Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 13

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 13
Arið 1945 voru sell lög um jarðrœktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum og í framhaldi af því hófst mikið ræktunartímahil. Myndin er af skurðgröfu með drag- tengdri skúffu frá þessum tíma. Hvað mig varðaði var fastmælum bundið strax fyrri vetur minn í Framhaldsdeild að ég kæmi til starfa í Skagafirði. Kristján Karlsson, skólastjóri á Hólum, var þá formaður Bsb. Skagfirðinga. Stjórn þess hafði hvatt mig til þess að fara í þetta nám með það í huga að ég kæmi aftur til starfa í héraðinu. Ég minnist þess með ánægju að sumarið milli námsvetra í Fram- haldsdeildinni, sem þá var tveggja ára nám, tókum við Bjami Arason að okkur að mæla jarðabætur í Borgarfirði. Við ferðuðumst þá á hestum um svæðið og kynntumst bæði héraðinu og fólkinu. Það var ágætur skóli, miðað við það starf sem ég átti þá framundan. Sumarið eftir að skóla lauk fórum við Bjami Arason svo til Danmerkur um tíma til að kynna okkur naut- griparækt og sæðingar. Sú ferð stóð á 4. mánuð. Hvernig leist þér á búskapinn í Danmörku á þesum tíma? Það má segja að maður hafi bæði kynnst nýtísku búskap á þeim tíma og fomfálegum, enda landið nýkom- ið út úr stríðinu. Þarna voru reisu- legir herragarðar með nýjar bygg- ingar en líka ótrúlega mörg smábýli með gamlar byggingar og óhentuga vinnuaðstöðu. Það var áberandi að reynt var að gjörnýta hvem ræktan- legan blett, og ná sem mestu fóðri af hverri flatareiningu. Haustiö 1949 kemur þú svo til starfa í Skagaftrði. Hvernig var búskap þá háttað í héraðinu? Búskapur í héraðinu grundvallað- ist á nautgriparækt og sauðfjárrækt. í sumum hreppanna var samgöngum þannig háttað að sauðfjárrækt var eina búgreinin, svo sem inn til dal- anna, úti á Skaga og í Fljótum. Auk þess var töluvert um hrossabúskap. Mæðiveikin hafði gert mikinn usla þama, einkum vesta Héraðsvatna, en fór nær ekkert austur fyrir þau. Hennar var þó aðeins vart í Hjalta- dalnum, en breiddist ekki út þar. Hins vegar var töluvert um gama- veiki austan vatna. Menn reyndu þá að bæta sér þetta upp með því að auka hrossabúskap, enda var þá mjög mikill markaður fyrir hrossakjöt. Um þetta leyti var kunnur maður í Skagafirði, Jóhann Magnússon á Mælifellsá. Hann stundaði það árum saman að kaupa sláturhross í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði og fara með þau til Akureyrar og jafnvel Dalvíkur og slátraði þeim þar sjálfur og selja kjötið. Að þessu vann með honum flokkur manna í Skagafirði. Þetta gekk þannig til að menn gátu selt honum og losað sig við flest þau hross sem þeir höfðu til frálags. Menn fóru með sín hross á ákveðna staði þar sem Jóhann keypti hrossin og tók við þeim. Hann leit yfir hópinn og sagði: Þetta borga ég fyrir hrossin og menn tóku þá tilboðinu eða höfnuðu því. Þetta gat verið töluverður hópur hrossa. Viðskiptin fóru fram oft á skilaréttum í héraðinu og bændur höfðu þar sín hross hver í sínum dilk. Oftast náðu menn saman um kaupin, þótt undan- tekningar væru til. Ég minnist þess ekki að nokkuð væri skrifað þegar þessi verslun fór fram, en allt stóð sem stafur á bók frá hendi Jóhanns. Fleiri menn stunduðu þessi við- skipti en í minna mæli og seldu þá í Siglufirði, á Ólafsfirði eða Dalvík. Meðal þeirra var Sigurjón á Skörðu- gili. Hann rak hross um Heljardals- heiði og Svarfaðardal til Dalvíkur. Jóhannes Sigvaldason ráðunautur sagði Sigurjóni eitt sinn að einn dag á ári hefðu böm verið lokuð inni í bæ í Svarfaðardal. Það var daginn sem þú rakst sláturhrossin til Dal- víkur. Var það virkilega, svaraði Sigur- jón. Þessi stóri hrossakjötsmarkaður á þessum tíma byggðist á því að þá var siður í kaupstöðunum að fólk keypti kjöt á haustin til vetrarins og saltaði það sjálft. Þegar svo þessar neysluvenjur breyttust, upp úr 1950, þá datt þessi markaður mikið niður. Hvernig var aðstaða hjá þessum kjötkaupmönnum við slátrun? Ég býst við að það hafi verið eins og við hverja aðra heimaslátrun. Þetta hefur sjálfsagt farið fram í út- 2V94 - FREYR 733

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.