Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 53

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 53
Hjónin Sigurgeir Hreinsson og Bylgja Sveinbjörnsdóttir á Hríshóli í Eyjafjarðar- sveit. A bak við þau rœða þeir saman, Bjarni St. Konráðsson og Guðni Agústsson, alþingismaður. verðlagsgrundvelli, eins og hefði fengist fyrir 100% nýtingu greiðslumarks lögbýlis. Stjóm Stéttarsambandsins telur að þessi skilgreining sé of þröng og bendir á að skv. gildandi reglugerð um greiðslumark á lög- býlum er framleiðendum heimilt að nýta 105% af greiðslumarki lögbýlis með innleggi í afurða- stöð og heimtöku kjöts. Því telur stjóm Stéttarsambands- ins eðlilegt að ákvæðum 13. greinar verði breytt á þann veg að afurðatjónsbætur greiðist einnig sem hlutfall af því verðmæti sem fæst fyrir kjöt, gærur og slátur vegna nýtingar á bilinu 100% að efri mörkum greiðslumarks. 2. I reglugerðinni er ekki tekið á þeim vanda sem skapast getur ef greiðslumark lækkar og misræmi skapast milli ásetts búfjár og greiðslumarks. Nauðsynlegt er að finna leið til samræmis í þessu efni. Það mætti til dæmis gera með því að reikna afurðir á ásetta kind einhver ár fyrir niðurskurð og reikna síðan þær afurðir á það fé sem skorið var niður. Litið yrði á slíka reiknaða framleiðslu sem framleiðslu fjárleysisáranna. Það sem umfram yrði greiðslumark félli undir umsýslumat. 3. Fram til þessa hafa ekki verið greiddar bætur vegna ullarinn- leggs. Ekki verður séð að í gild- andi lögum séu nein þau ákvæði sem hindri að slíkar bætur verði teknar upp. Með bættri umhirðu og nýtingu ullar svo og vegna breyttrar verðlagningar skipta tekjur af ullarinnleggi umtals- verðu máli fyrir bændur. Þeir bændur sem bestum árangri hafa náð fá nú um kr. 1.000 eftir vetrarfóðraða kind í tekjur vegna ullarinnleggs. Stjórn Stéttarsambandsins telur því eðlilegt að afurðatjónsbætur verði framvegis greiddar vegna ullarinnleggs. Stjóm Stéttarsambandsins vill að lokum ítreka þá skoðun að árangur í baráttunni við riðuveikina næst því aðeins að góð samvinna takist við bændur um framkvæmd vamarað- gerðanna. Forsenda þess að svo megi verða er að sanngimi ráði við mat á bótum til þeirra sem þurfa að farga fé sínu vegna slíkra aðgerða. Því leggur stjómin áherslu á að þær lagfæringar á bótaákvæðum reglugerðar nr. 398/1993 sem að fra- man eru raktar nái fram að ganga". 2.10. Útlánastefna Stofnlánadeildar. A fundi stjómar 27. október var rætt um útlánastefnu Stofnlánadeild- ar landbúnaðarins á árinu 1994. Fyrir lá að deildin hefði að hámarki 370 milljónir króna til útlána á þessu ári: Stjómin samþykkti eftirfarandi ábendingar um stefnu í útlánum á yfirstandandi ári: a) Jarðakaupalán hafi forgang að til- tæku fjármagni enda séu traustar fjárhagslegar forsendur fyrir kaup- unum. b) Utlán verði takmörkuð svo sem kostur er og ekki lánað til gróð- urhúsa, grænmetisgeymslna og kjötframleiðslu umfram þegar gefin lánsloforð. 2.11. Pokasjóður. Á sl. vori risu deilur milli Land- vemdar og aðila innan verslunarinn- ar um fyrirkomulag það sem gilt hefur frá árinu 1989 að hluti af sölu- andvirði plastburðarpoka renni í svonefndan Pokasjóð til umhverfis- og náttúruverndar. Fé því sem Pokasjóður hefur haft til ráðstöfunar hefur verið úthlutað til margvíslegra verkefna, stórra og smárra, víðsvegar um land að und- angenginni umfjöllun sérstakrar fag- nefndar og stjómar Landvemdar. Á þeim 5 árum sem Pokasjóður hefur starfað hefur verið úthlutað um 80 milljónum króna til verkefna um land allt. Ef framlag styrkþega er metið. þ.e. fjármagn, vinna, vélar og áhöld o.fl., má að mati Land- vemdar gera ráð fyrir að margfeldis- áhrif þessara styrkveitinga nemi um hálfum milljarði króna. Á fundi stjómar Stéttarsambands- ins 20. júlí sl. var samþykkt svo- hljóðandi bókun: „Stjóm Stéttarsambands bænda lýsir áhyggjum sínum vegna þess ágreinings sem upp er kominn vegna ráðstöfunar þess fjár sem gert er ráð fyrir að renni í Pokasjóð Landvemdar. Stjórnin minnir á að það er al- menningur í landinu - neytendur - sem greiða það fé sem rennur í Pokasjóð og því eðlilegt að fulltrúar þeirra annist ráðstöfun þess. Land- vemd eru fjölmennustu almanna- samtökin í landinu sem hafa um- hverfismál og náttúruvernd á stefnu- skrá sinni. Því er eðlilegt að þau samtök fari með umboð almennings við ráðstöfun á þeim fjármunum sem renna í Pokasjóð. Stjómin lýsir stuðningi við þá 1S'94 - FREYR 645
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.