Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 25

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 25
búanna hafði kúm verið fargað vegna vandamála með sog hjá grip- um. Greinilega kom fram samband á milli sogs hjá gripum í uppeldi og vandamála með fullorðnar kýr sem sugu aðrar kýr, sem bendir til að þetta sé þáttur sem gripurinn lærir í flestum tilfellum í uppeldi. Til að bregðast við vandanum er aðallega bent á tvær aðferðir. Ala kálfana upp eina þannig að þeir fái ekki tækifæri til að sjúga og nota við mjólkurfóðrun kálfanna föt- ur með túttum sem fullnægja sog- þörf þeirra. I áðurnefndri norskri rannsókn voru skýrar ábendingar um minna sog þar sem kvígur voru aldar upp á básum en þar sem um stíueldi var að ræða. Þess má geta að áðumefnd rannsókn sýnir að algengast er þar í landi að kálfar séu aldir í sérstíum fram yfir tveggja vikna aldur en úr því verður æ algengara að þeir séu aldir upp fleiri saman í stíum. Nefnt er að fundið sé í tilraunum í Noregi að sog sé minna hjá kálfum sem fóðraðir eru á mjólk með túttum (spenum) en hjá þeim sem fóðraðir eru með því að láta þá drekka beint úr fötu. Á síðasta ári birtust niðurstöður all umfangsmikilla tilrauna í Dan- mörku þar sem borið var saman uppeldi á kvígum annars vegar á básum og hins vegar í stíum. I þess- ari tilraun var einnig borið saman að ala kvígurnar að öllu leyti á húsi í samanburði við sumarbeit og má nefna hér að nær öll áhrif beitarinnar virðast jákvæð gagnvart kúnum eftir að þær ná þeim aldri. í þessum tilraunum kom fram að júgurbólga var meira vandamál hjá kúnum sem aldar voru upp í stíum en hjá þeim kúm sem aldar höfðu verið upp á básum. Þessi munur verður samt ekki á grunni tilraunaniðurstaðnanna rakinn til smits hjá kvígunum áður en þær bera fyrsta kálfi. Þeir sem að rannsóknunum unnu geta sér þess til að þetta tengist hæfni kúnna til að standa upp og leggjast, kvígumar úr stíueldinu séu klaufskari og verði því frekar fyrir því að hrufla spena. í nýlegu yfirliti um atferlis- rannsóknir hjá ungviði frá dönsku rannsóknarmiðstöðinni er nokkuð tjallað um sogþörf ungkálfa. Bent er á að þegar kálfurinn gengur undir Frli. á bls. 747. Kálfabox í fjósi tilraunabúsins á Stóra-Armóti. Pau eni hugsuð fyrir kálfana svo lengi sem þeirfá mjólk að drekka (3-4 mán.) og hugmyndin er að reyna að varna því að þeir venjist á að totta júgrað og spenana hver á öðrum. Ekki er komin reynsla á það á Stóra-Ármóti hvort þetta virkar. Burðar- grindin í þessum boxum er úr l'U tommu rörum, í botninum er 8 mm þykkt og 50 mm breitt flatjárn, bil milli rimla er 25 mm. I hliðum er 10 eða 12 mm vatnsheldur krossviður. Hver eining er þrjár stíur og má koma henni fyrir víða í fjósinu en taka hana burt þegar ekki er þörf á henni en til eru fjórar svona einingar á búinu. Framhliðinni í liverri stíu er rennt upp til að koma kálfinum inn og út úr hoxinu. Milliskilrúm má einnig taka upp. Breidd á hverri stíu er 58-63 cm, lengdin er 115-130 cm og hœðin er 85-90 cm. Um 30 cm eru undir stíuna svo að auðvelt sé að þrífa undan henni. Hver kálfur hefur tvœr fötur þar sem fóður er gefið. Kálfarnir geta „spjallað" saman bœði að framanverðu og einnig yfir skilrúmin og ná að sjúga eyrun og and- litið hver á öðrum en ekki annað. Pessar stíur eru heldur lengri en hinar eða um 140 cm en að öðru leyti svipaðar. Sameiginleg jata erfyrir hey og kjarnfóður, mjólk gefin úrfötum en vatn er í rennu framan við jötuna. Pví lengri sem stían er því lengur getur kálfurinn verið í stíunni. Æskileg stœrð á stíum er trúdega 60-65 cm x 130-140 cm þó allt eftir því live lengi kálfurinn á að dveljast þar. 2<T94 - FREYR 745

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.