Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 49

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 49
og samtaka og boðið að fulltrúar landbúnaðarins kæmu á fundi og kynntu mál landbúnaðarins og svör- uðu fyrirspumum. Fékk það góðar undirtektir. Þetta framtak UÞL vakti mikla athygli og varð til þess að slá á þá villandi og neikvæðu umræðu sem fylgdi í kjölfar blaðamannafundar viðskiptaráðherra. í nóvember hófst ný lota í um- ræðunni í kjölfar tilrauna Hagkaups til þess að fá samþykki fyrir inn- flutningi á svínaskinku frá Dan- mörku og tilrauna Bónusverslan- anna til þess að fá leyfi fyrir inn- flutningi á kalkúnalöppum frá Hol- landi. Blandaðist þessi umræða á mjög skaðlegan hátt inn í umræður um álagningu jöfnunargjalda skv. EES-samningi á hinum pólitíska vettvangi. Lokakaflinn í þessari hrinu var svo sýning á fjórum sjón- varpsþáttum Baldurs Hermannsson- ar, „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins“ þar sem fjallað var á mjög sérstæðan hátt um bændur og landbúnað á fyrri öldum og sýning á sænskum sjón- varpsþætti sem fjalla átti um stjómkerfi landbúnaðarins. Ekki eru tök á að skýra frá allri þeirri umræðu sem spannst um þau mál sem að framan eru nefnd. Nokkuð virðist augljóst að tilgang- urinn með þessum uppákomum var fyrst og fremst sá að brjóta niður þá innflutningsvemd sem landbúnaður- inn hefur um langt skeið notið og koma í veg fyrir að ákvæði EES- samningsins og væntanlegs GATT- samnings yrðu framkvæmd á þann hátt sem landbúnaðurinn gæti við unað. Ekki eru heldur tök á að rekja í einstökum atriðum hvemig brugðist var við þessum málum af hálfu land- búnaðarins. Hinn 1. júní 1993 voru Upplýs- ingaþjónusta landbúnaðarins og Markaðsnefnd landbúnaðarins sam- einaðar. Hefur síðan verið unnið að samræmdu ímyndarátaki sem standa mun allt þetta ár og næsta. Hefur það starf m.a. tekið mið af þeirri hörðu baráttu sem að framan er lýst. Skýrsla um starf Upplýsingaþjón- ustunnar, sem starfar nú í tveimur deildum, markaðsdeild og almanna- tengsladeild, verður lögð fyrir fund- inn. Helga Guðrún Jónasdóttir, forstöðu- maður Upplýsingaþjónustu landbúnað- arins með dóttur sína, Huldu Hvönn, hálfs árs. Enda þótt varnarbaráttu landbún- aðarins muni seint ljúka bendir margt til þess að nokkur áfangasigur hafi unnist með starfi Upplýsinga- þjónustunnar undanfarið ár. Þess er líka að vænta að tekist hafi að snúa umræðunni frá fortíðinni að þeim sóknarfærum sem landbúnað- urinn kann að eiga í breyttu rekstr- arumhverfi. 2.2. Möguleikar til vistvœnn- ar/lífrœnnar framleiðslu. Nátengt því ímyndarátaki Upp- lýsingaþjónustunnar sem að framan greinir er það starf sem síðustu mánuði hefur verið unnið til þess að kanna möguleika íslensks landbún- aðar til framleiðslu á hreinum og ómenguðum afurðúm undir for- merkjum lífrænnar/vistvænnar fram- leiðslu, en markaður fyrir slíkar afurðir er nú vaxandi meðal þjóða/ þjóðfélagshópa, þar sem kaupgeta er mikil og menntunarstig hátt. Bein afskipti af þessu máli hófust með stuðningi bændasamtakanna við fræðslufund um lífræna fram- leiðslu sem haldinn var í Vík í Mýr- dal í september 1993. í framhaldi af þeim fundi hófust skipulegar umræður og gagnaöflun um þessi mál á vettvangi Búnaðar- félags íslands, Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráðs landbún- aðarins. Leiddu þær til þess að í nóvember sl. var settur á fót starfs- hópur með fulltrúum frá framan- greindum stofnunum, RALA, Land- búnaðarráðuneytinu og Upplýsinga- þjónustunni. Starfshópurinn, sem var undir for- ystu Amaldar Bjamasonar, réð Baldvin Jónsson almannatengslaráð- gjafa til starfa um þriggja mánaða skeið til þess m.a. að afla gagna um þær kröfur sem gerðar em til slíkrar framleiðslu. Hinn 1. apríl var Baldvin svo ráð- inn til Markaðsdeildar Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins í 8 mánuði til þess að vinna að gagnaöflun og kynningu á þessu sviði. Frá því í janúar hafa á vegum þessa verkefnis verið haldnar þrjár ráðstefnur með erlendum fyrirlesur- um til þess að kynna markaðsmögu- leika slíkra afurða og gildi hreinnar og ómengaðrar fæðu til varnar sjúk- dómum og við eftirmeðferð. Hafa þessar ráðstefnur vakið mikla athygli og umræðan beinst að þeim möguleikum sem íslenskur landbúnaður kann að eiga á þessu sviði. A vegum Búnaðarfélags íslands og Landbúnaðarráðuneytisins hafa nú verið unnin drög að íslenskum staðli fyrir lífræna/vistvæna fram- leiðslu og standa vonir til að hann fáist viðurkenndur síðar á þessu ári. Hefur dr. Ólafur Dýrmundsson haft veg og vanda af því verki. Þegar staðall þessi liggur fyrir skapast grundvöllur til að meta hver staða íslenskrar búvöruframleiðslu er nú með tilliti til slíkra krafna og jafnframt hverju þarf að breyta í núverandi framleiðsluháttum til þess að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru. Jafnframt er þá kominn grund- völlur til þess að meta hvað slíkar breytingar kosta og um leið hag- kvæmni þess fyrir einstaka bændur og/eða landbúnaðinn í heild að að- laga sig að slíkum breytingum. Sú umræða sem spunnist hefur vegna þessa verkefnis hefur án efa stuðlað að jákvæðari umræðu um landbúnaðinn. 2.3. Tveggja þrepa VSK. Stéttarsamband bænda hefur frá því söluskattur og síðar virðisauka- 18'94 - FREYR 641
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.