir stunda. * Maki bónda þurfi að hafa frjálst val um aðild að lífeyrissjóði ef hann hefur ekki launatekjur af búvöruframleiðslu. * Sömu vextir séu á vanskilum og inneignum. * Stjóm sjóðsins hafi möguleika á að ávaxta lausafé á þann hátt sem hún telur að sé hagkvæmast á hverjum tíma. Einnig var rætt um það ákvæði laganna að þak er á því hve mikinn lífeyrisrétt einstakir sjóðfélagar geta áunnið sér, öfugt við það sem er í öðrum lífeyrissjóðum þar sem ein- stakir sjóðsfélagar ávinna sér rétt- indi í samræmi við tekjur þeirra. Skiptar skoðanir eru um afstöðu til þessa atriðis. Rekstur sjóðsins. Aðsetur sjóðsins var í lok septem- ber sl. flutt úr Bændahöllinni í hús Sambandsins á Kirkjusandi. Sjóð- urinn er þar rekinn í sambýli við Samvinnulífeyrissjóðinn. Ekki er að neinu leyti um sameiningu sjóðanna að ræða. Þessi flutningur mun hafa verið ákveðinn á þeirri forsendu að um spamað geti orðið að ræða í rekstri beggja sjóðanna. Þessi flutningur var framkvæmdur án þess að samþykki sjóðsstjórnar lægi fyrir og mótmælti stjórn Stétt- arsambands bænda því harðlega með bréfi 2. nóvember. Benti stjórnin á að flutningur sjóðsins væri í andstöðu við þá stefnu að sem flestar þjónustustofn- anir landbúnaðarins sem eru í Reykjavík séu undir einu þaki til hagræðis fyrir þá sem þjónustunnar eiga að njóta. Hagur Lífeyrissjóðs bænda hefur batnað verulega á undanförnum ár- um. Hrein eign sjóðsins í lok síðasta árs nam kr. 6.368.065.794 sem er kr. 130.070.212 umfram skuldbindingar sjóðsins. 1.6. Ályktun um umhverfis- mál. Ályktunin var kynnt umhverfis- ráðherra og ítarlega rætt um hana í tengslum við umsögn stjómar Stéttarsambandsins um stefnu í nátt- úruvernd sem unnin var á vegum Náttúruvemdarráðs. í ályktuninni er m.a. hvatt til þess að bændur beiti sér fyrir því að sett- ar verði almennar reglur sem tryggi umgengnisrétt almennings um land- ið til útivistar. í umsögn stjómar um stefnu í náttúruvemd segir m.a. svo: „Almannaréttur. Stéttarsambandið tekur undir það að tímabært er aðendurskoða þau ákvæði náttúruverndarlaga sem lúta að rétti almennings til dvalar og umferðar um landið (11. og 27. grein náttúruverndarlaga) og lýsir sig reiðubúið til samstarfs um slíka endurskoðun. Þjóðfélagsbreytingar síðustu ára, aukinn fjöldi ferðamanna, bættar samgöngur, breyttar áherslur í land- búnaði og fleiri þættir gera það nauðsynlegt að skilgreina „almanna- rétt“ betur en gert er í núgildandi lögum. Stéttarsambandið leggur áherslu á það í þessu sambandi að gera verður greinarmun á umferð almennings um landið annars vegar, þar með talin umferð á vegum áhugafélaga og hins vegar skipulögð umferð fólks á vegum viðskiptaaðila sem í vaxandi mæli er farið að stunda í nafni almannaréttar. Einnig vill Stéttarsambandið vara við þeirri tilhneigingu ýmissa þétt- býlisbúa, stofnana og samtaka sem eignast stór landssvæði, til að banna umferð almennings um þau. Hætt er við að þetta verði enn meira áber- andi ef erlendir aðilar eignast hér land í kjölfar gildistöku EES-samn- ingsins". Á auka-náttúruvemdarþingi sem haldið var í febrúar var gerð ítarleg grein fyrir afstöðu Stéttarsambands- ins til þessara mála. 1.7. Ályktun um landgrœðslu. I ályktuninni er lýst ánægju með samstarf Landgræðslunnar og bænda um uppgræðslu lands. Ályktunin var send til Landgræðslu ríkisins. Skipulegt samstarf Landgræðslunnar og bænda um uppgræðslu heima- landa hófst árið 1991 og hefur farið vaxandi með ári hverju. Um 370 bændur taka þátt í þessu verkefni á árinu 1994. Verkefnin eru margvís- leg, svo sem lokun rofabarða og græðsla mela. í heild er upp- græðslustarf bænda að sögn Land- græðslunnar mjög umfangsmikið. Samkvæmt upplýsingum hennar er yfirleitt um ófriðað heimaland að 638 FREYR- 18*94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.