Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 9

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 9
fyrstu nær einu aðilarnir, sem áttu eða höfðu umráð yfir jarðýtum og skurðgröfum og mikil þörf var fyrir þessar vélar við vegagerð. Þessi vinna var yfirleitt staðgreidd og varð því til að létta undir með rekstrarfé. Stundum var þessi vinna þó ekki greidd fyrr en af næsta árs fjárveit- ingu til viðkomandi verka ef mikið ávannst við að hraða þessum fram- kvæmdum. Mikla áherslu þurfti að leggja á það að nýta vélarnar vel þann tíma sem unnt var að^ vinna að þessum framkvæmdum. Á því var oft mikill munur milli ára. Um það réð mestu veðurfar vor og haust og þau verk- efni sem unnið var að hverju sinni. Nýtingartíminn var fjórir til sex mánuðir á ári þegar undanskilin var vinna við snjómokstur á vegum að vetrinum, en þeirri vinnu var all- mikið sinnt af Ræktunarsambandinu og oft reynt að staðsetja beltavélam- ar að vetrinum með tilliti til þessa verkefnis. Hvernig fannst þér skilningur á starfsemi rœktunarsambandanna af hálfu þess opinbera? Mér fannst hann ákaflega lítill, bæði af hálfu forystu bændasam- takanna og hins opinbera. Gleggsta dæmið um það var greiðslufyrir- komulagið á jarðræktarframlögun- um. Það var í raun ekkert því til fyrirstöðu að greiða þau út á við- komandi framkvæmd þegar úttekt á þeim lá fyrir í stað þess að bfða með greiðslu á þeirn þar til árið eftir. Breyting á greiðslufyrirkomulag- inu hefði að vísu leitt til tilsvarandi hækkunar á framlögum það ár, sem breytingin hefði átt sér stað ef til hennar hefði komið. I þessu tilfelli skorti bæði skilning og vilja bænda- forystunnar og alþingismanna. Sama gildir reyndar um búnaðarsam- böndin líka. Skilningur forustunnar á starfsemi þeirra hefur oft verið lítill og sjaldan mikinn stuðning að fá þaðan við málefni þeirra. Það er m.a. skýring á því að forystan og margar landbúnaðarstofnanir, bæði faglegar og félagslegar, hafa fjar- lægst hin raunverulegu vandamál sem við er að fást í landbúnaðinum. Þessari þróun þarf að breyta ef hinar ýmsu landbúnaðarstofnanir á höfuð- borgarsvæðinu eiga ekki að enda sem útlimalaust höfuð. Sameining / kjölfar framrasiu mýrlendis kom stór- felld rœktun þess. Freysmynd. Búnaðarfélags íslands og Stéttar- sambands bænda er vonandi upphaf að þeirri þróun sem þarf að verða varðandi félags- og stofnanakerfi landbúnaðarins. Hvað stóð þetta rœktunartímabil lettgi? Það stóð framundir 1980. Þá fara viöhorf til landbúnaðarins að breyt- ast verulega. Það fer að hilla undir svokölluð búvörulög og minnkandi útflutningsbætur eða afnám þeirra, svo og lækkun framlaga samkvæmt jarðræktarlögum. Þessi breyttu við- horf drógu að sjálfsögðu úr þörf fyrir frekari ræktunarframkvæmdir og þá um leið minnkaði eftirspum eftir vélavinnu í tengslum við þær. Hvernig gekk að útvega mannskap á þessar vélar og hvernig þjálfun fékk hann? Það gekk yfirleitt vel. Þegar á heildina er litið vorum við mjög heppnir með vélamenn. Yfirleitt þekkti maður mennina sem sóttu um vinnu eða til þeirra og ef maður vissi að þessi eða hinn hafði hugsun á því sein hann var að gera og vildi vinna, þá var nokkuð tryggt að þetta gengi vel. í flestum tilfellum varð að ráða menn án þess að þeir hefðu fengið þjálfun áður. Yfirleitt voru tveir menn á hvorri vél og unnið á vökt- um. Nýliðinn var þá oftast settur með einhverjum gamalreyndum jaxli og lærði af honum. Starfsþjálf- un á þessu sviði var ekki fyrir hendi með öðrum hætti. Vélamennirnir voru flest ungir menn úr sveit, sem þekktu vel til landbúnaðar, og oft staðkunnugir þar sem þeir voru að vinna. Entust menn lengi íþessu? Það var mjög misjafnt eftir að- stæðum hvers og eins, eða allt frá Beltavélarnar og nýju jarðvinnslutcekin ollu byltingu í jarðrœkt. Freysmynd. 21 '94 - FREYR 769
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.