Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 23

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 23
seminnar þar í landi, (sjá mynd). Þar er bilið frá grunnrannsóknum, sem þeir telja eðlilegt að séu að öllu fjár- magnaðar af opinberu fé yfir í hrein þjónustustörf sem eigi að vera að öllu leyti greidd af notendum. Hann taldi að í bráð og lengd væri hagsmunum bænda best borgið með leiðbeiningaþjónustu á höndum eig- in stofnana, sem væru með öllu óháðar verslunaraðilum. Þetta yrðu menn hins vegar að gera sér fulla grein fyrir að þeir keyptu í fram- tíðinni því verði sem það kostaði. Kynbótamat á nautum með samanburði milli landa. Jan Philipsson prófessor í Svíþjóð gerði grein fyrir starfi Interbull í Svíþjóð. Interbull er alþjóðastofnun með aðsetur í Uppsölum sem sett var á laggimar fyrir rúmum 10 ár- um. Hún hefur það verkefni með höndum að þróa aðferðir til að framkvæma kynbótamat á nautum sem geri mögulegan samanburð þeirra á milli landa. Þörfin fyrir slíkt verður sífellt brýnni með aukinni verslun með erfðaefni á milli landa. Þess má geta að annar af starfs- mönnum stofnunarinnar nú er Agúst Sigurðsson frá Kirkjubæ. Hér er ekki rúm til að gera grein fyrir stórmerku starfi þessarar stofn- unar á allra síðustu árum. Það sem hann taldi sig greina væri að nú væru að verða breytingar í þessum efnum hjá svartskjöldóttu kúnum. Síðustu tvo áratugi hefur verið ein- hliða straumur erfðaefnis frá Norður- Ameríku til Evrópu. Allt benti hins vegar nú til að Evrópuþjóðirnar stæðu orðið jafnfætis og sumar jafn- vel framar. Þess vegna færi þessi þróun að breytast í straum í báðar áttir. Hann taldi mjög mikilsvert fyrir Norðurlandaþjóðimar að standa vörð um ræktunarstarf sitt með áherslu á hreysti og heilbrigði gripa. Slíkt hefur með öllu verið vanrækt í ræktun í Norður-Ameríku. Aðeins væri tímaspursmál hvenær eftirspumin mundi breytast. Árang- urinn yrði hins vegar ætíð háður því að ræktunarstarfið væri á hverjum tíma unnið á jafn árangursríkan hátt og mögulegt væri. Jarmo Juga frá Finnlandi fjallaði í erindi sínu um hvort ástæða væri fyrir Norðurlandaþjóðimar að sam- ræma enn frekar ræktunarmarkmið sín fyrir kúakynin í einstökum lönd- um. í því sambandi lagði hann áherslu á eins og Jan Philipsson að í ræktun- armarmiðum Norðurlandaþjóðanna væri langtímamarkmiða gætt enn betur en annars staðar þekktist. Nú er verið að hleypa af stokkunum miklu samnorrænu verkefni sem á að skapa möguleika fyrir sameigin- legu kynbótamati gripa innan Norðurlanda. Með því eiga að skap- ast möguleikar til enn virkara úrvals gripa en verið hefur. Skráning á öðrum eigin- leikum. í síðasta erindi ráðstefnunnar fjall- aði danski ráðunauturinn Ole Klejs Hansen um skráningu og upplýs- ingaöflun á öðrum eiginleikum en framleiðslueiginleikum í danskri nautgriparækt. Við mat á mjöltum er í dag byggt á upplýsingaöflun mjög áþekkri því sem bændur hér á landi þekkja sem mjaltaathugun. Þetta er einnig eins og hér aðeins notað við afkvæma- dóma á nautum. Þama taldi hann hins vegar að þróun á búnaði til sjálfvirkra mælinga í mjaltabásum væri það hröð að þar væri á næsta leyti tækni sem gerði raunhæfar miklu nákvæmari mælingar á þess- um þætti en framkvæmanlegar hafa verið til þessa. Mat á skapi kúnna framkvæma þeir einnig á alveg hliðstæðan hátt og hér og þær upplýsingar eru að- eins nýttar við aílcvæmadóma naut- anna. Fyrir þennan eiginleika taldi hann hins vegar að áhrif fjósa- mannsins væru með ólíkindum mikil. í skýrsluhaldinu geta bændur skráð upplýsingar um fæðingar- þunga kálfa og hversu léttur burður hjá kúnni er. Þetta er gert með fáum einföldum skilgreindum flokkum. Hann lagði áherslu á að aukið vægi væri lagt á marga þætti sem sneru að öðrum þáttum en fram- leiðslunni. Þess vegna væri mik- ilsvert að halda ætíð lifandi starfi til að leita leiða til betri og öruggari gagnasöfnunar um slfka þætti. Ég hygg að fullyrða megi að hér á landi hafi okkur tekist allvel að fylgja þeirri þróun sem á sér stað í þessum efnum erlendis og höfum jafnvel í sumum tilfellum verið á undan öðrum. Það á við um mat á mjalta- eiginleikum þar sem nú er að verða almennt að nota hliðstæðar aðferðir og hér hafa verið notaðar í nær tvo áratugi. MOLflR Verðmœti útfluttra loðskinna þrefaldaðist 1992-1994 Stór högnaskinn og undirtegundir hækkuðu, en venjuleg læðuskinn lækkuðu í verði á síðasta uppboði loðskinna á sölutímabilinu 1993/1994, sem fram fór í Kaupmannahöfn fyrri partinn í október sl. Að sögn Arvids Kro virðist sem kaupendur tækju stærð skinna fram yfir gæði að þessu sinni. Arvid sagði að meðalverð á minkaskinnunum hefði verið 1710 kr. á sl. ári en kr. 6730 á refaskinn- um. Útflutt loðskinn þrefölduðust að verðmæti milli sölutímabilanna 1992/1993 og 1993/1994. Þannig seldust íslensk refa- og minkaskinn á nýliðnu tímabili fyrir 400,3 milljón ísl. kr., en fyrir 130 millj. kr. tímabilið á undan. Arvid Kro sagði að gölluð skinn með bit og rifur hefðu líka hækkað í verði. Hann taldi að minkaskinn þyrftu enn að hækka um 30% til þess að verðið væri viðunandi fyrir minkabændur. Botnnet fyrir votheys- turna Fyrirtækið Husdyr Systemer A/S í Mosby í Noregi hefur sett á mark- aðinn net sem auðveldar tæmingu á votheysturnum. Netinu er komið fyrir áður en farið er að setja hey í tuminn og lykkjumar festar við tumvegginn með sterku límbandi. Þegar turninn er tæmdur er krækt í lykkjumar og því lyft. Netið á að bera allt að 3200 kg. (Norsk Landbruk, nr. 11/1994). IVW - FREYR 743

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.