Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 27

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 27
Júgurskemmdir hjá kvígum í uppeldi. Frh. afhls. 745. kúnni sé nær óþekkt að slíkir ung- kálfar séu að sjúga aðra kálfa í hjörðinni. Kálfarnir hafa hins vegar verulega sogþörf á fyrstu 4-5 vikum æviskeiðsins. Þörfin nær hámarki hjá kálfinum 5-6 mínútum eftir að hann byrjar að drekka. Þetta kemur fram hjá kálfum sem drekka úr fötu með því að þeir sjúga aðra kálfa þegar mjólkurdrykkju er lokið. Tilraunir hafa sýnt að frjáls aðgang- ur kálfanna í mjólk hindrar ekki sog ef mjólkin er eftir sem áður drukkin úr fötu. meiri áhersla á sérgreinar, einkum hefur verklegi þáttur kennslunnar verið aukinn. Þessi breyting á náms- skipulaginu hefur mælst vel fyrir hjá nemendum og verður haldið áfram á sömu braut. Með breytingunni nýt- ast bæði vor og haust til verklegrar kennslu betur en áður var. Fyrir tveimur árum sömdu Bændaskólinn á Hólum og Félag tamningamanna um samstarf um fræðslu í tamningum. Nemendur skólans sem útskrifast af hrossa- ræktarbraut og uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur í árangri geta sótt um aðild að Félagi tamningamanna og öðlast þar full félagsréttindi. For- maður félagsins, Trausti Þór Guð- mundsson, var viðstaddur útskriftina og flutti ávarp þar sem hann fagnaði þessum áfanga og veitti 25 nem- endum formlega inngöngu í félagið. Viðurkenningar fyrir náms- árangur: Hæsta einkunn á Búfræðibraut: Kristján Óttar Eymundsson. Bústjóm: Petra Liggenstorfer. Búfræði verknám: Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Jarðrækt: Kristján Óttar Eymunds- son. Bútækni og byggingafræði á Bú- fræðibraut: Jens Oli Jespersen. Hrossaræktargreinar: Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Hrossakynbætur: Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Petra Liggenstorfer. Búfjárrækt: Kristján Öttar Ey- mundsson. Fiskeldisgreinar: Guðmundur Bjömsson. Ásgeir Ásgeirsson. Með því að kálfínum sé gefin mjólk með túttum eða gervispenum er sogþörf hans yfirleitt að stórum hluta fullnægt og slíkir kálfar gera yfirleitt lítið af því að sjúga aðra kálfa. Bent er á að eigi að fóðra kálfa þannig sé nauðsynlegt að þeim sé kennt að nota gervispena á fyrstu 3-9 ævidögunum vegna þess að meðfæddir eiginleikar þeirra til að læra að drekka á þann hátt hverfi á þeim tíma. Einnig hefur verið reynt að hemja sogþörf kálfana með að loka þá af fyrstu mínúturnar eftir að þeir hafa lokið við að drekka og tilraunir sýna veruleg áhrif af slíku. Þegar kálf- arnir eru þannig lokaðir af fyrsta hálftímann virðist vera hægt að koma nær alveg í veg fyrir sog hjá þeim. Þetta er aðferð sem ég veit að sumir bændur hér á landi hafa notað, að þeirra sögn með góðum árangri. Fyrir skömmu bárust mér í hendur niðurstöður úr athugunum frá Noregi þar sem verið var að bera saman fjölda þátta á búum með mikil og lítil júgurbólguvandamál. I Plast í staö blýs í haglaskot? Ensk skotfæraverksmiðja hefur þróað haglaskothylki úr plasti sem brotnar niður í náttúrunni. Hugsunin er að hitinn sem verður þegar skot- inu er hleypt af komi af stað eyðingarferli plastsins. Kjaminn í hverju hagli er búinn til úr volfram, en það er efni sem er Á yngri árum sínum var Magnús Már Lárusson, síðar guðfræðiprófessor og rektor Háskóla íslands, prestur á Skútustöðum í Mývatnssveit. Eitt þessari könnun fundust glögg áhrif af mismunandi þrýstingi í mjalta- kerfi en þar fyrir utan fannst lang- samlega mestur munur í því hvernig uppeldi á kvígunum var háttað. I fjósum með lítinn júgurbólguvanda fór 85% af uppeldi á kvígum fram á básum, en á vandamálabúunum var þetta hlutfall tæp 37%. Þetta telja þeir að líklega megi helst rekja til sogskemmda á kvígum sem aldar eru upp í lausagöngu í stíum. Þeir benda einnig á að hætta sé á að umhverfið allt geti orðið óheppi- legra í stíunum, m.a. vegna þess hve oft sé þar beint samband við haug- hús. Hér er athygli beint að þætti sem líklega er á sumum búum nokkur skaðvaldur í sambandi við júgur- hreysti kúnna. Fyrsta atriði til að leysa vandamálið er að gera sér fulla grein fyrir að það sé fyrir hendi. Lausn þess getur oft verið flókin. Einhverjir af þeim þáttum sem á er bent kunna í sumum tilfellum að geta komið til skoðunar varðandi meðferð kálfanna. þyngra en blý og harðara en stál. Með því móti má hafa kjamann örlítinn og umbúðirnar úr plasti, þannig úr garði gerðar að þvermál og þyngd verði eins og á venju- legum skothylkjum. Það sem vinnst er að haglið er blýlaust og það er ekki eitrað, en á hinn bóginn er það dýrara. (ATL) sinn hlýddi Kristján Ólasson á Húsavík á messu hjá honum og fannst ræðan háfleyg og fræðileg og orti: Hlustaði ég á Magnús Má, mændi spenntum greipum. Mig í anda sjálfan sá saxa töðu eða há, ætla að binda en ekkert tolldi í reipum. MOLfiR RLTRLRP R KRFFISTOFUNNI Ekkert tolldi í reipum 20*94 - FREYR 747

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.