Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 50

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 50
skattur var lagður á matvæli árið 1988 barist fyrir því að lægra skattþrep væri haft á mavælum. Að nokkru var komið til móts við það sjónarmið með endurgreiðslu/ niðurfellingu skattsins af búvörum en það kerfi reyndist ófullnægjandi. Stéttarsambandið hafði forystu um það árið 1992 að sameina Stéttar- sambandið, ASÍ, BSRB og Neyt- endasamtökin um kröfuna um lægra skattþrep á matvæli. I kjarasamningum í maí 1993 var samið um að lögfest skyldi 14% skattþrep á öllum matvælum. Þegar leið að afgreiðslu málsins á Alþingi óx þeim öflum mjög ásmeg- in sem vildu óbreytt eða lítt breytt kerfi og var mjög haft á orði að framkvæmd tveggja þrepa skatts færi úr böndunum og lækkunin skil- aði sér ekki til neytenda. Auk þess var því mjög haldið á lofti að tími til breytingarinnar væri of naumur. A fundi 15. desember gerði stjóm Stéttarsambandsins eftirfarandi bók- un: „Stéttarsamband bænda mælir með því nú sem fyrr að virðisauka- skattur sé lagður á í tveimur þrepum og matvæli höfð í því lægra. Það er í samræmi við skattastefnu flestra Evrópuþjóða, þar sem matvæli eru annað hvort með mjög lágum VSK, 4 - 7%, eða engum, en hærri VSK lagður á aðrar vörutegundir. Einnig hefur verið bent á að aðlaga þurfi fyrirkomulag á álagningu VSK hér- lendis að skattastefnu EB í samban- di við inngöngu landsins í hið Evrópska efnahagssvæði. Sú aðferð, að niðurgreiða matvæli sem svarar lægra skattþrepi, sem tekin var upp við álagningu sölu- skatts á matvæli og síðar VSK, hefur ekki haldið nema að hluta til. Sérstakar niðurgreiðslur, sem áttu að koma í stað lægra skattþreps, höfðu tilhneigingu til að lækka smám saman að raungildi, þannig að raungildi VSK álagningar jókst að sama skapi“. Lyktir málsins urðu þær að ákvæði um lægra VSK-þrep á mat- vælum voru samþykkt á Alþingi skömmu fyrir jói. Engir teljandi erfiðleikar urðu við framkvæmd þessarar breytingar. Að mati ASÍ hefur lækkunin skilað sér að fullu til neytenda. Með gildistöku lægra skattþreps á 642 FREYR- 18 94 matvælum er mikilvægur áfangi unninn í einu helsta baráttumáli Stéttarsambandsins á síðustu árum. 2.4. Skattamál. Eitt af verkefnum Stéttarsam- bandsins er að fylgjast með þróun skattamála. Fjölmörg álitamál af slíku tagi koma upp ár hvert og tengjast mörg þeirra þeirri breytingu sem nú er að verða í atvinnuháttum til sveita og breyttu starfsumhverfi landbúnaðarins. Fer drjúgur hluti af starfi hagfræð- ingsins í að sinna slíkum málum. Ekki eru tök á að rekja einstök atriði þessa starfs í skýrslu þessari en reynt er að koma vitneskju til bænda um breytingar á þessu sviði í Frey og í gegnum leiðbeiningaþjón- ustuna. Það sem gerir oft erfitt fyrir í þessum efnum er skortur á sam- ræmdri stefnumörkun stjómvalda í skattamálum og handahófskennd og mótsagnakennd vinnubrögð við lagasetningu. Þetta endurspeglast síðan í starfi skattayfirvalda og úrskurðum sem felldir eru um einstök framkvæmda- atriði. Ljóst er að vinna við þennan þátt mála mun fara vaxandi á næstunni. 2.5. Rekstrarráðgjöf fyrir bœndur. Miklar umærður hafa farið fram innan stjómar Stéttarsambandsins um vaxandi rekstrarerfiðleika hjá bændum: Landbúnaðurinn stendur frammi fyrir margháttuðum breytingum af ýmsum orsökum. Þær helgast bæði af breyttum pólitískum forsendum innanlands og nýjum viðhorfum vegna alþjóðlegra samninga sem ís- land er aðili að. Oöryggi hefur vaxið, aukin ábyrgð færst á herðar bænda og afurða- stöðva, vaxandi óvissa er varðandi hvert stefnir í náinni framtíð og ákvarðanataka verður erfiðari. Afkoma bænda hefur á margan hátt farið versnandi á undanförnum árum. Það má fyrst og fremst rekja til eftirfarinna atriða: * minni framleiðsluréttur í hefð- bundnum búgreinum * almennt lækkandi afurðaverð (verðfall og langir greiðslufrestir á kjöti) * minnkandi atvinnumöguleikar ut- an heimilis Afkoma bænda er mjög misjöfn, og hefur afkomumunur innan stétt- arinnar farið vaxandi á síðustu árum. Þeir sem byggja afkomu sína að miklu leyti á mjólkurframleiðslu hafa ekki orðið fyrir ýkja miklum tekjusamdrætti, en hjá þeim bænd- um sem hafa byggt afkomu sína alfarið á sauðfjárrækt hefur afkoman versnað verulega á síðustu árum. Víða hefur skuldasöfnun átt sér stað og er jafnvel að verða þannig að ein- staka bændur ráða varla við það lengur. Þessi þróun gerir það að verkum að það er enn ríkari nauðsyn en áður að bændur nýti sér þá þekkingu og þá möguleika sem fyrir hendi eru hjá stoðkerfi landbúnaðarins. Þá er bæði verið að tala um faglega þekkingu í almennri búfjár- og jarðrækt og rekstrarlega þekkingu. Margt bendir til að skipta megi bændum í þrjá flokka eftir fjárhags- og rekstrarlegri stöðu: 1. Bændur sem eiga ekki í neinum sérstaklegum erfiðleikum. Þeir þurfa hins vegar oft á aðstoð að halda við að átta sig á því hvaða möguleika þeir eigr að velja og hvemig þeir geti styrkt stöðu sína varðandi óvissa framtíð. 2. Bændur sem eiga í verulegum rekstrarerfiðleikum. Búreksturinn stendur ekki undir því sem hon- um er ætlað að gera, bæði vegna verðfalls afurðanna og þess að ekki er lengur möguleiki á að afla tekna utan heimilis. Hjá þessu fólki fara almennar rekstrarskuld- ir vaxandi og geta orðið óvið- ráðanlegar á tiltölulega skömm- um tíma ef ekkert er að gert. 3. Bændur sem eru í allt að því von- lausri stöðu og geta hvorki farið eða verið. Þeir eru það tekjulágir að vart er mögulegt að framfleyta fjölskyldunni. Þeir eru það skuld- settir að það er fyrirsjáanlegt að þeir muni aldrei geta greitt skuldimar. Þeir eru það eignalitlir að þeir komast ekki frá skuld- unum með sölu eigna og eru því í raun gjaldþrota, enda þótt það geti dregist í nokkur ár að endan- legur úrskurður falli þar um. A fundi stjómarinnar 23. febrúar var samþykkt að skrifa stjórn Bún-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.