Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 57

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 57
Aðalsteinn Jónsson í Klausturseli, t.v., rœðir málin við Rögnvald Ólafsson í Flugu- mýrarhvammi. 4. Þessar breytingar leiddu til lækk- unar á gjaldahlið úr kr. 3.729.511,94 íkr. 3.661.168,60. 5. Tekjuhlið breyttist þannig að verð á gærum hækkaði um 25% frá fyrra grundvelli. Á móti þeirri breytingu var magn ullar í grund- velli lækkað. Það var gert vegna þeirrar ákvörðunar stjómvalda að hætta niðurgreiðslum á sumar- rúna ull, sbr. bréf Landbúnaðar- ráðuneytisins þess efnis. Þar er tekið fram að ráðuneytið hafi tekið ákvörðun um að greiða umframverð á gærum til bænda sem svari til þess að verð þeirra hækki um 25% og jafnframt að greiða ekki niður verð á sumar- rúinni ull. Verð á slátri lækkaði um 15% til að mæta þeirri lækkun á gjalda- hlið sem áður er getið. Verð á kjöti helst því óbreytt. Aðrar afurðir en ull héldust óbreyttar að magni til. Verðlagning eggja og kjúklinga. Verð kjúklinga var hækkað um 5,57% frá júnígrundvelli að teknu tilliti til breytinga sem orðið höfðu á endurgreiðslu kjamfóðurgjalds. Frestað var endurskoðun á magn- tölum gmndvallarins. Gjaldahlið eggjagrundvallar var hækkuð um 4,77%. Frestað var end- urskoðun á magntölum grundvallar- ins. 3.2. Verðlagning 1. desember 1993. Á tímabilinu 1. september til 1. desember hækkaði gjaldahlið verð- lagsgrundvallar kúabús um kr. 612,89. Ákveðið var að halda verði nautgripakjöts og mjólkur óbreyttu frá því sem ákveðið var 1. septem- ber en hækkun útgjalda látin mæta hagræðingarkröfu. Voru þar með komin fram 1,97% af 2% hag- ræðingarkröfu ársins. Færðust því 0,03% til næsta árs. Þá var ákveðið að tillögu nefndar á vegum Framleiðsluráðs landbún- aðarins að breyta hlutföllum pró- teins og fitu í verði mjólkur til bænda. Miðast 75% verðsins nú við próteininnihald mjólkurinnar en 25% við fitu. Framreikningur Hagstofu Islands á verðlagsgrundvelli sauðfjárafurða sýndi 0,12% hækkun frá 1. septem- ber og var ákveðið að geyma þá hækkun til næstu verðlagningar. Framreikningur kjúklingagrund- vallar sýndi 1,55% hækkun og eggjagrundvallar 1,63% hækkun. Verð þessara afurða breyttist í sam- ræmi við það. Hinn 1. janúar var hætt endur- greiðslum gjalda úr ríkissjóði sem höfðu áhrif á verðlagsgrundvelli eggja og kjúklinga. Við þetta breytt- ist verð kjúklinga til framleiðenda um 11,86% og eggja um 7,63%. Vegna lækkunar á VSK var verð hins vegar óbreytt til neytenda. Hinn 1. janúar hækkaði verð á hrossakjöti í 1. verðflokki A, B og C um 14% að tillögu Félgs hrossa- bænda. 3.3. Verðlagning 1. mars 1994. Samkvæmt framreikningi Hag- stofu íslands hækkaði verðlags- grundvöllur nautgripa um 0,44%. Geymd lækkun (framleiðnikrafa) frá fyrra ári nam 0,3%. Verð á mjólk og nautgripakjöti hélst því óbreytt. Grundvöllur sauðfjárafurða hækk- aði á sama tímabili um 0,15%. Til geymslu komu því kr. 9.641,00. Verðlagsgrundvöllur eggja lækk- aði um 1,47% og grundvöllur kjúkl- inga um 0,58%. Breyttist verð á eggjum og kjúklingum til bænda í samræmi við það. Verð á hrossakjöti hélst óbreytt. Hinn 1. apríl ákvað Verðlagsnefnd búvara lækkun á nautgripakjöti sam- kvæmt beiðni Landssambands kúa- bænda. Nam lækkunin samtals kr. 81.987,95 á tekjuhlið grundvallar og færðist til geymslu sem jöfnuður gjalda og tekna. 3.4. Verðlagning 1. júní 1994. Verðlagsgrundvöllur kúabús hækk- aði um 0,20% frá 1. mars til 1. júní skv. framreikningi. Ákveðið var að taka eingreiðslu launa 1. júní inn á 6 mánaða tímabili. Ákveðið var að hækkunartilefni þessi mæti fram- leiðnikröfu. Þá var ákveðið að halda verði nautgripakjöts óbreyttu að beiðni Landssambands kúabænda. Verðlagsgmndvöllur sauðfjárafurða hækkaði um 0,20% og var þessari hækkun frestað til 1. september. Einnig hækkun vegna eingreiðslu launa 1. júní. Framreiknaður verðlagsgrundvöll- ur eggja hækkaði um 0,33% með því að eingreiðsla launa kæmi inn á 6 mánuðum. Hliðstætt hækkunartilefni á verði kjúklinga var 0,19%. Þessum hækkunartilefnum var frestað til 1. september. 3.5. í eftirfarandi töflu kemur fram hver hefur verið þróun í verði ein- 18*94 - FREYR 649
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.