Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 33

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 33
Atkvœðagreiðsla og umrœður um sameiningarmál á síðasta aðalfundi SB Birkir Friðberfsson, Birkihlíð, stjórnarmaður í SB Við umrœður um sameiningarmálið á síðasta aðalfundi Stéttarsambands bœnda, sem haldinn var á Flúðum, viku fjölmargir rœðumenn að ónógum undirbúningi til þess að ákveða þá þegar sameiningu SB og Bí og nefndu þar fyrst að verkaskiptasamningar milli búgreinafélaga og hinna fyrirhuguðu sam- taka lœgi ekki fyrir. Því yrði mjög óljóst hver yrðu verk- efni hinna nýju samtaka, ábyrgð og skyldur. Ennfremur vildu margir að ljóst væri að hvers konar kosn- ingafyrirkomulagi til stjómarkjörs væri stefnt og ekki hefði komið fram áhugavert skipurit. Akvörðun um sameiningu á fundinum væri því tekin í nokkurri blindni og fulltrúum ætlað að taka skref sem byði upp á óþekkta lendingu. Fjölmargir töldu því að réttast væri í raun að fresta fundi um einhvern tíma til þess m.a. að ræða við forsvarsmenn búgreina- félaga um farsæla stöðu og verksvið þeirra innan samtakanna. Flestir virtust gera sér grein fyrir því að ný heildarsamtök bænda stæðu ekki undir nafni nenta búgreinafélögin væru þar undir hatti og með skil- greind verkefni og ábyrgð. í umræðum kom það skýrt fram að svo óljóst sem fulltrúunt væri á þessum haustdögum hvers konar samtök mynduðust við sameiningu þá hefði hinum almenna bónda við skoðanakönnun í byrjun sumars verið það enn frekar hulið og raunar væri umræða meðal bænda um sam- einingarmálið fyrst að byrja á þann veg að ræddir væru hugsanlegir kostir þess og gallar. Þrátt fyrir það sem hér er sagt mátti ætla af máli manna að aukinn meirihluti hefði fyrr eða síðar, þ.e. á hugsanlegum framhaldsaðalfundi, samþykkt sameiningu. Aldrei verður slíkt þó fullyrt að áhugi ýmissa hefði ekki dofnað ef betur hefði skýrst framtíðarstaða búgreinfélaganna, til- högun stjómarkjörs, yfirbygging og starfsmannahald. Sú hugmynd að fresta fundi og skoða ýmis atriði betur var þó rædd af alvöru, en niðurstaðan varð sú að fjölmargir fulltrúa töldu að málinu hefði á ýmsan hátt verið stefnt í þann hnút að til þess væri í raun ekkert svigrúm nema sem algjört neyðarúrræði og enn síður æskilegt að fella sameiningarhugmyndina og taka hana af dagskrá. Félagsmálanefnd fundarins var í þessari stöðu mikill vandi á höndum að finna leið sem hjálpað gæti áhugamönnum um sameininguna að koma málinu í gegn með einhverj- um hætti. Nokkrar smærri breyt- ingar á samkomulagi stjórna SB og BI náðust fram fyrir hennar tilstilli. Breytingar sem gerðu sumum létt- bærara að styðja sameininguna. en meira þurfti þó að koma til ef von átti að vera um nægjanlega aukinn meirihluta fyrir þeirri ákvörðun, ákvörðun sem ekki yrði aftur tekin. Nefndarmenn lögðu því fram álykt- un um ýmis atriði sem þeir vissu að fulltrúar væru nær einhuga um að gerðu sameiningarhugmyndir ásætt- anlegri og skynsamlegri. Meðal þeirra atriða, og það sem vó þyngst, var að stjóm hinna nýju samtaka yrði skipuð með sama hætti og núverandi stjóm SB, þ.e. níu mönnum og þar af sjö kjördæma- kosnum. Þessi viljayfirlýsing var samþykkt með þorra atkvæða gegn fjórum. Önnur atriði ályktunarinnar voru samþykkt með svipuðum atkvæðaþunga. í kjölfar þessarar niðurstöðu var sjálft sameiningarmálið borið upp og samþykkt með nægum meiri- hluta. Hjáseta níu fulltrúa af þeim sem aðeins í ljósi aðstæðna og með tilliti til nýsamþykktrar ályktunar félagsmálanefndar gáfu jáyrði hefði dugað til þess að fella sameiningar- málið. Fullyrða má að það voru fleiri en níu sem hefðu kosið að geta tekið afstöðu án þeirra þvingandi aðstæðna sem málinu réðu og á annan veg. Eins og lesendum Freys er kunn- ugt hefur undirritaður ekki haft miklar vonir um að sameiningar- bröltið eigi eftir að draga úr kostnaði við rekstur félagasamtaka bænda og sjóðagjöld lækki á næstu árum af þeirri ástæðu, né heldur að kjara- barátta bænda verði styrkari en áður og nái þeim þrótti sem með þarf, jafnvel þó að úr þokunni komi sú samtakahugmynd sem helst getur staðið undir nafni úr því sem komið er. Nú þegar ákvörðun er hins vegar tekin er ekki annað að gera en að vona að sem best rætist úr með til- högun og gerð þess félagsskapar sem við höfum kallað til einhvers lífs, og að allir bændur landsins geti talið hann sinn. Sú von getur því aðeins orðið að veruleika að for- vígismenn hinna nýju samtaka, sem margir munu koma úr röðum full- trúa síðasta aðalfundar SB, séu minnugir þess á hvaða forsendum sameiningarmálið vannst gegnum þann fund. 2<794 - FREYR 753

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.