Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 55

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 55
fundarhöld, tekist samkomulag milli aðila EES-samningsins um fram- kvæmd bókunar III með samningn- um. Eru því mjög mörg fram- kvæmdaatriði óljós ennþá. Veruleg óvissa ríkir um framvindu þess máls og margra fleiri atriða sem snerta samninginn vegna vænt- anlegrar inngöngu Noregs, Svíþjóð- ar og Danmerkur í Evrópusamband- ið um næstu áramót. Svo sem kunnugt er gerir EES- samningurinn ráð fyrir að svokölluð gagnkvæmnisregla gildi um álagn- ingu jöfnunargjalda, þ.e. að heimilt er að endurgreiða verðjöfnunargjöld við útflutning á vörum sem inni- halda landbúnaðarhráefni. Ákvæði um þetta voru samþykkt við breytingu á búvörulögum í des- ember og hljóðar lagagreinin svo: „Heimilt er að endurgreiða verð- jöfnunargjöld við útflutning á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni. Ráðherra ákveður með reglugerð þær vörur sem verðjöfnun tekur til um hver endurgreiðslan skuli vera. Sama nefnd og um ræðir í 3. mgr. 27. greinar skal vera ráðherra til ráðuneytis um ákvörðun verðjöfnun- ar við útflutning". Reglur um framkvæmd þessara ákvæða hafa enn ekki verið settar og óvissa ríkir um fjármögnun slíkra endurgreiðslna sem geta numið verulegum fjárhæðum ef skriður kemst á útflutning unninna landbún- aðarvara og vara sem innihalda landbúnaðarhráefni. Veruleg óvissa ríkir því um fram- kvæmd þessa máls í heild og er það til mikils óhagræðis fyrir land- búnaðinn og raunar óþolandi staða. Sú pólitíska togstreita sem orðið hefur um framkvæmd málsins og sú fjölmiðlaumræða sem henni fylgdi hefur án efa skaðað málstað land- búnaðarins og var vægast sagt lítil- lækkandi fyrir atvinnuveginn í heild. 2.15. GATT-samningurinn. Samningar tókust í GATT-við- ræðunum í desember 1993 eftir nær 7 ára samningaþóf. í landbúnaðarkafla samninganna eru þrjú megin atriði sem varða landbúnað á Islandi. Þau varða markaðsaðgang, innri stuðning og útflutningsbætur. Allar takmarkanir á innflutningi búvöru til landsins Jón Baldvin Halldórsson, fréttamaður RÚV, gerði fundinum skil. munu breytast yfir í svokölluð tolla- ígildi, sem reiknast sem munur á meðalheimsmarkaðsverði á viðmið- unarárunum 1986-1988 og heild- söluverði innanlands. Þessi tolla- ígildi eiga síðan að lækka um 36% að jafnaði á sex ára tímabili, þó að lágmarki um 15%. Þess ber að geta að unnt er að takmarka innflutning á matvælum sem ekki hafa verið hita- meðhöndluð svo sem hráu kjöti. Einnig lifandi dýrum. Leyfa skal innflutning án tolla, eða með mjög lágum tollum, 3% í upphafi sem hækkar síðan í 5% í lok 6 ára aðlögunartíma. Innri stuðningur í landbúnaði, sem rennur beint til framleiðenda án þess að tengjast framleiðslutakmarkandi aðgerðum, á að lækka um 20% á viðmiðunartímanum. Utflutningsbætur aðildarríkjanna eiga að lækka um 36% í krónutölu eða 21% í magni á samningstíman- um. Enn er óljóst hvort GATT-samn- ingurinn tekur gildi 1. júlí 1995 eða 1. janúar 1996. Allt er á huldu um það hvemig íslensk stjómvöld taka á fram- kvæmd samningsins, hvemig beitt verður heimildum um álagningu tollaígilda og hvemig staðið verður að framkvæmd lágmarks innflut- nings. Agreiningur virðist um það hvort þau ákvæði um forræði varðandi innflutning búvara sem samþykkt voru á Alþingi í dsember sl. gildi varðandi GATT-samninginn og núverandi utanríkisráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni að ástæðu- laust sé að beita heimildum um álagningu tollaígilda til fulls. Stjóm Stéttarsambandsins hefur krafist þess að stjórnvöld marki skýra stefnu í afstöðu sinni til út- færslu á niðurstöðum GATT-samn- ingsins hið fyrsta þannig að land- búnaðurinn og atvinnulíf honum tengt viti sem gleggst hver staðan er og hægt verði að taka ákvarðanir varðandi stefnumörkun í málefnum landbúnaðarins í framhaldi af því. Vegna þeirrar lækkunar sem orðið hefur á stuðningi við landbúnað hér á landi á undanförnum árum og afnáms útflutningsbóta hafa kröfur samningsins hvað þessa þætti áhrærir þegar verið uppfylltar, sé tekið mið af viðmiðunarárunum 1986-1988. Eg tel niðurstöðu þá sem orðin er í GATT-samningnum jákvæða og að hún muni stuðla að raunhæfari verð- myndun á búvörum á alþjóðamark- aði. Eg tel einnig að hinn nýi GATT-samningur muni ekki koma í veg fyrir að hér geti þrifist blóm- legur lanbúnaður á komandi árum ef íslensk stjómvöld standi að fram- kvæmd samningsins af víðsýni og skilningi. 3. Verðlagning búvara - afkoma bœnda. I þessum kafla verður gerð grein fyrir þróuninni í verðlagi búvara. Þegar fjallað er um störf verðlags- nefndar og verðlagsgrundvöll afurða er nauðsynlegt að hafa í huga að í því breytta rekstrarumhverfi sem landbúnaðurinn nú býr við gegnir verðlagsgrundvöllurinn ekki sama hlutverki og áður. Hann er fyrst og fremst mæli- kvarði á verðþróun innan viðkom- andi greinar. Það sem umfram annað ræður afkomu bænda nú er hæfni þeirra sjálfra og útsjónarsemi við rekst- urinn og það hvemig til tekst við sölu afurðanna. Ef ekki ríkir sam- staða um ákveðna skipulagningu og samstarf um afsetningu afurðanna hefur það lítinn tilgang að halda uppi verðskráningu á einstökum 18'94 - FREYR 647
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.