Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 10

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 10
nokkuð lengi. Þar var verkstjóri Rögnvaldur Jónsson, búsettur á Sauðárkróki. Skólaganga þín? Hún var tiltölulega einföld. Ég var í barnaskóla frá 10 ára aldri og fram að fermingu. Skólinn var heima hjá kennaranum, Gísla Gottskálkssyni í Sólheimagerði. Gísli var barnakenn- ari að mennt. Hann var mikill áhugamaður að hverju sem hann gekk og mjög framfarasinnaður. Hann var mikilhæfur verkstjóri og bamakennari, laðaði börnin að sér og vann fljótt traust þeirra, enda mikill félagi þeirra jafnhliða kennslunni. Við gengum í og úr skóla á hverjum degi. Þetta var klukkutíma gangur hvora leið og þótti ekki tiltökumál á þeim tfma. Ef veður var vont eða mikill snjór og þungfært, þá kom fyrir að krakkarnir sem áttu lengst að fara daglega gistu í Sólheimagerði. Böm innan úr dölunum eða af Kjálka héldu til á bæjunum næst Sólheimagerði. Hvaða prestur fermdi þig? Séra Lárus Amórsson í Miklabæ fermdi mig. Hann uppfræddi krakk- ana venjulega í þrjár vikur, fyrsta vikan var eitthvað sundurslitin en síðan var hálfur mánuður upp á hvern dag, allan formiðdaginn heima á Miklabæ. Ég fór þá á hesti á miili Uppsaia og Miklabæjar. Þetta 730 FREYR - 2(794 vor fermdumst við 12 strákar en engin stelpa. Séra Lárus var að mörgu leyti merkilegur maður. Hann var stál- greindur, sérstæður að ýmsu leyti og fór sínar eigin götur í félagsmálum o. fl. Hann var mikill fundarmaður. Ég efast um að ég hafi lært meira í annan tíma en í þessum ferm- ingarundirbúningi og með fullri virðingu fyrir öllum kennurum sem ég hef haft um dagana þá tel ég hann þeirra mestan fræðara. Hvað kenndi hann? Hann kenndi að sjálfsögðu Kverið og útskýrði það mjög vel. Hann var þar líka með sínar eigin hugmyndir og var farinn að skrifa kver sjálfur og var búinn með tvo kafla, en annars var þetta Kver sr. Friðriks Hallgrímssonar, dómkirkjuprests. Svo kenndi hann okkur fjölda sálma og útskýrði þá og síðast en ekki síst þá ræddi hann við okkur um margt sem kalla mætti heil- brigða skynsemi sem unglingar hafa gott af að heyra en fullorðið fólk telur kannski of sjálfsagt til að ræða um sérstaklega. Eitt var það líka, að hann lét tvo stráka skrifa dagbók eða fundargerð um allt sem gert var á hverjum degi og lesa hana síðan upp fyrir alla viðstadda. Það var mjög góð ritþjálf- un. Auk þes lét hann okkur skrifa stíl eða smáritgerð um einstaka kafla í kverinu og síðan var farið yfir þetta og það rætt og útskýrt. Þetta tel ég að hafi verið mjög þroskandi. En hverfannst þér vera meginboðskapur hans í fermingar- undirbúningnum? Ég held að það megi orða best með orðunum: Þekktu sjálfan þig. Ég man að eitt sinn ræddi hann um áætlanagerð og skipulagningu á einu eða öðru sviði. Þessi hluti þyrfti að sjálfsögðu að gera. Hins vegar yrðu menn að vera viðbúnir því að áætlnir og skipulag stæðist ekki og sagði orðrétt: “Því sem betur fer er lífið það fjölbreytt og skemmtilegt að það verður aldrei hneppt í áætlanir eða fjötra sem standast." Hvað tók svo við eftir ferminguna hjáþér? Ég fermdist vorið 1940. Síðan er ég heima við búskapinn eða í vega- vinnu þar til haustið 1945 að ég fer að Hvanneyri. Það var ýmislegt að brjótast í manni á þessum tíma. Hæst bar þó að verða kennari eða fara í búfræðinám. Nám í mennta- skóla höfðaði ekki til mín. Vera má að kynni mín af Gísla Gottskálks- syni kennara mínum og verkstjóra hafi vakið áhuga á kennarastarfinu. Á þessum árum var Ólafur Jónsson frá Nautabúi ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Skagfirðinga. Hann kom oft heim og ég kynntist honum sem unglingur. Faðir minn og hann áttu mörg sameiginleg áhugamál og ræddu mikið saman. Ég hreifst mjög af Ólafi. Hann var mikill hugsjóna- maður, raunsær og vel að sér um allt er laut að landbúnaði á þeim tíma. Það hefur svo gengið greiðlega að fá skólavist á Hvanneyri? Já, elsti bróðir minn, Halldór, var búinn að vera þar tvö árin á undan. Það hefur kannski ráðið því að ég fór frekar að Hvanneyri en í Hóla, auk þess sem menn notuðu tæki- færið og fóru lengra til að sjá sig um. Runólfur Sveinsson var þá skólastjóri á Hvanneyri. Mér féll afar vel við hann, sem skólastjóra og kennara. Um þetta leyti eru miklar breytingar að gerast í skólahaldinu, eftir stríðið. Það kom í ljós þegar fór Egill Bjarnason og Alda Vilhjálmsdóttir ásamt börnum sínum, fv„ Bjarna, Astu, Árna og Vilhjálmi.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.