Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 47

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 47
ræða, utan sem innan hagagirðinga. Bændur nota í vaxandi mæli líf- rænan áburð til uppgræðslu; hey, moð og húsdýraáburð og skilar það að mati Landgræðslunnar bestum árangri. Að mati stofnunarinnar er eitt mesta gildi slíkrar beitarupp- græðslu að hlífa úthagagróðri vor og haust, þannig að margföldunar- áhrifin með tilliti til gróðurvemdar og sjálfsuppgræðslu annars lands eru mjög mikil. Svo sem kunnugt er var í bókun með Búvörusamningi gert ráð fyrir að ríkissjóður legði fram 2 milljarða króna til landgræðslu og skógræktar á vegum bænda á samningstíman- um. Aðeins um 100 milljónir króna hafa enn verið lagðar fram sam- kvæmt markmiðum þessarar bók- unar. Nánar verður vikið að þessu í kafla um framkvæmd búvörusamn- ings. 1.8. Ályktun um byggöamál. Ályktunin var send til Byggða- stofnunar. í ályktuninni er tekið undir þá niðurstöðu Byggðastofnun- ar að landbúnaðurinn verði seint metinn til fulls á þá vog sem mælir beinan afrakstur hans, heldur verði að hafa í huga úrvinnslugreinamar og þjónustu sem tengist honum, en einnig gildi hans fyrir samhengi byggðarinnar og hvílíkur bakhjarl hann er þéttbýlisstöðunum hvar- vetna um landið. Þau drög að stefnumarkandi byggðaáætlun sem kynnt voru á síðasta aðalfundi voru lögð fram á haustþingi 1993 og hlutu samþykki sem ályktun Alþingis. 1.9. Atvinnumöguleikar í sveitum. í ályktuninni er lögð áhersla á að áfram verði unnið að eflingu og framþróun á atvinnumöguleikum í sveitum. Unnið hefur verið að þessu með margvíslegum hætti og verður gerð sérstök grein fyrir því í kaflanum um starf atvinnumálafull- trúa og um möguleika vistvænnar (lífrænnar ræktunar). í ályktuninni er m.a. sérstaklega vikið að starfi vistforeldra. Stéttarsambandið og Landssamtök vistforeldra gengust í aprflmánuði fyrir tveimur nám- skeiðum fyrir fólk sem hyggst taka böm til sumardvalar. Námskeiðin voru haldin á Hvanneyri í samvinnu við bændaskólann þar. Námskeiðin sóttu um 40 manns. Alls hafa um 300 manns sótt slík námskeið á vegum Stéttarsambandsins og sam- taka vistforeldra frá árinu 1989. 1.10. Ályktun um málefni garðplöntuframleiðenda. í ályktuninni er stjóm SB falið að beita sér fyrir því að garðplöntu- framleiðendur njóti eðlilegrar vemd- ar, m.a. gegn óeðlilegri samkeppni af hálfu ríkisrekinna fyrirtækja á sviði garðplöntuframleiðslu. I þessu máli hefur það gerst að Samkeppn- isstofnun hefur fellt úrskurð vegna kæru Félags garðplöntuframleiðenda á hendur Skógræktarfélagi Reykja- víkur, Skógrækt ríkisins o.fl. aðil- um. Niðurstaða Samkeppnisstofn- unar er sú að um óeðlileg tengsl sé að ræða milli þess hluta af starfsemi Skógræktarfélagsins sem nýtur stuðnings opinberra aðila og þess hluta sem annast framleiðslu og sölu garðplantna fyrir almennan markað í samkeppni við einkareknar stöðvar. Eru þessir aðilar skyldaðir til þess að aðgreina þessa starfsemi í bók- haldi þannig að skýrt komi fram að ekki sé verið að niðurgreiða fram- leiðslu garðplantna. Jafnframt mæl- ist Samkeppnistofnun til þess að farið verði að bjóða út framleiðslu trjáplantna á vegum þessara aðila. Úrskurður þessi hefur mikið for- dæmisgildi og mun væntanlega breyta stöðu þessara mála garð- plöntuframleiðendum í hag. 1.11. Ályktanir um málefni Stofnlánadeildar land- búnaðarins. Tvær ályktanir voru samþykktar um þetta efni. Sú fyrri fól í sér ákvörðun um frestun á afgreiðslu tillögu lánamálanefndar um breyt- ingar á vöxtum Stofnlánadeildar og helmings lækkun á gjaldtöku til deildarinnar o.fl. atriði. Stjóm Stétt- arsambandsins hefur ítrekað rætt þetta mál á fundum sínum, m.a. með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á vaxtastigi í landinu almennt og með tilliti til þess hvemig létta megi álögum af búvöruframleiðsl- unni vegna harðnandi samkeppni á matvörumarkaðnum. Nefnd á veg- um landbúnaðarráðherra vinnur nú að úttekt á stöðu Stofnlánadeildar. Þegar þetta er ritað er ekki ljóst hvort eða með hvaða hætti mál þetta kemur fyrir aðalfund í haust. Hin ályktunin fjallar um lengingu á lánstíma þeirra lána sem tekin hafa 18'94 - FREYR 639
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.