Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 61

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 61
5.8. Hagrœðing í mjólkuriðnaði. Reglugerð um ráðstöfun á verðmiðlunarfé til hagræðingarað- gerða í mjókuriðnaði og mjólkur- framleiðslu var gefin út 22. apríl sl. Reglugerðin kveður á um að ráð- stafa megi allt að 450 millj. kr. af verðmiðlunarfé, sem innheimt var af innveginni mjólk fyrir 1. janúar 1994 svo og vaxtatekjum af því fé, til úreldingar mjólkurbúa, hagræð- ingarverkefna hjá mjólkurbúum og til búháttabreytinga á jörðum með mjólkurframleiðslu sem liggja fjarri afurðastöð. Ákvæði þessi gilda til 1. janúar 1996. 5.9. Framleiðnikrafa. Samkvæmt bókun II með bú- vörusamningi skal stefnt að því að raunverð dilkakjöts lækki um 20% á 5-6 árum eða frá árinu 1991 til 1996-1997. Á tímabilinu 16/9 1991 til 1/3 1994 hefur orðið 9,5% raunverðs- Iækkun á heildsöluverði dilkakjöts (DIA) en 8,03% raunlækkun á grundvallarverðinu, en slátur og heildsölukostnaður hefur þó ekki lækkað nema um 3,3%. Auk þess virðist sem sláturleyfishafar veiti af- slætti sem hafa áhrif á heildarverðið. I þessu sambandi þarf einnig að taka tillit til þess að sláturleyfis- höfum hefur reynst erfitt að fá uppi- borið þær kr. 10,31 sem fluttar voru af kjöti yfir á aðrar sauðfjárafurðir. Tímabilið sem hér um ræðir er 2 1/2 ár. Samkvæmt framansögðu er ljóst að lækkun á grundvallarverði og heildsöluverði kindakjöts er í samræmi við markmið samningsins, MOLRR Verðmœti innlendrar búvöruframleiðslu minnkaði Árið 1990 voru ársverk í landbún- aði 6.166. Heildarverðmæti fram- leiðslunnar það ár nam rúmum 15 milljörðum króna. Frá 1986 til 1992 minnkaði framleiðsluverðmætið um 11% mælt á verðlagi ársins 1980. Mest rýmuðu verðmæti sauðfjár- en hins vegar vantar upp á að lækk- un slátur- og heildsölukostnaðar sé næg. Minnt skal á að það var ein af forsendum framleiðnikröfunnar á bændur að sama árangri yrði náð á vinnslu- og sölustigum. Framleiðnikrafa í mjólkinni var samtals 5% árin 1992 til 1994. Framleiðnikröfunni hefur til þessa verið mætt að fullu (sjá kafla 3). Hliðstæð framleiðnikrafa er gerð til mjólkuriðnaðarins en ekki liggur ljóst fyrir hvemig henni hefur verið mætt. 5.10. Viðauki II. Samkvæmt viðauka II með bú- vörusamningi er gert ráð fyrir að Byggðastofnun fái á samnings- tímanum kr. 450 milljónir til þess að greiða fyrir annarri atvinnuuppbygg- ingu á þeim stöðum sem viðkvæm- astir eru fyrir samdrætti í sauðfjár- framleiðslu. Samkvæmt þessu ættu kr. 250 milljónir að hafa skilað sér til slíkra verkefna en staðreyndin er hins vegar sú að ekkert af þessu fé hefur skilað sér enn. 5.11. Bókun VI. 1 bókun VI um fé til landgræðslu og skógræktar er það markmið sett að tveimur milljörðum króna verði á samningstímanum varið til þeirra mála á vegum bænda. Innan við 100 milljónir króna af þessu hafa skilað sér enn. Fulltrúar framleiðenda í fram- kvæmdanefnd búvörusamninga hafa lagt til að gerð verði tímasett áætlun um það hvemig staðið verði við markmið bókunarinnar. afurða en minnkunar verður einnig vart í verðmæti afurða af nautgrip- um (mjólk og kjöt talið saman), refum og alifuglum (þ.m.t. ali- fuglakjöt og egg). í flestum öðrum greinum jókst verðmæti framleiðsl- (Hagur landbúnaðarins) Rapsolía á traktorinn Ræktun á rapsi til að framleiða rapsolíu sem eldsneyti á díselvélar fer vaxandi. Kosturinn við slíkt eldsneyti er að það eykur ekki kol- 5.12. Greiðsla fyrir niðurfœrslu fullvirðisréttar. í júnímánuði sl. greiddi Fram- leiðnisjóður kr. 25,00 pr. lítra mjólk- ur vegna innkomu réttar árið 1993/ 1994 sem bundinn var í leigu hjá Framleiðnisjóði. Ekki er ljóst hvemig fer með það sem á vantar fulla greiðslu. 5.13. Sölumól búsafurða. Varðandi sölumál búsafurða inn- anlands, útflutning o.fl. vísast til annarra kafla skýrslu þessarar, ásamt skýrslna búgreinafélaganna. 6. Lokaorð. Engin leið er í skýrslu sem þessari að greina frá öllum þeim málum sem Stéttarsambandið hefur fjallað um með einum eða öðrum hætti á sl. starfsári. Því er margra mála ógetið sem vert væri að fjalla um. Sem fyrr hefur verið reynt að hafa sem nánust tengsl við bændur. Á sl. vori tóku formaður o.fl. stjórnar- menn Stéttarsambandsins þátt í fundum um kjötsölumálin, auk þess sem formaður og fleiri fulltrúar Stéttarsambandsins hafa sótt fjöl- marga bændafundi víðsvegar um land. Reglulega eru birtar fréttir frá fundum stjórnarinnar í Frey og reynt er að hafa sem nánust tengsl við bú- greinafélögin. Eg þakka stjómarmönnum og starfsmönnum Stéttarsambandsins ágætt samstarf á liðnu ári svo og öðrum landbúnaðarstofnunum og starfsmönnum þeirra. Reykjavík, 17. ágúst 1994 Haukur Halldórsson tvísýring í andrúmsloftinu á sama hátt og jarðolía. Ræktun rapsins og brennsla raps- olíunnar myndar hringrás í náttúr- unni. í Frakklandi er raps til eldsneytis- framleiðslu ræktaður á 130 þúsund hektörum á þessu ári, og þess er vænst að ræktunin tvöfaldist á næsta ári. Enginn skattur er lagður á raps- olíuna, en skattur á díselolíu er veru- legur. Þannig er rapsolían um 25 kr. ódýrari á lítra en díselolía. (Landsbygdens Folk) 18'94 - FREYR 653
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.